Myndband sýnir aðdraganda árásarinnar á Krít Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 15:19 Á myndbandinu má sjá hvernig ógnandi tilburðir árásarmannanna urðu að stórfelldri líkamsárás. Skjáskot Myndband úr öryggismyndavél sýnir aðdraganda og upphaf stórfelldrar líkamsárásar á íslenska fjölskyldu á Krít fyrr í mánuðinum. Fjölskyldufaðirinn sem er grísk-kanadískur og heitir Emmanuel Kakoulakis er illa haldinn eftir árásina. Árásin átti sér stað á bar í borginni Heraklíon á Krít að morgni miðvikudagsins 17. júlí. Fjölskyldan var í kjölfarið flutt á Venizelio-sjúkrahúsið og hlúað að sárum þeirra. Yana Sana, íslensk eiginkona Emmanuels, og sonur hennar voru í viðtali við DV skömmu eftir árásina. Þar kom fram að Emmanuel hefði nefbrotnað og kjálkabrotnað í árasinni. Þá þurfti einnig að gera aðgerð á honum til að koma súrefni ofan í lungun í gegnum hálsinn. Vísir hefur einnig fjallað um málið. Fjölskyldufaðirinn og einn sonurinn eru sagðir hafa verið eftir til að borga reikninginn og maður úr stærri hópi hafi verið með ógnandi tilburði í garð fjölskylduföðurins. Það vatt upp á sig og hópur grískra manna réðust á Emmanuel og son hans grimmilega, síðan móðurina og einnig fjórtán ára stúlku sem reyndi að grípa inn í. Í æsingnum sem braust út tókst árásarmönnunum að komast undan áður en að lögregla kom á vettvang. Stjórnvöld bæði á Grikklandi, Kanada og Íslandi hafa lýst áhyggjum sínum af málinu og ferðamálaráðherra Grikklands hefur heimsótt Emmanuel á sjúkrahúsið. Ofbeldismál af þessum toga hafa fært sig í aukana samkvæmt grískum miðlum og óttast er að þau kunni að hafa fælandi áhrif á ferðamenn. Enginn hefur enn verið handtekinn í málinu en lögregla hefur borið kennsl á minnst tvo úr hópi árásarmannanna. Þeir eru sagðir góðkunningjar lögreglunnar í Heraklíon. Íslendingar erlendis Grikkland Erlend sakamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Árásin átti sér stað á bar í borginni Heraklíon á Krít að morgni miðvikudagsins 17. júlí. Fjölskyldan var í kjölfarið flutt á Venizelio-sjúkrahúsið og hlúað að sárum þeirra. Yana Sana, íslensk eiginkona Emmanuels, og sonur hennar voru í viðtali við DV skömmu eftir árásina. Þar kom fram að Emmanuel hefði nefbrotnað og kjálkabrotnað í árasinni. Þá þurfti einnig að gera aðgerð á honum til að koma súrefni ofan í lungun í gegnum hálsinn. Vísir hefur einnig fjallað um málið. Fjölskyldufaðirinn og einn sonurinn eru sagðir hafa verið eftir til að borga reikninginn og maður úr stærri hópi hafi verið með ógnandi tilburði í garð fjölskylduföðurins. Það vatt upp á sig og hópur grískra manna réðust á Emmanuel og son hans grimmilega, síðan móðurina og einnig fjórtán ára stúlku sem reyndi að grípa inn í. Í æsingnum sem braust út tókst árásarmönnunum að komast undan áður en að lögregla kom á vettvang. Stjórnvöld bæði á Grikklandi, Kanada og Íslandi hafa lýst áhyggjum sínum af málinu og ferðamálaráðherra Grikklands hefur heimsótt Emmanuel á sjúkrahúsið. Ofbeldismál af þessum toga hafa fært sig í aukana samkvæmt grískum miðlum og óttast er að þau kunni að hafa fælandi áhrif á ferðamenn. Enginn hefur enn verið handtekinn í málinu en lögregla hefur borið kennsl á minnst tvo úr hópi árásarmannanna. Þeir eru sagðir góðkunningjar lögreglunnar í Heraklíon.
Íslendingar erlendis Grikkland Erlend sakamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira