Borgarfulltrúi hefur áhyggjur af því að Joe Biden, Bandaríkjaforseti hafi ekki þrek til að klára síðustu mánuðina í embætti, svo veiklulegur hafi hann verið í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna.
Flugferð Icelandair frá flugvellinum í Frankfurt am Main til Keflavíkur var aflýst í morgun vegna tafa sem urðu þegar loftslagsaðgerðasinnar mótmæltu á flugvellinum.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.