Frá Liverpool beint í teymi Flick Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2024 14:31 Hansi Flick og Thiago hafa endurnýjað kynnin. Mynd/Barcelona Spánverjinn Thiago Alcantara, sem hætti nýverið knattspyrnuiðkun sem leikmaður, hefur strax snúið sér að þjálfun. Hann hefur verið ráðinn í þjálfarateymi uppeldisfélagsins. Thiago er aðeins 33 ára gamall og kom einhverjum á óvart þegar hann setti knattspyrnuskóna upp á hillu fyrir örfáum vikum. Samningur hans við Liverpool á Englandi rann út um síðustu mánaðarmót og tilkynnti hann skömmu síðar að hann ætlaði sér ekki að spila frekari fótbolta sem atvinnumaður. Miklar vonir voru bundnar við Thiago hjá Liverpool eftir að hann var keyptur til félagsins frá Bayern Munchen á Spáni en honum gekk illa að halda sér heilum. Thiago spilaði aðeins einn leik á síðustu leiktíð fyrir félagið og ákvað að henni lokinni að láta gott heita, líkamans vegna. Þjóðverjinn Hansi Flick var þjálfari Bayern þegar félagið seldi Thiago til Liverpool árið 2020. Sá þýski stýrði Thiago hjá þýska stórliðinu leiktíðina á undan en þá vann Bayern alla þá titla sem í boði voru, deild, bikar, ofurbikar og Meistaradeild. Welcome to the Barça fam, Thiago! ❤️ pic.twitter.com/noOXH8dsig— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 17, 2024 Flick tók við þjálfun Barcelona af Xavi Hernández í sumar og var snöggur til að ráða Thiago inn í teymi sitt eftir að skórnir fóru á hilluna fyrir tíu dögum síðar. Samkvæmt yfirlýsingu Barcelona mun Thiago aðstoða Flick á undirbúningstímabilinu og hefur nú þegar hafið störf. Thiago er uppalinn hjá Barcelona frá 14 ára aldri og var leikmaður liðsins frá 2005 til 2013, þegar Pep Guardiola, fyrrum þjálfari hans í Katalóníu, keypti hann til Bayern Munchen. Spænski boltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Í beinni: Rangers - Tottenham | Spursarar í Skotlandi Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sjá meira
Thiago er aðeins 33 ára gamall og kom einhverjum á óvart þegar hann setti knattspyrnuskóna upp á hillu fyrir örfáum vikum. Samningur hans við Liverpool á Englandi rann út um síðustu mánaðarmót og tilkynnti hann skömmu síðar að hann ætlaði sér ekki að spila frekari fótbolta sem atvinnumaður. Miklar vonir voru bundnar við Thiago hjá Liverpool eftir að hann var keyptur til félagsins frá Bayern Munchen á Spáni en honum gekk illa að halda sér heilum. Thiago spilaði aðeins einn leik á síðustu leiktíð fyrir félagið og ákvað að henni lokinni að láta gott heita, líkamans vegna. Þjóðverjinn Hansi Flick var þjálfari Bayern þegar félagið seldi Thiago til Liverpool árið 2020. Sá þýski stýrði Thiago hjá þýska stórliðinu leiktíðina á undan en þá vann Bayern alla þá titla sem í boði voru, deild, bikar, ofurbikar og Meistaradeild. Welcome to the Barça fam, Thiago! ❤️ pic.twitter.com/noOXH8dsig— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 17, 2024 Flick tók við þjálfun Barcelona af Xavi Hernández í sumar og var snöggur til að ráða Thiago inn í teymi sitt eftir að skórnir fóru á hilluna fyrir tíu dögum síðar. Samkvæmt yfirlýsingu Barcelona mun Thiago aðstoða Flick á undirbúningstímabilinu og hefur nú þegar hafið störf. Thiago er uppalinn hjá Barcelona frá 14 ára aldri og var leikmaður liðsins frá 2005 til 2013, þegar Pep Guardiola, fyrrum þjálfari hans í Katalóníu, keypti hann til Bayern Munchen.
Spænski boltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Í beinni: Rangers - Tottenham | Spursarar í Skotlandi Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sjá meira