Landtaka Ísraela í Palestínu ólögmæt Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2024 15:30 Frá dómarabekk Alþjóðadómstólsins í Haag. Nawaf Salam, forseti dómsins, er fyrir miðju. Nurphoto/Getty Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur gefið út ráðgefandi álit þess efnis að landtaka Ísraela í Palestínu sé ólögmæt. Dómstóllinn kallar eftir því að Ísraelsmenn yfirgefi Palestínu en harla ólíklegt er að þeir verði við því ákalli, enda er álitið óbindandi og óframfylgjanlegt. Í áliti dómstólsins, sem er æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, var sjónum beint að landtökubyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, innlimun Palestínu í Ísrael og lagasetningu sem mismunar Palestínumönnum. Álitið mun lítil áhrif hafa Álit dómstólsins, sem mun koma til með að hafa meiri áhrif á sýn heimsins á Ísrael en framferði Ísraela, var samið af fimmtán dómurum hvaðanæva að úr heiminum. Forseti dómstólsins, Nawaf Salam frá Líbanon, las álitið upp í höfuðstöðvum dómstólsins í dag. Í álitinu segir meðal annars að flutningar landtökumanna Ísraela á Vesturbakkann og til Jerúsalem og stöðug viðvera þeirra þar sé brot á Genfarsáttmálanum. Þá segir að notkun Ísraela á náttúruauðlindum væri ekki í samræmi við skyldur landsins sem ráðandi afl á stríðshrjáðu svæði. Ísrael sendi ekki lögfræðinga Í frétt AP um málið segir að Ísraelar, sem hafi löngum gefið lítið fyrir alþjóðadómstóla og sagt ósanngjarna og hlutdræga, hafi ekki sent fulltrúa þegar málið var tekið fyrir af dómstólnum. Þeir hafi þó skilað greinargerð, þar sem komi meðal annars fram að þeir telji spurningar, sem dómurinn var beðinn um að gefa álit á, hafi verið leiðandi og tækju ekki tillit til öryggis Ísraels. Þá hafi ísraelskir embættismenn sagt að inngrip dómstólsins gæti grafið undan friðarviðræðum undir botni Miðjarðarhafs, sem hafi verið í ládeyðu síðastliðinn áratug. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Í áliti dómstólsins, sem er æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, var sjónum beint að landtökubyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, innlimun Palestínu í Ísrael og lagasetningu sem mismunar Palestínumönnum. Álitið mun lítil áhrif hafa Álit dómstólsins, sem mun koma til með að hafa meiri áhrif á sýn heimsins á Ísrael en framferði Ísraela, var samið af fimmtán dómurum hvaðanæva að úr heiminum. Forseti dómstólsins, Nawaf Salam frá Líbanon, las álitið upp í höfuðstöðvum dómstólsins í dag. Í álitinu segir meðal annars að flutningar landtökumanna Ísraela á Vesturbakkann og til Jerúsalem og stöðug viðvera þeirra þar sé brot á Genfarsáttmálanum. Þá segir að notkun Ísraela á náttúruauðlindum væri ekki í samræmi við skyldur landsins sem ráðandi afl á stríðshrjáðu svæði. Ísrael sendi ekki lögfræðinga Í frétt AP um málið segir að Ísraelar, sem hafi löngum gefið lítið fyrir alþjóðadómstóla og sagt ósanngjarna og hlutdræga, hafi ekki sent fulltrúa þegar málið var tekið fyrir af dómstólnum. Þeir hafi þó skilað greinargerð, þar sem komi meðal annars fram að þeir telji spurningar, sem dómurinn var beðinn um að gefa álit á, hafi verið leiðandi og tækju ekki tillit til öryggis Ísraels. Þá hafi ísraelskir embættismenn sagt að inngrip dómstólsins gæti grafið undan friðarviðræðum undir botni Miðjarðarhafs, sem hafi verið í ládeyðu síðastliðinn áratug.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira