Carnivore: Kransæðastífla og skínandi fínir kviðvöðvar? Guðrún Nanna Egilsdóttir og Dögg Guðmundsdóttir skrifa 26. júlí 2024 09:01 Carnivore mataræði hefur verið áberandi undanfarið og vinsældir þess aukist vegna áhrifaríkrar samfélagsmiðla herferðar og áhrifavalda. Mataræðið samanstendur eingöngu af kjöti og dýraafurðum líkt og hráum mjólkurvörum en einnig töluvert miklu salti og smjöri. Engin matvæli úr plönturíki eru leyfð svo þú mátt ekki neyta ávaxta, grænmetis, korns, hneta eða belgjurta og ekki einu sinni kryddjurta. Mataræðið er því eins og sést, verulega takmarkandi. Stæðilegir karlmenn sjást gjarnan berir að ofan á samfélagsmiðlum að reyna sannfæra aðra um heilsueflingu mataræðisins með sýnilega kviðvöðva að vopni þar sem þeir hrópa sannfærandi gríðarlega flóknar staðhæfingar sem eiga oft ekki við nein rök að styðjast. Oftar en ekki með óáreiðanlegar, úreltar og/eða ‘cherry pick-aðar’ rannsóknir á dýrum sér til stuðnings. Mikilvægt er að hafa í huga að þó að carnivore mataræðið geti mögulega gefið þér orkuefnin í þeim hlutföllum að þú komist í það líkamlega útlitslega form sem þú vilt þá er svo margt að gerast innra með sem þú sérð ekki. Þeir lífsstílssjúkdómar sem að carnivore mataræðið eykur líkurnar á eru aldurstengdir og taka tíma að þróast og eru þetta aðallega ristilkrabbamein og hjarta- og æðasjúkdómar. Það er því ekki þannig að eftir 6 mánuði vaknirðu allt í einu með krabbamein og kransæðastíflu en alveg skínandi fína kviðvöðva. Einnig eru þessir þættir allir ósýnilegir sem að þú finnur ekki fyrir á meðan að þeir gerast. Þú finnur ekki fyrir æðunum þínum stíflast hægt og rólega né krabbameini að myndast í ristli. Mikið magn af rauðu kjöti, unnu kjöti, salti og mettaðri fitu eykur líkurnar töluvert á hjarta- og æðasjúkdómum. Mikil neysla á rauðu kjöti ein og sér eykur líkur á ristilkrabbameini og þegar að kemur að unnu kjöti aukast líkur á ristilkrabbameini og magakrabbameini. Það er því góð ástæða fyrir því að næringarráðleggingar mæla ekki með neyslu á rauðu kjöti yfir 500 g á viku en það finnast ekki tengsl við verri heilsufarsútkomur við neyslu upp að því magni. Svo eykst hættan á meltingarfærakrabbameinum og hjarta- og æðsjúkdómum þegar magnið er komið yfir 500 g á viku. Í carnivore mataræðinu eru svo einnig matvæli tekin út sem hafa verndandi áhrif gegn þessum sjúkdómum, eins og trefjaríkt korn, ávextir og grænmeti. Gallar mataræðisins einskorðast þó ekki aðeins við auknar líkur á ákveðnum krabbameinum og hjarta- og æðasjúkdómum heldur er einnig hætta á næringarefnaskorti. C vítamín finnst ekki í nægilegu magni í dýraafurðum og er því hætta á skyrbjúg. Að útiloka öll matvæli úr jurtaríki útilokar svo líka trefjar og önnur æskileg plöntunæringarefni sem eru mikilvæg heilsunni. Skortur á trefjum getur leitt til hægðatregðu og annarra meltingarvandamála auk þess sem við þurfum trefjar fyrir heilbrigða þarmaflóru sem spilar gríðarlega stóran þátt í heilsu okkar. Hinir háværu áhrifavaldar carnivore mataræðisins eru einnig gríðarlega öflugir talsmenn gegn næringarfræðingum, tala um næringarfræði sem ‘kaótíska’ og segja ráðleggingar næringarfræðinga og Embætti Landlæknis úreltar. Það er því mikilvægt að nefna að umrædd óreiða kemur ekki frá næringarfræðingum heldur frá hinum ómenntuðu ‘sérfræðingum’ sem skipta reglulega um skoðanir og fara úr einum öfgum í aðrar sem verður til þess að fólk heyrir stanslaust mismunandi hluti. Næringarfræðingar eru upp til hópa að reyna eftir fremsta megni að leiðrétta vitleysuna frá þeim sem valda ringulreiðinni og breytast ráðleggingar næringarfræðinga almennt lítið varðandi lýðheilsu. Hvað varðar ráðleggingar Embætti Landlæknis þá eru þær í reglulegri endurskoðun miðað við stöðu þekkingar og nýjar rannsóknir skoðaðar með tilliti til hvort einhverju mætti breyta. Breytingarnar eru sjaldnast stórtækar þar sem niðurstöður rannsókna eru hvorki jafn dramatískar né öfgafullar og næringarupplýsingar áhrifavalda. Næringarvísindin og ráðleggingar eru almennt ekki að breytast mikið og vitum við ansi margt af þó nokkuð mikilli vissu um hvaða mataræði er gott heilsunni. Hvernig við nærum okkur í dag getur haft mikið að segja um heilsu okkar seinna á lífsleiðinni. Fögur fyrirheit um betri heilsu, aukin afköst og lægri fituprósentu með mataræði sem gengur þvert gegn því sem vísindin gefa til kynna er að öllum líkindum ekki lausnin þó að það sé sett fram á mjög svo sannfærandi hátt. Þá er einnig hægt að öðlast alla þessa upptöldu kosti með næringarríku fjölbreyttu mataræði án öfga. Að lokum er gott að muna að næringarfræði er jú vísindi en ekki skoðun. Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Carnivore mataræði hefur verið áberandi undanfarið og vinsældir þess aukist vegna áhrifaríkrar samfélagsmiðla herferðar og áhrifavalda. Mataræðið samanstendur eingöngu af kjöti og dýraafurðum líkt og hráum mjólkurvörum en einnig töluvert miklu salti og smjöri. Engin matvæli úr plönturíki eru leyfð svo þú mátt ekki neyta ávaxta, grænmetis, korns, hneta eða belgjurta og ekki einu sinni kryddjurta. Mataræðið er því eins og sést, verulega takmarkandi. Stæðilegir karlmenn sjást gjarnan berir að ofan á samfélagsmiðlum að reyna sannfæra aðra um heilsueflingu mataræðisins með sýnilega kviðvöðva að vopni þar sem þeir hrópa sannfærandi gríðarlega flóknar staðhæfingar sem eiga oft ekki við nein rök að styðjast. Oftar en ekki með óáreiðanlegar, úreltar og/eða ‘cherry pick-aðar’ rannsóknir á dýrum sér til stuðnings. Mikilvægt er að hafa í huga að þó að carnivore mataræðið geti mögulega gefið þér orkuefnin í þeim hlutföllum að þú komist í það líkamlega útlitslega form sem þú vilt þá er svo margt að gerast innra með sem þú sérð ekki. Þeir lífsstílssjúkdómar sem að carnivore mataræðið eykur líkurnar á eru aldurstengdir og taka tíma að þróast og eru þetta aðallega ristilkrabbamein og hjarta- og æðasjúkdómar. Það er því ekki þannig að eftir 6 mánuði vaknirðu allt í einu með krabbamein og kransæðastíflu en alveg skínandi fína kviðvöðva. Einnig eru þessir þættir allir ósýnilegir sem að þú finnur ekki fyrir á meðan að þeir gerast. Þú finnur ekki fyrir æðunum þínum stíflast hægt og rólega né krabbameini að myndast í ristli. Mikið magn af rauðu kjöti, unnu kjöti, salti og mettaðri fitu eykur líkurnar töluvert á hjarta- og æðasjúkdómum. Mikil neysla á rauðu kjöti ein og sér eykur líkur á ristilkrabbameini og þegar að kemur að unnu kjöti aukast líkur á ristilkrabbameini og magakrabbameini. Það er því góð ástæða fyrir því að næringarráðleggingar mæla ekki með neyslu á rauðu kjöti yfir 500 g á viku en það finnast ekki tengsl við verri heilsufarsútkomur við neyslu upp að því magni. Svo eykst hættan á meltingarfærakrabbameinum og hjarta- og æðsjúkdómum þegar magnið er komið yfir 500 g á viku. Í carnivore mataræðinu eru svo einnig matvæli tekin út sem hafa verndandi áhrif gegn þessum sjúkdómum, eins og trefjaríkt korn, ávextir og grænmeti. Gallar mataræðisins einskorðast þó ekki aðeins við auknar líkur á ákveðnum krabbameinum og hjarta- og æðasjúkdómum heldur er einnig hætta á næringarefnaskorti. C vítamín finnst ekki í nægilegu magni í dýraafurðum og er því hætta á skyrbjúg. Að útiloka öll matvæli úr jurtaríki útilokar svo líka trefjar og önnur æskileg plöntunæringarefni sem eru mikilvæg heilsunni. Skortur á trefjum getur leitt til hægðatregðu og annarra meltingarvandamála auk þess sem við þurfum trefjar fyrir heilbrigða þarmaflóru sem spilar gríðarlega stóran þátt í heilsu okkar. Hinir háværu áhrifavaldar carnivore mataræðisins eru einnig gríðarlega öflugir talsmenn gegn næringarfræðingum, tala um næringarfræði sem ‘kaótíska’ og segja ráðleggingar næringarfræðinga og Embætti Landlæknis úreltar. Það er því mikilvægt að nefna að umrædd óreiða kemur ekki frá næringarfræðingum heldur frá hinum ómenntuðu ‘sérfræðingum’ sem skipta reglulega um skoðanir og fara úr einum öfgum í aðrar sem verður til þess að fólk heyrir stanslaust mismunandi hluti. Næringarfræðingar eru upp til hópa að reyna eftir fremsta megni að leiðrétta vitleysuna frá þeim sem valda ringulreiðinni og breytast ráðleggingar næringarfræðinga almennt lítið varðandi lýðheilsu. Hvað varðar ráðleggingar Embætti Landlæknis þá eru þær í reglulegri endurskoðun miðað við stöðu þekkingar og nýjar rannsóknir skoðaðar með tilliti til hvort einhverju mætti breyta. Breytingarnar eru sjaldnast stórtækar þar sem niðurstöður rannsókna eru hvorki jafn dramatískar né öfgafullar og næringarupplýsingar áhrifavalda. Næringarvísindin og ráðleggingar eru almennt ekki að breytast mikið og vitum við ansi margt af þó nokkuð mikilli vissu um hvaða mataræði er gott heilsunni. Hvernig við nærum okkur í dag getur haft mikið að segja um heilsu okkar seinna á lífsleiðinni. Fögur fyrirheit um betri heilsu, aukin afköst og lægri fituprósentu með mataræði sem gengur þvert gegn því sem vísindin gefa til kynna er að öllum líkindum ekki lausnin þó að það sé sett fram á mjög svo sannfærandi hátt. Þá er einnig hægt að öðlast alla þessa upptöldu kosti með næringarríku fjölbreyttu mataræði án öfga. Að lokum er gott að muna að næringarfræði er jú vísindi en ekki skoðun. Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun