Tilfinningalegur athyglisbrestur og heilbrigt tilfinningalíf Jón Þór Ólafsson skrifar 14. júlí 2024 12:31 Í um 10.000 klukkutíma sem börn - í 10 mánuði á ári í 10 ár er okkur kennt að grípa athyglina okkar og beina henni að hugrænum viðfangsefnum. Einhverjum upplýsingum til að skilja og muna, og geta svo notað. Skiljanlega, því athygli er grundvöllur fyrir nánast öllum lærdómi. Og ef það er athyglisbrestur þá tökum við oft þau skref að breyta efnabúskap heilans. Við tökum inn efni eins og koffín og ADHD lyf til þess að geta leitt hugan að einhverju viðfangsefni og lært. Við höfum lagt ofboðslega mikið á okkur sem samfélag til að bæta upp athyglisbrest, með þjálfun og efnum, þegar kemur að því að beina athyglinni að hugrænum viðfangsefnum og það hefur hjálpað okkur að lifa vel, en ekki endilega að líða vel. Það sem hefur fengið minni athygli, er hins vegar að leiða hugan að því tilfinningalífi sem á endanum ræður því algerlega hvernig okkur líður. Fullorðið fólk er mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum sem verða eðlilega pirruð eða óþolinmóð eða leið yfir því að vera sífellt sett í kringumstæður sem þeim finnst tilgangslausar við að læra eitthvað sem þeim finnst tilgangslaust. Og fullorðið fólk er líka mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum að skoða tilfinningar sínar og leysa úr þeim á heilbrigðan hátt án þess að meiða sig og aðra. Eðlilega, því okkur var ekki kennt betur og það þarf leiðsögn og þjálfun til að læra á tilfinningalífið. Við erum því enn þá flest með töluverðan tilfinningalegan athyglisbrest. En það er hægt að bæta upp þann athyglisbrest með þjálfun og efnum, og læra þannig að beina athyglinni að tilfinningalegum viðfangsefnum og leysa úr þeim. Tilfinningar ráða því á endanum hvort okkur líður vel eða illa, og hvort við viljum öðrum vel eða illt. Svo það er mikilvægt að setja í meiri forgang að hjálpa börnum sérstaklega og okkur fullorðna fólkinu líka, að leiða athyglina að því tilfinningalífi sem er til staðar og læra að lifa því farsællega. Sem samfélag býður sálfræðin upp á mikið af gagnreyndum aðferðum sem rannsóknir sýna að raunverulega virka til að hjálpa okkur að hafa heilbrigt tilfinningalíf og hægt er að læra þær hjá sálfræðingum, í hópum og heima hjá sér - og hér er hlekkur á myndskeið með bestu samantektinni sem ég hef fundið og nota sjálfur. - Sem foreldrar getum við t.d. horft með börnunum okkar á nýju Disney myndin „Inside Out 2“ sem kennir svo vel á nokkrar grunntilfinningar eins og kvíða og sorg. - Sem einstaklingar eru leiðirnar svo mögulega jafn margar og við erum mörg, því það er svo mismunandi hvað við þurfum hverju sinni. - Það tekur tíma að læra á tilfinningalífið - en við getum það - og eflaust er fátt í lífinu mikilvægara. Höfundur er sálfræðinemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í um 10.000 klukkutíma sem börn - í 10 mánuði á ári í 10 ár er okkur kennt að grípa athyglina okkar og beina henni að hugrænum viðfangsefnum. Einhverjum upplýsingum til að skilja og muna, og geta svo notað. Skiljanlega, því athygli er grundvöllur fyrir nánast öllum lærdómi. Og ef það er athyglisbrestur þá tökum við oft þau skref að breyta efnabúskap heilans. Við tökum inn efni eins og koffín og ADHD lyf til þess að geta leitt hugan að einhverju viðfangsefni og lært. Við höfum lagt ofboðslega mikið á okkur sem samfélag til að bæta upp athyglisbrest, með þjálfun og efnum, þegar kemur að því að beina athyglinni að hugrænum viðfangsefnum og það hefur hjálpað okkur að lifa vel, en ekki endilega að líða vel. Það sem hefur fengið minni athygli, er hins vegar að leiða hugan að því tilfinningalífi sem á endanum ræður því algerlega hvernig okkur líður. Fullorðið fólk er mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum sem verða eðlilega pirruð eða óþolinmóð eða leið yfir því að vera sífellt sett í kringumstæður sem þeim finnst tilgangslausar við að læra eitthvað sem þeim finnst tilgangslaust. Og fullorðið fólk er líka mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum að skoða tilfinningar sínar og leysa úr þeim á heilbrigðan hátt án þess að meiða sig og aðra. Eðlilega, því okkur var ekki kennt betur og það þarf leiðsögn og þjálfun til að læra á tilfinningalífið. Við erum því enn þá flest með töluverðan tilfinningalegan athyglisbrest. En það er hægt að bæta upp þann athyglisbrest með þjálfun og efnum, og læra þannig að beina athyglinni að tilfinningalegum viðfangsefnum og leysa úr þeim. Tilfinningar ráða því á endanum hvort okkur líður vel eða illa, og hvort við viljum öðrum vel eða illt. Svo það er mikilvægt að setja í meiri forgang að hjálpa börnum sérstaklega og okkur fullorðna fólkinu líka, að leiða athyglina að því tilfinningalífi sem er til staðar og læra að lifa því farsællega. Sem samfélag býður sálfræðin upp á mikið af gagnreyndum aðferðum sem rannsóknir sýna að raunverulega virka til að hjálpa okkur að hafa heilbrigt tilfinningalíf og hægt er að læra þær hjá sálfræðingum, í hópum og heima hjá sér - og hér er hlekkur á myndskeið með bestu samantektinni sem ég hef fundið og nota sjálfur. - Sem foreldrar getum við t.d. horft með börnunum okkar á nýju Disney myndin „Inside Out 2“ sem kennir svo vel á nokkrar grunntilfinningar eins og kvíða og sorg. - Sem einstaklingar eru leiðirnar svo mögulega jafn margar og við erum mörg, því það er svo mismunandi hvað við þurfum hverju sinni. - Það tekur tíma að læra á tilfinningalífið - en við getum það - og eflaust er fátt í lífinu mikilvægara. Höfundur er sálfræðinemi
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun