Loftslagsávinningur Coda Terminal er gífurlegur Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 17. júlí 2024 12:01 EFLA verkfræðistofa tók að sér að vinna vistferilsgreiningu á fyrstu stigum hönnunar fyrir Coda Terminal verkefnið. Vistferilsgreining er stöðluð aðferð til að meta umhverfisáhrif framkvæmdar yfir hluta eða alla virðiskeðju framkvæmdarinnar. Umfang þessarar vistferilsgreiningar náði yfir sjóflutninga á milli landa til og frá Coda Terminal, uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og bindingu CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar. Vistferilsgreiningin var unnin á frumhönnunarstigi og því voru undanskildir annars vegar þeir þættir sem eiga sér stað erlendis, þ.e. föngun CO2 frá iðnaði ásamt vökvagerð þess, og hins vegar uppbygging hafnarsvæðis í Straumsvík. Unnið er að því að bæta þessum þáttum við og vænta má uppfærslu í haust. Yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar var heildarlosun metin 4.000.000 tonn CO2 en binding var metin 76.000.000 tonn CO2. Með öðrum orðum, þá var bindingin metin tæplega tuttugufalt meiri en losunin. Heildarniðurstaða vistferilsgreiningarinnar er því nettó samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda upp á 72.000.000 tonn CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar, eða 2.400.000 tonn CO2 á ári að meðaltali. Til að setja þessar tölur í samhengi þá er árleg samfélagslosun Íslands (losun vegna vegakerfis, landbúnaðar, sjávarútvegs, orkuvinnslu, úrgangs, efnanotkunar og smærri iðnaðar) um 2.770.000 tonn CO2 á ári. Bindingin sem Coda Terminal skilar árlega (2.400.00 tonn CO2 á ári) samsvarar því að núlla út 87% af samfélagslosun Íslands. Nýútgefin aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum á að skila 35-45% samdrætti í samfélagslosun og því mætti segja að Coda Terminal skili meiri árangri heldur en allar aðgerðir áætlunarinnar til samans. Ef við skoðum bæði samfélagslosun og viðskiptakerfi ESB (losun frá stóriðju) yfir næstu þrjátíu árin þá er uppsöfnuð losun Íslands um 110.000.000 tonn CO2 skv. framreikningum Umhverfisstofnunar fyrir óbreytta sviðsmynd. Bindingin sem Coda Terminal skilar yfir líftíma stöðvarinnar (72.000.000 tonn CO2) samsvarar 65% af uppsafnaðri losun Íslands á sama tímabili. Loftslagsávinningur Coda Terminal er því gífurlegur. Coda Terminal mun taka við CO2 losun frá iðnaði þar sem önnur tækni til að draga úr losun er ekki fyrir hendi eða skammt á veg komin. Fyrir vissan iðnað er föngun og binding CO2 eina raunhæfa lausnin á næstu árum og áratugum, t.d. fyrir framleiðslu sements og málma. Carbfix tæknin hefur verið sannreynd á Hellisheiði og niðurstöður fjölda vísindagreina sýna að bindingin er varanleg. Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og það skiptir ekki máli fyrir loftslagið hvar losun eða binding á sér stað. Við þurfum á öllum lausnum að halda í baráttunni við loftslagsvána og sérstaklega þeim sem skila jafn miklum árangri og Coda Terminal. Höfurndur er umhverfisverkfræðingur og annar höfunda vistferilsgreiningar fyrir Coda Terminal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
EFLA verkfræðistofa tók að sér að vinna vistferilsgreiningu á fyrstu stigum hönnunar fyrir Coda Terminal verkefnið. Vistferilsgreining er stöðluð aðferð til að meta umhverfisáhrif framkvæmdar yfir hluta eða alla virðiskeðju framkvæmdarinnar. Umfang þessarar vistferilsgreiningar náði yfir sjóflutninga á milli landa til og frá Coda Terminal, uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og bindingu CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar. Vistferilsgreiningin var unnin á frumhönnunarstigi og því voru undanskildir annars vegar þeir þættir sem eiga sér stað erlendis, þ.e. föngun CO2 frá iðnaði ásamt vökvagerð þess, og hins vegar uppbygging hafnarsvæðis í Straumsvík. Unnið er að því að bæta þessum þáttum við og vænta má uppfærslu í haust. Yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar var heildarlosun metin 4.000.000 tonn CO2 en binding var metin 76.000.000 tonn CO2. Með öðrum orðum, þá var bindingin metin tæplega tuttugufalt meiri en losunin. Heildarniðurstaða vistferilsgreiningarinnar er því nettó samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda upp á 72.000.000 tonn CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar, eða 2.400.000 tonn CO2 á ári að meðaltali. Til að setja þessar tölur í samhengi þá er árleg samfélagslosun Íslands (losun vegna vegakerfis, landbúnaðar, sjávarútvegs, orkuvinnslu, úrgangs, efnanotkunar og smærri iðnaðar) um 2.770.000 tonn CO2 á ári. Bindingin sem Coda Terminal skilar árlega (2.400.00 tonn CO2 á ári) samsvarar því að núlla út 87% af samfélagslosun Íslands. Nýútgefin aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum á að skila 35-45% samdrætti í samfélagslosun og því mætti segja að Coda Terminal skili meiri árangri heldur en allar aðgerðir áætlunarinnar til samans. Ef við skoðum bæði samfélagslosun og viðskiptakerfi ESB (losun frá stóriðju) yfir næstu þrjátíu árin þá er uppsöfnuð losun Íslands um 110.000.000 tonn CO2 skv. framreikningum Umhverfisstofnunar fyrir óbreytta sviðsmynd. Bindingin sem Coda Terminal skilar yfir líftíma stöðvarinnar (72.000.000 tonn CO2) samsvarar 65% af uppsafnaðri losun Íslands á sama tímabili. Loftslagsávinningur Coda Terminal er því gífurlegur. Coda Terminal mun taka við CO2 losun frá iðnaði þar sem önnur tækni til að draga úr losun er ekki fyrir hendi eða skammt á veg komin. Fyrir vissan iðnað er föngun og binding CO2 eina raunhæfa lausnin á næstu árum og áratugum, t.d. fyrir framleiðslu sements og málma. Carbfix tæknin hefur verið sannreynd á Hellisheiði og niðurstöður fjölda vísindagreina sýna að bindingin er varanleg. Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og það skiptir ekki máli fyrir loftslagið hvar losun eða binding á sér stað. Við þurfum á öllum lausnum að halda í baráttunni við loftslagsvána og sérstaklega þeim sem skila jafn miklum árangri og Coda Terminal. Höfurndur er umhverfisverkfræðingur og annar höfunda vistferilsgreiningar fyrir Coda Terminal.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun