466 milljarðir í vasa norskra eldisrisa Gunnlaugur Stefánsson skrifar 22. júlí 2024 08:01 Norska Fiskeribladet upplýsti í frétt 5. júlí s.l. að Eldisjöfarm í Sortland í Noregi hafi borgað 905.9 milljónir norskra króna fyrir 2770 tonna opið sjókvíaeldisleyfi á opinberu uppboði í Noregi. Það er um 4.4 milljónir íslenskra króna fyrir hver framleitt tonn. Nú hefur íslenska ríkið úthlutað norsku eldisfyrirtækjunum leyfum til að framleiða 106 þúsund tonn á ári í fjörðum landsins. Samkvæmt norsku markaðsverði þá jafngildir það 466 milljörðum króna. Þessi verðmyndun í Noregi á sér stað þrátt fyrir gildistöku nýs 20 prósenta grunnrentuskatts á öll sjókvíaeldisfyrirtæki í Noregi. Engri slíkri gjaldtöku er til að dreifa á Íslandi, aðeins táknræn greiðsla á afar lágu framleiðslugjaldi sem verður að agnarbroti í samanburði við opinberar gjaldtökur í Noregi. Það er vægt til orða tekið að kalla þetta dekur við auðmjúka gjafmildi í þágu norskra eldisrisa. Þrátt fyrir afar brösótt gengi í opna eldinu síðustu ár, þar sem hvert áfallið af öðru hefur gengið yfir, slysasleppingar, sjúkdómar, lús, sjávarkuldi og vaxandi erfðablöndum við villtan lax, þá eru í raun aðeins ein föst verðmæti í íslenska eldisbransanum. Framleiðsluleyfin, kvótinn sem íslenskir stjórnmálamenn hafa gefið norsku eldisiðjunni til að braska með og skilað mörgum milljörðum króna í vasa útvalinna manna. Svo lagði matvælaráðherra fram frumvarp á Alþingi í umboði ríkisstjórnarinnar sem boðaði að þessi opna eldisiðja með norskan lax eigi að vaxa og dafna í landinu, halda eigi áfram að úthluta leyfum á silfurfati og helst til eilífðar og allar hindranir afnumdar sem gætu truflað innbyrðis viðskipti svo braska megi áfram með íslenska eldiskvótann. Á sama tíma segja ýmsir norskir eldisfurstar í sínum ranni, að opið sjókvíaeldi heyri sögunni til í Noregi fyrir 2030. Hrikaleg staða í mörgum norskum laxveiðiám, þar sem veiðar hafa m.a. verið bannaðar, hefur enn frekar þrýst á það. Hvergi í veröldinni hefur tekist að reka opið sjókvíaeldi án skelfilegra afleiðinga fyrir lífríkið. Fullreynt er, að engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir það eins og reynslan hér á landi staðfestir. Er ekki mál að linni? Hvað þarf spillingin í kringum þessa opnu eldisiðju að rista djúpt og eyðleggja mikið áður en íslenskir stjórnmálamenn vakna og segja: Nú er nóg komið. Matvælaráðherra var gerður afturreka með eldisfrumvarpið sitt á Alþingi nú í vor og þrátt fyrir að tveir forsætisráðherrar hefðu lýst yfir að væri forgangsmál. Þá vaknaði á Alþingi von, mörgum óbreyttum þingmönnum var misboðið. Hingað og ekki lengra. Nú þarf að einhenda sér í að marka ábyrga viðbragðsáætlun til að standa vörð um búsetu og heilbrigt atvinnulíf í eldisbyggðunum þegar opna eldinu verður hætt sem hlýtur að verða innan tíðar. Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur, fyrrverandi alþingismaður og formaður Náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Fiskeldi Sjókvíaeldi Noregur Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Norska Fiskeribladet upplýsti í frétt 5. júlí s.l. að Eldisjöfarm í Sortland í Noregi hafi borgað 905.9 milljónir norskra króna fyrir 2770 tonna opið sjókvíaeldisleyfi á opinberu uppboði í Noregi. Það er um 4.4 milljónir íslenskra króna fyrir hver framleitt tonn. Nú hefur íslenska ríkið úthlutað norsku eldisfyrirtækjunum leyfum til að framleiða 106 þúsund tonn á ári í fjörðum landsins. Samkvæmt norsku markaðsverði þá jafngildir það 466 milljörðum króna. Þessi verðmyndun í Noregi á sér stað þrátt fyrir gildistöku nýs 20 prósenta grunnrentuskatts á öll sjókvíaeldisfyrirtæki í Noregi. Engri slíkri gjaldtöku er til að dreifa á Íslandi, aðeins táknræn greiðsla á afar lágu framleiðslugjaldi sem verður að agnarbroti í samanburði við opinberar gjaldtökur í Noregi. Það er vægt til orða tekið að kalla þetta dekur við auðmjúka gjafmildi í þágu norskra eldisrisa. Þrátt fyrir afar brösótt gengi í opna eldinu síðustu ár, þar sem hvert áfallið af öðru hefur gengið yfir, slysasleppingar, sjúkdómar, lús, sjávarkuldi og vaxandi erfðablöndum við villtan lax, þá eru í raun aðeins ein föst verðmæti í íslenska eldisbransanum. Framleiðsluleyfin, kvótinn sem íslenskir stjórnmálamenn hafa gefið norsku eldisiðjunni til að braska með og skilað mörgum milljörðum króna í vasa útvalinna manna. Svo lagði matvælaráðherra fram frumvarp á Alþingi í umboði ríkisstjórnarinnar sem boðaði að þessi opna eldisiðja með norskan lax eigi að vaxa og dafna í landinu, halda eigi áfram að úthluta leyfum á silfurfati og helst til eilífðar og allar hindranir afnumdar sem gætu truflað innbyrðis viðskipti svo braska megi áfram með íslenska eldiskvótann. Á sama tíma segja ýmsir norskir eldisfurstar í sínum ranni, að opið sjókvíaeldi heyri sögunni til í Noregi fyrir 2030. Hrikaleg staða í mörgum norskum laxveiðiám, þar sem veiðar hafa m.a. verið bannaðar, hefur enn frekar þrýst á það. Hvergi í veröldinni hefur tekist að reka opið sjókvíaeldi án skelfilegra afleiðinga fyrir lífríkið. Fullreynt er, að engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir það eins og reynslan hér á landi staðfestir. Er ekki mál að linni? Hvað þarf spillingin í kringum þessa opnu eldisiðju að rista djúpt og eyðleggja mikið áður en íslenskir stjórnmálamenn vakna og segja: Nú er nóg komið. Matvælaráðherra var gerður afturreka með eldisfrumvarpið sitt á Alþingi nú í vor og þrátt fyrir að tveir forsætisráðherrar hefðu lýst yfir að væri forgangsmál. Þá vaknaði á Alþingi von, mörgum óbreyttum þingmönnum var misboðið. Hingað og ekki lengra. Nú þarf að einhenda sér í að marka ábyrga viðbragðsáætlun til að standa vörð um búsetu og heilbrigt atvinnulíf í eldisbyggðunum þegar opna eldinu verður hætt sem hlýtur að verða innan tíðar. Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur, fyrrverandi alþingismaður og formaður Náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun