„Við erum ekki að fara að vinna“ Eiður Þór Árnason skrifar 23. júlí 2024 08:01 Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir það geta verið vissan lottóvinning að greiða niður lán með háum vöxtum. Vísir/Sigurjón Fjármálaráðgjafi mælir eindregið gegn því að fólk kaupi lottómiða í von um að verða ríkari. „Ef markmiðið er fjárhagslegur ávinningur þá er happdrætti og lottó og fjárhættuspil og allt slíkt með því vitlausasta sem þú gerir,“ segir Björn Berg Gunnarsson. Það sé annað mál ef fólk taki þátt til að hafa gaman eða styrkja gott málefni. „Það er allt í lagi ef fólk er þá meðvitað um það hvað það er að gera,“ bætir Björn við og bendir á að líkurnar á því að vinna stóran vinning séu agnarsmáar. „Maður ætti að alhæfa það við sjálfan sig og segja: „Ég er ekki að fara að vinna í lottó.““ Algengt sé að lottóspilarar hafi miklu meiri þörf fyrir að nota peningana í eitthvað annað. Þá hafi erlendar rannsóknir sýnt að það sé nokkuð um það að fólk í viðkvæmri fjárhagslegri stöðu spili í lottó. „Sem er alls ekki gott og auðvitað sérstaklega í dag þegar vaxtastigið er eins og það er,“ bætir Björn við og hvetur fólk frekar til þess að nýta lottópeninginn í að greiða niður lán, einkum þau sem bera háa vexti. „Þá getur maður bara frekar litið á það sem lottóvinning í sjálfu sér að losna við þessa vexti.“ Lottó og fjárhættuspil njóta nokkurra vinsælda hér á landi en þau eru gjarnan notuð sem fjáröflunartæki fyrir félagasamtök og almannaheillafélög.Vísir/Vilhelm Þurfi ekki að heppni til að vinna 16,2 milljónir Vilji fólk bæta fjárhagslega stöðu sína er auk niðurgreiðslu skulda hægt að ávaxta lottópeninginn í hlutabréfasjóði. Einstaklingur sem kaupir miða í Lottó og Vikinglotto fjórum sinnum í mánuði greiðir fyrir það 12.200 krónur. Á sama tíma hefur bandaríska S&P500 hlutabréfavísitalan hækkað um 7,4 prósent að meðaltali á ári umfram verðbólgu síðustu 50 ár. Björn tók saman dæmi sem sýnir að ef einstaklingur myndi nota þessar sömu 12.200 krónur á mánuði til að fjárfesta í hlutabréfasjóði og fengi 7,4 prósent ávöxtun væri þessi fjárhæð orðin að 2,2 milljónum króna á tíu árum, 6,7 milljónum á 20 árum og 16,2 milljónum á 30 árum. Svona getur dæmið litið út ef fólk fjárfestir í vinsælum vísitölusjóði sem samanstendur af hlutabréfum stórra fyrirtækja í Bandaríkjunum.Björn Berg Flestir detti á rassinn Þegar fólk heyrir af eða les um lottóvinninga líkt og þann sem fór út síðasta laugardag eiga sumir til að rjúka út og kaupa miða í von um að vinna þann næsta. Þrátt fyrir að einhver sigri breytir það því ekki að líkurnar á því að fá þann stóra eru agnarsmáar. „Það eru eflaust einhver dæmi þess að einhver hafi runnið á bananahýði og grætt mjög mikið á því en ég held að flestir bara detti á rassinn,“ segir Björn. Líkurnar einn á móti 61.357.560 Líkurnar á því að fá allar fimm aðaltölur réttar í hinu íslenska Lottó urðu 1 á móti 850.668 eftir að kúlunum var fjölgað úr 40 í 42 árið 2022. Líkurnar á því að fá sex réttar aðaltölur auk Víkingatölu í Vikinglotto eru einn á móti 61.357.560 og líkurnar á því að fá fimm réttar aðaltölur og tvær stjörnutölur í EuroJackpot eru einn á móti 139.838.160. Þetta má lesa úr reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár sem reka áðurnefnda getraunaleiki. Margir hugsa sér gott til glóðarinnar þegar fregnir berast af því að lottóspilarar hafi verið með allar tölur réttar.Getty Björn segir að rekstraraðilar fjárhættuspila séu að höfða til vissra mannlegra hvata og kveikja vonarneista til þess að hafa af fólki peninga. „Þetta er gylliboð sem þú ert ekki að fara að græða á. Ef það væri ekki ágóði af þessu þá væri þessu ekki haldið úti. Ef fólk væri að vinna þá væri þetta ekkert rekið.“ Að borga niður yfirdráttinn lottóvinningur í sjálfu sér „Þegar við erum að koma peningum fyrir þá erum við alltaf að hugsa um tvennt: Þá ávöxtun sem við fáum, vænta ávöxtun, og við erum að hugsa um áhættuna sem fylgir því að sækja þessa væntu ávöxtun. Í dag til dæmis þegar yfirdráttarvextir eru 17 prósent og dreifing á kreditkorti kostar 17 prósent, þá er verið að bjóða okkur 17 prósent ávöxtun með engri áhættu ef við setjum þessa peninga inn á lánin,“ segir Björn og heldur áfram. „Yfir langan tíma, sérstaklega á landi eins og Íslandi þar sem vextir eru háir þá er reglulegur sparnaður, regluleg umframgreiðsla inn á lán að fara að skila okkur verulegum fjárhæðum sem ég hugsa að margir myndu bara kalla lottóvinning. En munurinn á því og að spila í alvöru lottó er áhættan. Það er mjög lítil áhætta í fyrra dæminu, en í lottóinu þá ertu nokkuð viss um að græða ekki neitt. Þú tapar pening.“ Björn ítrekar í lokin að hann telji í góðu lagi að taka þátt í lottó til að styðja gott málefni eða vegna skemmtanagildis. „Það er ýmislegt sem maður gerir sem kostar peninga og eyðir í af því það er skemmtilegt. Þá er það bara besta mál, en við erum ekki að fara að vinna.“ View this post on Instagram A post shared by Björn Berg Gunnarsson (@bjornbergg) Fjárhættuspil Tengdar fréttir Lottóröðin verður dýrari og vinningslíkur minnka Lottóröðin mun hækka um tuttugu krónur og þá verður kúlum fjölgað um tvær nái tillaga Íslenskrar getspár um breytingar á Lottóinu fram að ganga. 11. maí 2022 23:35 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Það sé annað mál ef fólk taki þátt til að hafa gaman eða styrkja gott málefni. „Það er allt í lagi ef fólk er þá meðvitað um það hvað það er að gera,“ bætir Björn við og bendir á að líkurnar á því að vinna stóran vinning séu agnarsmáar. „Maður ætti að alhæfa það við sjálfan sig og segja: „Ég er ekki að fara að vinna í lottó.““ Algengt sé að lottóspilarar hafi miklu meiri þörf fyrir að nota peningana í eitthvað annað. Þá hafi erlendar rannsóknir sýnt að það sé nokkuð um það að fólk í viðkvæmri fjárhagslegri stöðu spili í lottó. „Sem er alls ekki gott og auðvitað sérstaklega í dag þegar vaxtastigið er eins og það er,“ bætir Björn við og hvetur fólk frekar til þess að nýta lottópeninginn í að greiða niður lán, einkum þau sem bera háa vexti. „Þá getur maður bara frekar litið á það sem lottóvinning í sjálfu sér að losna við þessa vexti.“ Lottó og fjárhættuspil njóta nokkurra vinsælda hér á landi en þau eru gjarnan notuð sem fjáröflunartæki fyrir félagasamtök og almannaheillafélög.Vísir/Vilhelm Þurfi ekki að heppni til að vinna 16,2 milljónir Vilji fólk bæta fjárhagslega stöðu sína er auk niðurgreiðslu skulda hægt að ávaxta lottópeninginn í hlutabréfasjóði. Einstaklingur sem kaupir miða í Lottó og Vikinglotto fjórum sinnum í mánuði greiðir fyrir það 12.200 krónur. Á sama tíma hefur bandaríska S&P500 hlutabréfavísitalan hækkað um 7,4 prósent að meðaltali á ári umfram verðbólgu síðustu 50 ár. Björn tók saman dæmi sem sýnir að ef einstaklingur myndi nota þessar sömu 12.200 krónur á mánuði til að fjárfesta í hlutabréfasjóði og fengi 7,4 prósent ávöxtun væri þessi fjárhæð orðin að 2,2 milljónum króna á tíu árum, 6,7 milljónum á 20 árum og 16,2 milljónum á 30 árum. Svona getur dæmið litið út ef fólk fjárfestir í vinsælum vísitölusjóði sem samanstendur af hlutabréfum stórra fyrirtækja í Bandaríkjunum.Björn Berg Flestir detti á rassinn Þegar fólk heyrir af eða les um lottóvinninga líkt og þann sem fór út síðasta laugardag eiga sumir til að rjúka út og kaupa miða í von um að vinna þann næsta. Þrátt fyrir að einhver sigri breytir það því ekki að líkurnar á því að fá þann stóra eru agnarsmáar. „Það eru eflaust einhver dæmi þess að einhver hafi runnið á bananahýði og grætt mjög mikið á því en ég held að flestir bara detti á rassinn,“ segir Björn. Líkurnar einn á móti 61.357.560 Líkurnar á því að fá allar fimm aðaltölur réttar í hinu íslenska Lottó urðu 1 á móti 850.668 eftir að kúlunum var fjölgað úr 40 í 42 árið 2022. Líkurnar á því að fá sex réttar aðaltölur auk Víkingatölu í Vikinglotto eru einn á móti 61.357.560 og líkurnar á því að fá fimm réttar aðaltölur og tvær stjörnutölur í EuroJackpot eru einn á móti 139.838.160. Þetta má lesa úr reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár sem reka áðurnefnda getraunaleiki. Margir hugsa sér gott til glóðarinnar þegar fregnir berast af því að lottóspilarar hafi verið með allar tölur réttar.Getty Björn segir að rekstraraðilar fjárhættuspila séu að höfða til vissra mannlegra hvata og kveikja vonarneista til þess að hafa af fólki peninga. „Þetta er gylliboð sem þú ert ekki að fara að græða á. Ef það væri ekki ágóði af þessu þá væri þessu ekki haldið úti. Ef fólk væri að vinna þá væri þetta ekkert rekið.“ Að borga niður yfirdráttinn lottóvinningur í sjálfu sér „Þegar við erum að koma peningum fyrir þá erum við alltaf að hugsa um tvennt: Þá ávöxtun sem við fáum, vænta ávöxtun, og við erum að hugsa um áhættuna sem fylgir því að sækja þessa væntu ávöxtun. Í dag til dæmis þegar yfirdráttarvextir eru 17 prósent og dreifing á kreditkorti kostar 17 prósent, þá er verið að bjóða okkur 17 prósent ávöxtun með engri áhættu ef við setjum þessa peninga inn á lánin,“ segir Björn og heldur áfram. „Yfir langan tíma, sérstaklega á landi eins og Íslandi þar sem vextir eru háir þá er reglulegur sparnaður, regluleg umframgreiðsla inn á lán að fara að skila okkur verulegum fjárhæðum sem ég hugsa að margir myndu bara kalla lottóvinning. En munurinn á því og að spila í alvöru lottó er áhættan. Það er mjög lítil áhætta í fyrra dæminu, en í lottóinu þá ertu nokkuð viss um að græða ekki neitt. Þú tapar pening.“ Björn ítrekar í lokin að hann telji í góðu lagi að taka þátt í lottó til að styðja gott málefni eða vegna skemmtanagildis. „Það er ýmislegt sem maður gerir sem kostar peninga og eyðir í af því það er skemmtilegt. Þá er það bara besta mál, en við erum ekki að fara að vinna.“ View this post on Instagram A post shared by Björn Berg Gunnarsson (@bjornbergg)
Fjárhættuspil Tengdar fréttir Lottóröðin verður dýrari og vinningslíkur minnka Lottóröðin mun hækka um tuttugu krónur og þá verður kúlum fjölgað um tvær nái tillaga Íslenskrar getspár um breytingar á Lottóinu fram að ganga. 11. maí 2022 23:35 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Lottóröðin verður dýrari og vinningslíkur minnka Lottóröðin mun hækka um tuttugu krónur og þá verður kúlum fjölgað um tvær nái tillaga Íslenskrar getspár um breytingar á Lottóinu fram að ganga. 11. maí 2022 23:35