Leikmenn spænska landsliðsins sneru aftur til heimalandsins frá Þýskalandi í gær, eftir að hafa unnið Evrópumeistaratitilinn.
Spænsku Evrópumeistararnir fengu höfðinglegar móttökur. Konungsfjölskyldan tók á móti þeim og þeir fögnuðu svo titlinum úti á götum Madrídar.
Spánverjar buðu einnig hinni tíu ára Maríu Camano upp á svið til sín. Hún er með krabbamein en fékk ósk sína uppfyllta og hitti Evrópumeistarana. Fyrirliðinn Álvaro Morata faðmaði Maríu og hún fékk svo að lyfta Henri Delaunay bikarnum.
❤️🇪🇸 Emotional moment as 10-year-old Spain fan María Camaño is up on the stage with the Spain squad...
— EuroFoot (@eurofootcom) July 15, 2024
She is battling ewing sarcoma and her dream was to meet the team and especially Morata. 🥹 pic.twitter.com/J5R6CIinRR
Spánverjar unnu alla sjö leiki sína á Evrópumótinu í Þýskalandi og skoruðu fimmtán mörk í þeim. Spánn hefur nú fjórum sinnum orðið Evrópumeistari, oftast allra.