Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2024 13:38 Frá vettvangi í Kópavogi umrætt kvöld. Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. Það var um klukkan hálf ellefu föstudagskvöldið 21. júní að tvenn vinahjón á sextugsaldri voru á göngu á göngustíg nærri Lundi Kópavogsmegin í Fossvogsdal. Karlmaður kom aðvífandi á rafhlaupahjóli og ók hjólinu utan í annan eiginmanninn. Sá missti jafnvægið við höggið og voru hjónin á göngunni ekki sátt við aksturslag mannsins á rafhlaupahjólinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu brást maðurinn illa við athugasemdum vinahjónanna sem töldu hann hafa ekið ógætilega á göngustígnum. Maðurinn sem er þrítugur Íslendingur gekk í átt að annarri konunni sem hafði skammað manninn fyrir hegðun sína. Annar eiginmaðurinn, læknir á sextugsaldri, steig þá í veg fyrir manninn sem hann taldi ætla að ógna konunni. Þá tók maðurinn upp hníf. Læknirinn særðist alvarlega en hann fékk stungu bæði í hálsinn og magann. Það var honum til happs að önnur eiginkonan er hjúkrunarfræðingur og gat því brugðist við aðstæðum eins vel og kostur var áður en sjúkrabíla og lögreglu bar að garði. Var hann fluttur á sjúkrahús þar sem læknar töldu mikla mildi að maðurinn hefði komist lífs af. Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi hnífamaðurinn að flýja á hlaupum eftir að hafa stungið lækninn. Hinn eiginmaðurinn horfði á eftir hnífamanninum en greip svo rafhlaupahjólið og notaði til að elta hann uppi. Fór svo að hann hafði hnífamanninn undir en uppskar sár á höndum eftir hnífinn. Hann hélt hnífamanninum þar til lögregla mætti á svæðið. Hnífamaðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 21. ágúst. Héraðsdómur samþykkti kröfu lögreglunnar þess efnis en maðurinn kærði niðurstöðuna til Landsréttar. Rétturinn samþykkti niðurstöðu héraðsdóms um áframhaldandi varðhald. Lögreglumál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira
Það var um klukkan hálf ellefu föstudagskvöldið 21. júní að tvenn vinahjón á sextugsaldri voru á göngu á göngustíg nærri Lundi Kópavogsmegin í Fossvogsdal. Karlmaður kom aðvífandi á rafhlaupahjóli og ók hjólinu utan í annan eiginmanninn. Sá missti jafnvægið við höggið og voru hjónin á göngunni ekki sátt við aksturslag mannsins á rafhlaupahjólinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu brást maðurinn illa við athugasemdum vinahjónanna sem töldu hann hafa ekið ógætilega á göngustígnum. Maðurinn sem er þrítugur Íslendingur gekk í átt að annarri konunni sem hafði skammað manninn fyrir hegðun sína. Annar eiginmaðurinn, læknir á sextugsaldri, steig þá í veg fyrir manninn sem hann taldi ætla að ógna konunni. Þá tók maðurinn upp hníf. Læknirinn særðist alvarlega en hann fékk stungu bæði í hálsinn og magann. Það var honum til happs að önnur eiginkonan er hjúkrunarfræðingur og gat því brugðist við aðstæðum eins vel og kostur var áður en sjúkrabíla og lögreglu bar að garði. Var hann fluttur á sjúkrahús þar sem læknar töldu mikla mildi að maðurinn hefði komist lífs af. Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi hnífamaðurinn að flýja á hlaupum eftir að hafa stungið lækninn. Hinn eiginmaðurinn horfði á eftir hnífamanninum en greip svo rafhlaupahjólið og notaði til að elta hann uppi. Fór svo að hann hafði hnífamanninn undir en uppskar sár á höndum eftir hnífinn. Hann hélt hnífamanninum þar til lögregla mætti á svæðið. Hnífamaðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 21. ágúst. Héraðsdómur samþykkti kröfu lögreglunnar þess efnis en maðurinn kærði niðurstöðuna til Landsréttar. Rétturinn samþykkti niðurstöðu héraðsdóms um áframhaldandi varðhald.
Lögreglumál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira
Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05
Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56
Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33