„Hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 13:30 Omoul Sarr spilar í Bónus deildinni á næstu leiktíð. @tindastollkarfa Nýliðar Tindastóls fá til sín mjög reynda og öfluga landsliðskonu fyrir næsta vetur og Stólarnir ætla augljóslega að setja mikið púður í kvennaliðið sitt. Tindastóll spilar í Bónus deild kvenna í körfubolta á komandi vetri og það er óhætt að segja að Stólarnir hafi verið duglegir að styrkja liðið sitt fyrir fyrsta tímabil kvennaliðsins í efstu deild í 24 ár. Nú síðast samdi Tindastóll við senegölsku landsliðskonuna Omoul Sarr en þetta er mikill reynslubolti úr evrópska körfuboltanum. Þetta er fjórði erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við nýliðana. Lengi í spænsku deildinni Sarr er fertug og 190 sentímetrar á hæð. Hún hefur meðal annars unnið þrenn silfuverðlaun með senegalska landsliðinu í Afríkukeppninni, 2018, 2019 og nú síðast 2023. Hún hefur alls spilað fjórtán leiki með Senegal í úrslitakeppni HM og var með 9,5 stig að meðaltali á HM 2019. Sarr lék lengst af með liði Euskotren á Spáni. Hún á tvö tímabil í efstu deild á Spáni með yfir fjórtán stig að meðaltali í leik og sex tímabil með yfir tíu stig í leik. Hún var síðast hjá Freseras í Mexíkó þar sem hún var með 5,9 stig, 3,3 fráköst, 2,6 stoðsendingar og 1,1 varið skot að meðaltali á 26,1 mínútum í leik. Með gríðarlega reynslu „Sarr hefur gríðarlega reynslu af því að spila í efstu deildum í Evrópu og um allan heim. Hún er góð fyrirmynd sem íþróttamaður og hugsar vel um líkamann sem gerir henni kleift að vera enn að spila keppnisbolta. Hún er leiðtogi innan vallar sem utan. Ég er mjög ánægður að hafa fengið hana í Tindastól. Hún er sterkur leikmaður sem stígur upp í stórleikjum og þegar liðið þarf mest á henni að halda,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastólsliðsins, í frétt á miðlum Stólanna. Sarr sjálf er líka spennt fyrir að spila á allt öðruvísi stað en hún er vön. Takast á við nýjar áskoranir „Ég hlakka mikið til að koma á Sauðárkrók, kynnast liðsfélögum mínum, klúbbnum og bænum. Ég haf talað við Martin þjálfara og mér líst mjög vel á markmið hans og allra sem koma að körfuboltanum. Ég hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt svo ég hlakka mikið til að takast á við nýjar áskoranir og læra eitthvað nýtt,“ sagði Omoul Sarr. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hafði áður samið við spænska leikstjórnandann Paula Cánovas, spænska bakvörðinn Lauru Chahrour og hina bandarísku Shaniya Jones um að spila með liðinu næsta vetur. Þær eru allar bakverðir en nú fengu Stólarnir einnig öflugan leikmann undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa) Subway-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Tindastóll spilar í Bónus deild kvenna í körfubolta á komandi vetri og það er óhætt að segja að Stólarnir hafi verið duglegir að styrkja liðið sitt fyrir fyrsta tímabil kvennaliðsins í efstu deild í 24 ár. Nú síðast samdi Tindastóll við senegölsku landsliðskonuna Omoul Sarr en þetta er mikill reynslubolti úr evrópska körfuboltanum. Þetta er fjórði erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við nýliðana. Lengi í spænsku deildinni Sarr er fertug og 190 sentímetrar á hæð. Hún hefur meðal annars unnið þrenn silfuverðlaun með senegalska landsliðinu í Afríkukeppninni, 2018, 2019 og nú síðast 2023. Hún hefur alls spilað fjórtán leiki með Senegal í úrslitakeppni HM og var með 9,5 stig að meðaltali á HM 2019. Sarr lék lengst af með liði Euskotren á Spáni. Hún á tvö tímabil í efstu deild á Spáni með yfir fjórtán stig að meðaltali í leik og sex tímabil með yfir tíu stig í leik. Hún var síðast hjá Freseras í Mexíkó þar sem hún var með 5,9 stig, 3,3 fráköst, 2,6 stoðsendingar og 1,1 varið skot að meðaltali á 26,1 mínútum í leik. Með gríðarlega reynslu „Sarr hefur gríðarlega reynslu af því að spila í efstu deildum í Evrópu og um allan heim. Hún er góð fyrirmynd sem íþróttamaður og hugsar vel um líkamann sem gerir henni kleift að vera enn að spila keppnisbolta. Hún er leiðtogi innan vallar sem utan. Ég er mjög ánægður að hafa fengið hana í Tindastól. Hún er sterkur leikmaður sem stígur upp í stórleikjum og þegar liðið þarf mest á henni að halda,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastólsliðsins, í frétt á miðlum Stólanna. Sarr sjálf er líka spennt fyrir að spila á allt öðruvísi stað en hún er vön. Takast á við nýjar áskoranir „Ég hlakka mikið til að koma á Sauðárkrók, kynnast liðsfélögum mínum, klúbbnum og bænum. Ég haf talað við Martin þjálfara og mér líst mjög vel á markmið hans og allra sem koma að körfuboltanum. Ég hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt svo ég hlakka mikið til að takast á við nýjar áskoranir og læra eitthvað nýtt,“ sagði Omoul Sarr. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hafði áður samið við spænska leikstjórnandann Paula Cánovas, spænska bakvörðinn Lauru Chahrour og hina bandarísku Shaniya Jones um að spila með liðinu næsta vetur. Þær eru allar bakverðir en nú fengu Stólarnir einnig öflugan leikmann undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa)
Subway-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu