Óeirðir brutust út í Leeds þegar flytja átti börn í fóstur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2024 10:35 Óeirðirnar stóðu yfir inn í nóttina og ummerkin blöstu við í morgunsárið. AP/Katie Dickinson Óeirðir brutust út í Harehills í Leeds á Englandi í gær eftir að yfirvöld komu og sóttu börn sem flytja átti í fóstur. Lögreglubifreið var meðal annars velt á hliðina og kveikt í strætisvagni. Íbúum í nágrenninu var sagt að halda sig heima. Samkvæmt lögreglu barst tilkynning um yfirstandandi atvik um klukkan 17 í gær, þar sem starfsmenn á vegum yfirvalda og börn komu við sögu. Fólk dreif að og var starfsfólkinu og börnunum komið í skjól. Ef marka má frásagnir á samfélagsmiðlum var verið að sækja nokkur börn og flytja af heimili þeirra eftir að enn annað barn var flutt á sjúkrahús með höfuðáverka. Um er að ræða Rómafólk og hafa yfirvöld verið sökuð um rasisma í tengslum við afgreiðslu málsins. Fleiri lögreglumenn voru sendir á vettvang en vitni lýsa því hvernig ráðist var á bifreiðar sem voru aðeins að reyna að komast framhjá mannfjöldanum. Ökumaður strætisvagnsins var meðal þeirra sem áttu leið hjá en hann sá sér ekki annað fært en að yfirgefa vagninn eftir að kastað var í hann. BREAKING: ROMANIAN COMMUNITY VS THE POLICE MAJOR RIOTS IN HAREHILLS, LEEDSSocial services removed 5 children from parents after a 7 month old baby was taken to hospital with a head injury.They attacked the Police and are setting things on fire.#Harehills, #Leeds #UK #Riots pic.twitter.com/pYp12oMdWL— Sulaiman Ahmed (@ShaykhSulaiman) July 18, 2024 Kveikt var í strætisvagninum þegar hiti færðist í leikinn og náðu logarnir yfir húsþökin í nágrenninu. Þykkan svartan reyk lagði frá svæðinu og sást hann í margra kílómetra fjarlægð. Eldur logaði í rútunni í nokkrar klukkustundir en íbúar reyndu að slökkva hann með vatni úr húsum sínum. Samkvæmt Guardian hefur myndskeiðum verið deilt þar sem fólk kastar hlutum í lögreglubifreiðina áður en henni var velt á hliðina. Þá loguðu eldar úti á götu og varð þeim haldið við með lauslegum hlutum í nágrenninu. Innanríkisráðherrann Yvette Cooper hefur fordæmt uppákomuna en sitt sýnist hverjum á samfélagsmiðlum. Hefur lögreglan meðal annars verið fordæmd fyrir að halda sig fjarri eftir að óeirðirnar brutust út og þá hafa yfirvöld og lögregla, eins og fyrr segir, verið sökuð um rasisma. Fjölmenning Bretland England Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Íbúum í nágrenninu var sagt að halda sig heima. Samkvæmt lögreglu barst tilkynning um yfirstandandi atvik um klukkan 17 í gær, þar sem starfsmenn á vegum yfirvalda og börn komu við sögu. Fólk dreif að og var starfsfólkinu og börnunum komið í skjól. Ef marka má frásagnir á samfélagsmiðlum var verið að sækja nokkur börn og flytja af heimili þeirra eftir að enn annað barn var flutt á sjúkrahús með höfuðáverka. Um er að ræða Rómafólk og hafa yfirvöld verið sökuð um rasisma í tengslum við afgreiðslu málsins. Fleiri lögreglumenn voru sendir á vettvang en vitni lýsa því hvernig ráðist var á bifreiðar sem voru aðeins að reyna að komast framhjá mannfjöldanum. Ökumaður strætisvagnsins var meðal þeirra sem áttu leið hjá en hann sá sér ekki annað fært en að yfirgefa vagninn eftir að kastað var í hann. BREAKING: ROMANIAN COMMUNITY VS THE POLICE MAJOR RIOTS IN HAREHILLS, LEEDSSocial services removed 5 children from parents after a 7 month old baby was taken to hospital with a head injury.They attacked the Police and are setting things on fire.#Harehills, #Leeds #UK #Riots pic.twitter.com/pYp12oMdWL— Sulaiman Ahmed (@ShaykhSulaiman) July 18, 2024 Kveikt var í strætisvagninum þegar hiti færðist í leikinn og náðu logarnir yfir húsþökin í nágrenninu. Þykkan svartan reyk lagði frá svæðinu og sást hann í margra kílómetra fjarlægð. Eldur logaði í rútunni í nokkrar klukkustundir en íbúar reyndu að slökkva hann með vatni úr húsum sínum. Samkvæmt Guardian hefur myndskeiðum verið deilt þar sem fólk kastar hlutum í lögreglubifreiðina áður en henni var velt á hliðina. Þá loguðu eldar úti á götu og varð þeim haldið við með lauslegum hlutum í nágrenninu. Innanríkisráðherrann Yvette Cooper hefur fordæmt uppákomuna en sitt sýnist hverjum á samfélagsmiðlum. Hefur lögreglan meðal annars verið fordæmd fyrir að halda sig fjarri eftir að óeirðirnar brutust út og þá hafa yfirvöld og lögregla, eins og fyrr segir, verið sökuð um rasisma.
Fjölmenning Bretland England Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira