Þungbúið var á landinu í dag og væta í felstum landshlutum. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir þrumur og eldingar hafa verið „hérna á Suðurlandi, yfir Hellisheiðina, svo aðallega fyrir Norðan höfuðborgarsvæðið semsagt inni á Faxaflóa og við Borgarfjörð.“
Hann segir að svona gerist yfirleitt nokkrum sinnum á hverju ári. Eldingaveður sé samt ekki algengt hér á landi, miðað við meginland Evrópu, eða Norður-Ameríku.
Á morgun verði áfram svona skúraleiðingar, en sennilega ekki eins öflugt og þetta var í dag.
„Ég á ekki von á því að þetta verði alveg eins óstöðugt. En það er ekkert óhugsandi, það er voðalega erfitt að spá fyrir um eldingar,“ segir Hrafn.