Heiður Ósk og Davíð opinberuðu samband sitt fyrr í sumar eftir að hafa verið að stinga saman nefjum í þó nokkurn tíma. Þau eru án efa eitt heitasta par landsins um þessar mundir!
Heiður Ósk og Davíð hafa deilt fjölda mynda úr fríinu með fylgjendum sínum í hringrásinni (e.story) á Instagram. Þar má meðal annars sjá frá ævintýralegri siglingu þar sem Heiður skellti sér á sjóbretti (e.paddle board), og Davíð stökk í sjóinn.
Parið virðist njóta sólarinnar og samveru hvors annars til hins ýtrasta!







