Höfðu algerlega rétt fyrir sér Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. júlí 2024 10:48 „Ég spái því að Ísland gangi ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, á fundi í Norræna húsinu sem fram fór 24. september 2009, tæpum tveimur mánuðum eftir að samþykkt var naumlega á Alþingi að sækja um inngöngu í sambandið. Helzt væri það ef efnahagsástandið yrði enn verra en það varð í kjölfar bankahrunsins. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ Mjög umdeilt var enda á meðal Evrópusambandssinna hvort rétt væri að sækja um inngöngu í Evrópusambandið sumarið 2009 með klofna ríkisstjórn gagnvart málinu þar sem Samfylkingin studdi inngöngu en Vinstrihreyfingin – grænt framboð var henni andvíg. Var meðal annars varað við því í röðum þeirra að ólíklegt væri að umsókn við slíkar aðstæður skilaði tilætluðum árangri og væri miklu fremur til þess fallin að valda málstað þeirra sem vildu inngöngu í sambandið skaða. Þeir reyndust hafa algerlega rétt fyrir sér. Hins vegar urðu þeir ofan á sem töldu að þrátt fyrir að aðstæður væru alls ekki eins og bezt væri á kosið yrði að láta reyna á málið. Margir í þeim röðum voru enn fremur orðnir afar óþreyjufullir sem hefur vafalítið haft veruleg áhrif í þeim efnum. Þrátt fyrir að stuðningur við það að gengið yrði í Evrópusambandið hafi aukizt fyrst í kjölfar bankahrunsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana liðu einungis fáeinir mánuðir unz fleiri voru orðnir andvígir en hlynntir inngöngu og þannig hélst það næstu þrettán árin. Drifkrafturinn alltaf verið krísur Markmiðið var ljóslega að hagnýta sér bankahrunið og þá örvæntingu og erfiðleika sem það hafði í för með sér fyrir marga landsmenn til þess að reyna að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Ófá dæmi eru enda um það að ríki hafi gengið þar inn í kjölfar áfalls. Við þær aðstæður skapast gjarnan ákveðin eftirspurn eftir einhverju sem virðist vera örugg höfn. Til dæmis gengu Finnar og Svíar í sambandið í kjölfar norrænu bankakrísunnar á tíunda áratugnum og Bretar vegna efnahagserfiðleika þar í landi á þeim áttunda. Helzti drifkraftur samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur enda alltaf verið krísur og hófst með síðari heimsstrjöldinni og fullyrðingum um að markmiðið væri að koma í veg fyrir stríð. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem hefur öðrum fremur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, sagði í endurminningum sínum að krísur yrðu drifkraftur hennar enda væru stjórnmálamenn líklegri til þess að taka ákvarðanir við slíkar aðstæður sem þeir hefðu að öðrum kosti ekki verið reiðubúnir að taka. Markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur annars frá upphafi verið að til yrði eitt ríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Forsendan samstíga ríkisstjórn Hliðstætt er fyrir hendi í dag og eftir bankahrunið þar sem talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa reynt í pólitískum tilgangi að nýta sér erfiðleika margra vegna hárra vaxta og verðbólgu. Sem raunar er á niðurleið sem flestir telja jákvætt en líklega ekki allir. Hins vegar hafa þessar aðstæður, auk stríðs í Evrópu, ljóslega ekki skilað sér eins og þeir hafa vonast eftir. Fyrir vikið hafa þeir kallað eftir því að núverandi ríkisstjórn, þar sem ekki aðeins einn heldur allir stjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu, taki skref í þá átt. Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um það. Annars verða jú engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta sýndi umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna ágætlega sem þurfti þó ekki til. Þá hefur sambandið sjálft áréttað mikilvægi þess en fulltrúar þess lýstu ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að sú stjórn væri ekki samstíga gagnvart málinu í tíð umsóknar hennar. Væri í reynd mikill stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið ætti það ekki sízt að sýna sig í stórauknum stuðningi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið og var enn fremur beinlínis stofnaður í kringum það. Þess í stað kemst flokkurinn varla yfir 10% fylgi á meðan Samfylkingin hefur margfaldað fylgi sitt meðal annars eftir að hafa lagt áherzlu á málið til hliðar þó stefnan sé raunar óbreytt. Flest bendir þannig til þess að raunverulegur áhugi á inngöngu í sambandið sé í bezta falli takmarkaður. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
„Ég spái því að Ísland gangi ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, á fundi í Norræna húsinu sem fram fór 24. september 2009, tæpum tveimur mánuðum eftir að samþykkt var naumlega á Alþingi að sækja um inngöngu í sambandið. Helzt væri það ef efnahagsástandið yrði enn verra en það varð í kjölfar bankahrunsins. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ Mjög umdeilt var enda á meðal Evrópusambandssinna hvort rétt væri að sækja um inngöngu í Evrópusambandið sumarið 2009 með klofna ríkisstjórn gagnvart málinu þar sem Samfylkingin studdi inngöngu en Vinstrihreyfingin – grænt framboð var henni andvíg. Var meðal annars varað við því í röðum þeirra að ólíklegt væri að umsókn við slíkar aðstæður skilaði tilætluðum árangri og væri miklu fremur til þess fallin að valda málstað þeirra sem vildu inngöngu í sambandið skaða. Þeir reyndust hafa algerlega rétt fyrir sér. Hins vegar urðu þeir ofan á sem töldu að þrátt fyrir að aðstæður væru alls ekki eins og bezt væri á kosið yrði að láta reyna á málið. Margir í þeim röðum voru enn fremur orðnir afar óþreyjufullir sem hefur vafalítið haft veruleg áhrif í þeim efnum. Þrátt fyrir að stuðningur við það að gengið yrði í Evrópusambandið hafi aukizt fyrst í kjölfar bankahrunsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana liðu einungis fáeinir mánuðir unz fleiri voru orðnir andvígir en hlynntir inngöngu og þannig hélst það næstu þrettán árin. Drifkrafturinn alltaf verið krísur Markmiðið var ljóslega að hagnýta sér bankahrunið og þá örvæntingu og erfiðleika sem það hafði í för með sér fyrir marga landsmenn til þess að reyna að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Ófá dæmi eru enda um það að ríki hafi gengið þar inn í kjölfar áfalls. Við þær aðstæður skapast gjarnan ákveðin eftirspurn eftir einhverju sem virðist vera örugg höfn. Til dæmis gengu Finnar og Svíar í sambandið í kjölfar norrænu bankakrísunnar á tíunda áratugnum og Bretar vegna efnahagserfiðleika þar í landi á þeim áttunda. Helzti drifkraftur samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur enda alltaf verið krísur og hófst með síðari heimsstrjöldinni og fullyrðingum um að markmiðið væri að koma í veg fyrir stríð. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem hefur öðrum fremur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, sagði í endurminningum sínum að krísur yrðu drifkraftur hennar enda væru stjórnmálamenn líklegri til þess að taka ákvarðanir við slíkar aðstæður sem þeir hefðu að öðrum kosti ekki verið reiðubúnir að taka. Markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur annars frá upphafi verið að til yrði eitt ríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Forsendan samstíga ríkisstjórn Hliðstætt er fyrir hendi í dag og eftir bankahrunið þar sem talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa reynt í pólitískum tilgangi að nýta sér erfiðleika margra vegna hárra vaxta og verðbólgu. Sem raunar er á niðurleið sem flestir telja jákvætt en líklega ekki allir. Hins vegar hafa þessar aðstæður, auk stríðs í Evrópu, ljóslega ekki skilað sér eins og þeir hafa vonast eftir. Fyrir vikið hafa þeir kallað eftir því að núverandi ríkisstjórn, þar sem ekki aðeins einn heldur allir stjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu, taki skref í þá átt. Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um það. Annars verða jú engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta sýndi umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna ágætlega sem þurfti þó ekki til. Þá hefur sambandið sjálft áréttað mikilvægi þess en fulltrúar þess lýstu ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að sú stjórn væri ekki samstíga gagnvart málinu í tíð umsóknar hennar. Væri í reynd mikill stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið ætti það ekki sízt að sýna sig í stórauknum stuðningi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið og var enn fremur beinlínis stofnaður í kringum það. Þess í stað kemst flokkurinn varla yfir 10% fylgi á meðan Samfylkingin hefur margfaldað fylgi sitt meðal annars eftir að hafa lagt áherzlu á málið til hliðar þó stefnan sé raunar óbreytt. Flest bendir þannig til þess að raunverulegur áhugi á inngöngu í sambandið sé í bezta falli takmarkaður. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun