Málflutningur Viðskiptaráðs óásættanlegur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2024 12:00 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra er ekki sérlega sáttur við málflutning Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir málflutning Viðskiptaráðs, um starfsfólk menntakerfisins óásættanlegan og hjákátlegan. Ráðið segir Kennarasamband Íslands hafa leitt málaflokkinn í öngstræti og hvetur stjórnvöld til að taka fyrir frekari afskipti sambandsins. Um helgina var greint frá sjónarmiðum Viðskiptaráðs Íslands um fyrirhugaðar breytingar á lögum um grunnskóla. Ráðið vill fá samræmd próf tekin upp að nýju og láta þau gilda inn í framhaldsskóla. Menntamálaráðherra segir innleiðingu nýs samræmds matsækis þegar hafna. „Sem heitir matsferill, og er miklu faglegra og er hugsað sem miklu betra verkfæri til að nýta dag frá degi í skólakerfinu. Vegna þess að gömlu samræmdu prófin voru ekki að nýtast nægilega vel með gagnvirkum hætti og voru þess vegna að einhverju leyti orðin úrelt,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Næg tækifæri til aðkomu Viðskiptaráðs Matsferlinum sé ætlað að vera verkfærakista til samræmdrar mælingar þannig að breiðari mynd fáist á stöðu nemenda, í stað þess að beita aðeins punktmælingum með samræmdu prófi. „Svo er markmiðið að tengja þetta saman, þannig að þú fáir líka mynd bæði af einstaka skólum og sveitarfélögum.“ Þessi breyting, og fleiri sem væntanlegar eru, hafi verið unnar í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Vegna þess að það er þannig að allir eiga að hafa aðgengi að því að móta íslenskt menntakerfi. Þar hefur Viðskiptaráð sannarlega haft tækifæri til þess að mæta á opna fundi, ráðstefnur og fleira.“ Í besta falli hjákátlegt Þá kom fram í umsögn ráðsins að aðkoma Kennarasambands Íslands að stefnumótun í menntamálum hefði leitt málaflokkinn í öngstræti, og lagt til að stjórnvöld taki fyrir frekari afskipti sambandsins af slíkum málum. Ásmundur segir breytingarnar hafa verið unnar þétt með fólki sem vinni með börnum dag frá degi, sem séu lykilaðilar í að breyta menntakerfinu til betri vegar. „Og þess vegna er það í raun óásættanlegt að Viðskiptaráð skuli tala um kennara og annað starfsfólk menntakerfisins eins og þeir hafa leyft sér, og ásaka fólk sem hefur tileinkað vinnu sinni í þágu barna að hafa eyðilagt menntakerfið, þá er það í besta falli hjákátlegt.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Um helgina var greint frá sjónarmiðum Viðskiptaráðs Íslands um fyrirhugaðar breytingar á lögum um grunnskóla. Ráðið vill fá samræmd próf tekin upp að nýju og láta þau gilda inn í framhaldsskóla. Menntamálaráðherra segir innleiðingu nýs samræmds matsækis þegar hafna. „Sem heitir matsferill, og er miklu faglegra og er hugsað sem miklu betra verkfæri til að nýta dag frá degi í skólakerfinu. Vegna þess að gömlu samræmdu prófin voru ekki að nýtast nægilega vel með gagnvirkum hætti og voru þess vegna að einhverju leyti orðin úrelt,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Næg tækifæri til aðkomu Viðskiptaráðs Matsferlinum sé ætlað að vera verkfærakista til samræmdrar mælingar þannig að breiðari mynd fáist á stöðu nemenda, í stað þess að beita aðeins punktmælingum með samræmdu prófi. „Svo er markmiðið að tengja þetta saman, þannig að þú fáir líka mynd bæði af einstaka skólum og sveitarfélögum.“ Þessi breyting, og fleiri sem væntanlegar eru, hafi verið unnar í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Vegna þess að það er þannig að allir eiga að hafa aðgengi að því að móta íslenskt menntakerfi. Þar hefur Viðskiptaráð sannarlega haft tækifæri til þess að mæta á opna fundi, ráðstefnur og fleira.“ Í besta falli hjákátlegt Þá kom fram í umsögn ráðsins að aðkoma Kennarasambands Íslands að stefnumótun í menntamálum hefði leitt málaflokkinn í öngstræti, og lagt til að stjórnvöld taki fyrir frekari afskipti sambandsins af slíkum málum. Ásmundur segir breytingarnar hafa verið unnar þétt með fólki sem vinni með börnum dag frá degi, sem séu lykilaðilar í að breyta menntakerfinu til betri vegar. „Og þess vegna er það í raun óásættanlegt að Viðskiptaráð skuli tala um kennara og annað starfsfólk menntakerfisins eins og þeir hafa leyft sér, og ásaka fólk sem hefur tileinkað vinnu sinni í þágu barna að hafa eyðilagt menntakerfið, þá er það í besta falli hjákátlegt.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira