Rannsaka þátt rútubílstjóra sem fylgdist með hraðanum í síma Jón Þór Stefánsson skrifar 29. júlí 2024 11:57 Rútan valt og fjöldi er slasaður að sögn lögreglu. aðsend Ökumaður rútu sem valt við Fagranes í Öxnadal þann fjórtánda júní síðastliðinn er sakborningur í rannsókn lögreglu á slysinu. Á meðal þess sem lögreglan er með til skoðunar er hvort reka megi slysið til gáleysis af hálfu bílstjórans sem mun hafa notast við hraðamæli á GPS-búnað í síma til að fylgjast með hraða rútunnar. Maðurinn, sem er af erlendum uppruna, var úrskurðaður í farbann í kjölfar slyssins en það rann út síðastliðinn föstudag. Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi ekki séð ástæðu til að framlengja farbannið. Rannsóknin er langt komin en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. Tuttugu og tveir ferðamenn frá Tékklandi voru í rútunni en þar af voru fimm fluttir á sjúkrahús og voru við fyrsta mat lögreglu taldir mjög alvarlega slasaðir. Tveimur þeirra var haldið sofandi í nokkra daga á eftir. Þá þóttu tíu einstaklingar þónokkuð slasaðir og sjö minna eða lítið slasaðir. Þegar lögregla kom á vettvang var einn farþegi enn fastur í rútunni. Verkfæri flugu um farþegarýmið Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra varðandi farbann rútubílstjórans er haft eftir lögreglumanni sem varð vitni að slysinu að rútan hafi farið að vagga á veginum fram og til baka og til hliðar í aðdraganda slyssins. Þá hafi rykský byrjað að myndast í kringum hliðar rútunnar áður en hún valt. Talið er að rútan hafi oltið eina og hálfa veltu. Um er að ræða sérsmíðaðan vörubíl með húsi fyrir farþega. Þá er ökumannsrými lokað af frá farþegarýminu. Í úrskurðinum segir að litlar upplýsingar liggi fyrir um öryggisbúnað í rútunni, líkt og öryggisbelti. Samkvæmt frásögn vitna kastaðist nokkur fjöldi farþega út úr rútunni í slysinu. Þá virðist sem verkfæri og varahlutir sem voru í hólfi í gólfi farþegarýmisins hafi losnað og flogið um farþegarýmið við veltuna. Notaði síma til að fylgjast með hraðanum Þá mun hraðamælir rútunnar hafa verið óvirkur og bílstjórinn því notast við GPS-búnað í farsíma til að fylgjast með hraðanum. Lögreglan tók blóðsýni úr ökumanninum sem benda ekki til þess að hann hafi verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Á meðal þess sem lögreglan rannsakar í málinu er þungi rútunnar. Það er bæði heildarþungi sem og skipting þyngdarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist bíllinn hafa verið talsvert yfir leyfilegri þyngd á afturás. Rútuslys í Öxnadal Samgönguslys Hörgársveit Tengdar fréttir Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. 15. júní 2024 23:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Maðurinn, sem er af erlendum uppruna, var úrskurðaður í farbann í kjölfar slyssins en það rann út síðastliðinn föstudag. Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi ekki séð ástæðu til að framlengja farbannið. Rannsóknin er langt komin en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. Tuttugu og tveir ferðamenn frá Tékklandi voru í rútunni en þar af voru fimm fluttir á sjúkrahús og voru við fyrsta mat lögreglu taldir mjög alvarlega slasaðir. Tveimur þeirra var haldið sofandi í nokkra daga á eftir. Þá þóttu tíu einstaklingar þónokkuð slasaðir og sjö minna eða lítið slasaðir. Þegar lögregla kom á vettvang var einn farþegi enn fastur í rútunni. Verkfæri flugu um farþegarýmið Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra varðandi farbann rútubílstjórans er haft eftir lögreglumanni sem varð vitni að slysinu að rútan hafi farið að vagga á veginum fram og til baka og til hliðar í aðdraganda slyssins. Þá hafi rykský byrjað að myndast í kringum hliðar rútunnar áður en hún valt. Talið er að rútan hafi oltið eina og hálfa veltu. Um er að ræða sérsmíðaðan vörubíl með húsi fyrir farþega. Þá er ökumannsrými lokað af frá farþegarýminu. Í úrskurðinum segir að litlar upplýsingar liggi fyrir um öryggisbúnað í rútunni, líkt og öryggisbelti. Samkvæmt frásögn vitna kastaðist nokkur fjöldi farþega út úr rútunni í slysinu. Þá virðist sem verkfæri og varahlutir sem voru í hólfi í gólfi farþegarýmisins hafi losnað og flogið um farþegarýmið við veltuna. Notaði síma til að fylgjast með hraðanum Þá mun hraðamælir rútunnar hafa verið óvirkur og bílstjórinn því notast við GPS-búnað í farsíma til að fylgjast með hraðanum. Lögreglan tók blóðsýni úr ökumanninum sem benda ekki til þess að hann hafi verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Á meðal þess sem lögreglan rannsakar í málinu er þungi rútunnar. Það er bæði heildarþungi sem og skipting þyngdarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist bíllinn hafa verið talsvert yfir leyfilegri þyngd á afturás.
Rútuslys í Öxnadal Samgönguslys Hörgársveit Tengdar fréttir Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. 15. júní 2024 23:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. 15. júní 2024 23:15