Bjarni Jónsson, formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis mætir fyrstur til leiks og svarar viðtali við forstjóra Vegagerðarinnar fyrir viku og gagnrýnir vinnubrögð stofnunarinnar.
Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, ræða gagnrýni Viðskiptaráðs á menntakerfið, afnám samræmdra prófa og þá leynd sem hvílir yfir árangri í einstaka skólum, t.d. á Pisa prófum.
Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, ræðir stöðuna í Bandaríkjunum og þá sérstaklega hugsanleg áhrif MAGA hreyfingarinnar á bandarísk utanríkismál.
Loks er það Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuveru, sem ætlar að ræða átök fyrirtækisins við stjórnvöld vegna fyrirhugaðrar þjónustu á sviði heilsugæslu á Akureyri.