Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Hólmfríður Gísladóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 19. júlí 2024 07:06 Samkvæmt X aðgangi Microsoft 365 er unnið að því að leysa úr vandamálinu. Getty/David Gray Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. Búið er að kyrrsetja allar vélar á flugvellinum í Sydney, Edinborg og víða í Bandaríkjunum. Bein útsending Sky News hefur verið rofin og lestar í Bretlandi sitja fastar. Þá liggur bókunarkerfi bresku heilbrigðisþjónustunnar (NHS) niðri. BBC greinir frá því að netöryggisyfirvöld í Ástralíu segi ekki um árás að ræða heldur virðist vandamálið tengjast hugbúnaði frá Microsoft. Flugfélög í Bandaríkjunum, þeirra á meðal United, Delta og American Airlines, hafa kyrrsett allar sínar vélar um allan heim. Flugvélar sem eru þegar í loftinu halda áfram á áfangastað en engar vélar fara í loftið í bili. We're investigating an issue impacting users ability to access various Microsoft 365 apps and services. More info posted in the admin center under MO821132 and on https://t.co/W5Y8dAkjMk— Microsoft 365 Status (@MSFT365Status) July 18, 2024 Samkvæmt frétt BBC hurfu allar upplýsingar af komu- og brottfaratöflum í flugstöðinni í Sydney. Flugfélagið Jetstar sagði í tilkynningu til farþega að vegna atviks sem tengdist Microsoft væri ekki hægt að innrita farþega né leyfa þeim að ganga um borð. Á samfélagsmiðlum hafa fregnir borist af löngum biðröðum í verslunum, vegna vandamála við að koma greiðslum í gegn. Þá virðast vandamál vera uppi hjá National Australia Bank, fjarskiptafyrirtækinu Telstra, Google og fleirum, ef marka má vefsíðuna Downdetector. Ástralía Tækni Microsoft Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Búið er að kyrrsetja allar vélar á flugvellinum í Sydney, Edinborg og víða í Bandaríkjunum. Bein útsending Sky News hefur verið rofin og lestar í Bretlandi sitja fastar. Þá liggur bókunarkerfi bresku heilbrigðisþjónustunnar (NHS) niðri. BBC greinir frá því að netöryggisyfirvöld í Ástralíu segi ekki um árás að ræða heldur virðist vandamálið tengjast hugbúnaði frá Microsoft. Flugfélög í Bandaríkjunum, þeirra á meðal United, Delta og American Airlines, hafa kyrrsett allar sínar vélar um allan heim. Flugvélar sem eru þegar í loftinu halda áfram á áfangastað en engar vélar fara í loftið í bili. We're investigating an issue impacting users ability to access various Microsoft 365 apps and services. More info posted in the admin center under MO821132 and on https://t.co/W5Y8dAkjMk— Microsoft 365 Status (@MSFT365Status) July 18, 2024 Samkvæmt frétt BBC hurfu allar upplýsingar af komu- og brottfaratöflum í flugstöðinni í Sydney. Flugfélagið Jetstar sagði í tilkynningu til farþega að vegna atviks sem tengdist Microsoft væri ekki hægt að innrita farþega né leyfa þeim að ganga um borð. Á samfélagsmiðlum hafa fregnir borist af löngum biðröðum í verslunum, vegna vandamála við að koma greiðslum í gegn. Þá virðast vandamál vera uppi hjá National Australia Bank, fjarskiptafyrirtækinu Telstra, Google og fleirum, ef marka má vefsíðuna Downdetector.
Ástralía Tækni Microsoft Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira