Kallaði Trump „Hitler Ameríku“ og studdi Never Trump-hreyfinguna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2024 22:57 Vance er öldungardeildarþingmaður Ohio-ríkis og 39 ára gamall. AP James David Vance, tilvonandi varaforsetaefni Donalds Trump, hefur ekki verið í fylkingu forsetans fyrrverandi um langt skeið, en virðist í dag einn af hans dyggustu stuðningsmönnum. Stjórnmálamenn velta því upp hvort Vance, sem sagði meðframbjóðanda sinn asna og vítaverðan opinberlega fyrir átta árum, sé drifinn af tækifærismennsku. Í umfjöllun Reuters um nýja varaforsetaefnið segir að fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 hafi Vance gjarnan látið gamminn geisa, bæði á lyklaborðinu og opinberlega í tengslum við Trump. Í þeirri kosningabaráttu var Vance langt frá því að vera stuðningsmaður hans, og sagðist styðja Never Trump-hreyfinguna, sem íhaldsmenn andvígir Trump stóðu fyrir. Orðljótur í garð meðframjóðandans „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. J.D. Vance ásamt Usha Chilukuri Vance, eftir að í ljós kom að hann byði sig fram með Trump.AP Í frétt Reuters kemur fram að Vance sé í dag einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump og að hann hafi staðið með honum þegar aðrir háttsettir Repúblikanar gerðu það ekki. Hann hafi til að mynda verið við réttarhöldin í þagnargreiðslumáli Trump í sumar. Demókratar og einstaka Repúblikanar hafi velt því upp hvort tækifærismennska drífi stjórnmálafrömuðinn áfram, frekar en pólitísk hugmyndafræði. En Trump standi sjálfur í þeirri trú að Vance hafi hreinlega skipt um skoðun. Þá hafa ráðgjafar Vance bent á að frambjóðendurnir aðhyllist að mörgu leyti sömu hugmyndafræði. Skoðanir virðast eftir hentisemi Þungunarrof sé dæmi um málefni þar sem Vance virðist hafa lagað skoðanir sínar að skoðunum Trump. Reuters segir frá að í viðtali árið 2021, í aðdraganda öldungaráðskosninga, hafi Vance látið þau orð falla í viðtali að þolendur kynferðisofbeldis og sifjaspella ættu ekki að eiga rétt á þungunarrofi. Í nóvember í fyrra hafi hann lýst atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að réttur til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn, sem höggi í magann. Hins vegar viðraði hann þá skoðun í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone, skoðun sem Trump hefur áður viðrað. John Barrasso, öldunardeildarþingmaður í Wyoming, sem Vance hefur lýst sem sínum leiðbeinanda, sagði í samtali við Reuters að Vance hafi skipt um skoðun gagnvart Trump vegna þess að „hann sá þann mikla árangur sem Trump skilaði þjóðinni í embætti.“ Kenndi Biden um morðtilræðið Í umfjöllun Sky um J.D. Vance segir að hann hafi sætt gagnrýni um helgina eftir að hafa kennt kosningaherferð Joe Biden um morðtilræðið gagnvart Trump. „Meginforseta Biden herferðarinnar er að Donald Trump sé einræðissjúkur fasisti sem þurfi að stöðva, sama hvað það kostar. Morðtilæðið gegn Trump forseta er bein afleiðing þessarar orðræðu,“ skrifaði Vance á X. Today is not just some isolated incident.The central premise of the Biden campaign is that President Donald Trump is an authoritarian fascist who must be stopped at all costs.That rhetoric led directly to President Trump's attempted assassination.— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Í umfjöllun Reuters um nýja varaforsetaefnið segir að fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 hafi Vance gjarnan látið gamminn geisa, bæði á lyklaborðinu og opinberlega í tengslum við Trump. Í þeirri kosningabaráttu var Vance langt frá því að vera stuðningsmaður hans, og sagðist styðja Never Trump-hreyfinguna, sem íhaldsmenn andvígir Trump stóðu fyrir. Orðljótur í garð meðframjóðandans „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. J.D. Vance ásamt Usha Chilukuri Vance, eftir að í ljós kom að hann byði sig fram með Trump.AP Í frétt Reuters kemur fram að Vance sé í dag einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump og að hann hafi staðið með honum þegar aðrir háttsettir Repúblikanar gerðu það ekki. Hann hafi til að mynda verið við réttarhöldin í þagnargreiðslumáli Trump í sumar. Demókratar og einstaka Repúblikanar hafi velt því upp hvort tækifærismennska drífi stjórnmálafrömuðinn áfram, frekar en pólitísk hugmyndafræði. En Trump standi sjálfur í þeirri trú að Vance hafi hreinlega skipt um skoðun. Þá hafa ráðgjafar Vance bent á að frambjóðendurnir aðhyllist að mörgu leyti sömu hugmyndafræði. Skoðanir virðast eftir hentisemi Þungunarrof sé dæmi um málefni þar sem Vance virðist hafa lagað skoðanir sínar að skoðunum Trump. Reuters segir frá að í viðtali árið 2021, í aðdraganda öldungaráðskosninga, hafi Vance látið þau orð falla í viðtali að þolendur kynferðisofbeldis og sifjaspella ættu ekki að eiga rétt á þungunarrofi. Í nóvember í fyrra hafi hann lýst atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að réttur til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn, sem höggi í magann. Hins vegar viðraði hann þá skoðun í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone, skoðun sem Trump hefur áður viðrað. John Barrasso, öldunardeildarþingmaður í Wyoming, sem Vance hefur lýst sem sínum leiðbeinanda, sagði í samtali við Reuters að Vance hafi skipt um skoðun gagnvart Trump vegna þess að „hann sá þann mikla árangur sem Trump skilaði þjóðinni í embætti.“ Kenndi Biden um morðtilræðið Í umfjöllun Sky um J.D. Vance segir að hann hafi sætt gagnrýni um helgina eftir að hafa kennt kosningaherferð Joe Biden um morðtilræðið gagnvart Trump. „Meginforseta Biden herferðarinnar er að Donald Trump sé einræðissjúkur fasisti sem þurfi að stöðva, sama hvað það kostar. Morðtilæðið gegn Trump forseta er bein afleiðing þessarar orðræðu,“ skrifaði Vance á X. Today is not just some isolated incident.The central premise of the Biden campaign is that President Donald Trump is an authoritarian fascist who must be stopped at all costs.That rhetoric led directly to President Trump's attempted assassination.— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira