Skoðun

Af­leiðingar hinna löngu dökku skugga and­legs of­beldis

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Það er að sumu leyti eins og að horfa á gamla kvikmynd í fjarlægð að skrifa um þetta núna eftir 77 ár á jörðinni.

Það hefur verið löng ferð, og er, að ná að skrifa um þessa reynslu og lærdóm á þennan hátt á þessu máli, í þeim greinum um slíkt sem ég hef skrifað. Það er gert í von um að efnið hitti í mark í einhverjum sem hafi upplifað eitthvað hliðstætt, en ekki náð að finna eigin orð yfir það.

Nú get ég gert það. Sem er af því að það eru bækur fræðinga sem hafa staðfest það sem ég vissi fyrir langa löngu síðan. Sem var að erfið tilfinningaleg reynsla hyrfi ekki si svona út í bláinn. Heldur færi inn í líkamann. En enginn vildi ljá því eyra að það væri veruleikinn fyrir hálfri öld síðan. Það eru auðvitað leyfar af slíku í taugakerfum ýmissa á landinu og heiminum. Svo er ég búin að fá tvær bækur í viðbót um úrvinnslu slíks sem verður athyglisvert að lesa og læra meira frá.

Ég sé, og er ánægð að sjá að unga kynslóðin á Íslandi hefur nú leyfi til tjáskipta um slíkt. Atriði sem var ekki leyft né opnun fyrir að tala um opinberlega, fyrir fjörtíu árum síðan. Það væru þó margir af eldri kynslóðum með sína skammta af langtíma kynslóða áfallastreitu í kerfunum. Og sumir kannski með trú á að gömlu þöggunarvopnin séu enn góð og gild.

Gerða, sem enginn á þeim tímum skildi að myndi hafa slæmar afleiðingar í viðkomandi einstaklingi, sem það var sagt við, eða gert.

Orð eins og andlegt ofbeldi. Er að mínu mati of einlitt orð. Sem er af því að svo margt sem gerist, og mannverur segja, er mismeðferð. Slæm orð sem eru ekki alltaf tjáð með öskrum eða hávaða, heldur í níði í einrúmi í mörg ár. Sem þýðir að enginn annar en gerandi og þolandi viti hvað sé að gerast. Það tryggði þögn um það. Minni þolenda getur farið í langa geymslu, ef sú mannvera er ung.

Mismeðferð er mjög skemmandi fyrir barn, ungling eða eldri þegar foreldri slekkur á öllu virði þess með orðum og haturstóni: Eins og til dæmis, að það sé ekki nógu fallegt, og svo framvegis.

Eða að stúlkan eigi að þakka fyrir ef einhver vilji líta við henni. Þó að hún viti að sá maður kæri sig ekki um neitt um hana ætli bara að nota hana, og hún vilji það ekki. Og að: Ef hún finni ekki mann og skaffi þegna fyrir 25 ára aldur, verði hún séð sem piparkerling, sem enginn myndi líta við. Þesskonar og ótal fleiri orð af sama tagi. Kannski sögð endalaust í áratugi án vitna, fara í taugakerfin og koma í veg fyrir þá nauðsynlegu upplifun á sjálf-virði sem þarf að vera lagt inn með kærleika og góðri leiðbeiningu í gegn um ár barns og unglings.

Dæmi um langtíma frestaðar frosnar tilfinningar

Við að upplifa sorg og söknuð sem hefði átt að gerast fyrir löngu síðan. En gat ekki gerst. Það var vegna sjokka af því sem þessar konur dembdu á mig sem unga konu fyrir næstum sextíu árum.

Lamandi sjokka í kerfunum sem hafði læst þær tilfinningar í djúpi taugakerfa.

Þær gátu svo ekki byrjað að fá losun úr þeim stað, fyrr en rétt orð voru sögð af syni mínum. Það sama, myndi gilda fyrir milljónir einstaklinga í heiminum hvort sem þau reynist meðvituð um það eða ekki.

Þegar manneskjur haga sér þannig við börn og ungmenni án baklands, skaðar þau oft mun meira að innan, en hægt er að sjá. Það má segja að þá eru marblettirnir inni í líkamanum.

Það myndi enginn hafa viljað heyra þá reynslu, ef ég hefði reynt að tjá mig um það þá.

Níð og niðurlæging í orðum. Upplifun á langtíma niðurlægingu á sjálfi er tegund af því sem orðið ofbeldi er notað yfir. En er of sterkt fyrir þau ótal tilfelli sem gerast ekki þannig með hávaða, en eru jafn skaðleg. Slíkt rænir grunn atriðum einstaklinga þess að hafa styrk til að standa upp fyrir og með sjálfum sér.

Framseld sár konunnar sem fæddi mig í heiminn, færðust í og á mig, frá hennar eigin sáru vonbrigðum í eigin lífi. Hún hafði auðvitað enga glóru þá um að hún væri að senda afleiðingar sára sinna yfir á og í mig. Slík hugsun var ekki í heilabúum þjóðarinnar þá.

Sára sem lágu enn í djúpum taugakerfa hennar á tímum. Þegar viðhorfin einkenndust af allskonar vanþekkingu á slíku, og það séð sem í lagi að segja hvað sem var við aðra. Hún kom til foreldra sem þá voru kynslóð stuttu eftir að allir bjuggu í torfhýsum, með þeim lífsstíl og skilyrðum. Síðan kom opnun um möguleika sem næsta kynslóð sá fram á að geta notið í stað slíks lífs.

Á hennar tímum hefði hún, „eins og ég“ fengið þessa skömm: Ef hún hefði leyft sér að kvarta. Þá hefði hún eins og hefði verið með mig, ávítuð fyrir að „vera að velta sér, mér upp úr“ og klaga sem voru þau viðhorf þá.

Af einhverjum ástæðum varð þöggunin það sem gerðist í mér. Ég er núna ansi viss um að það hafi verið frá að líkami minn var í öðrum löndum í alla vega fjögur ár og án blóðforeldra fyrstu tvö árin eða svo. Skortur á heilaörvun var normið hjá mörgum þá og sumir sérfræðingar töldu að það ætti bara að sinna fáum grunnþörfum ungbarna eins og að gefa þeim að borða, láta sofa, baða og svo að reikna með að þau myndu bara liggja þegjandi í rúminu.

Svo að þöggun, og að þegja varð sjálfvirkt ómeðvituð leið, frá skorti á getu til að kvarta. Útkoman varð sú að ég tórði hin hörðu vopn þöggunar-krafna-tímans.

Þá verður mér hugsað til nokkurra gamalla kvenna sem voru í kring um okkur fyrir meira en hálfri öld síðan.

Þetta voru ljúfar konur, en greinilega bældar mannverur, sem aldrei fengu að upplifa það sem hér er í dag kallað að „Blossom„ blómstra. Og voru auðvitað greinilega með kröfu þöggunar í sellunum. Þá staðreynd að mega ekki né geta eða haft orð til að tjá sig vel og rétt um líðan sína.

Þær höfðu ekki giftst, né fætt af sér það sem var lengi kallað þeim slæmu orðum: Óskilgetin börn. Né náð að gera eitthvað nýtt og áhugavert með líf sitt.

Þessar konur höfðu ekki fengið starf né köllun sem hafði ekki náðst að lifa. Þær enduðu sem eldhús og barnapíur á þeim heimilum sem þær voru á.

Ég man ekki eftir neinum tjáskiptum um líf þeirra. Né að það væri séð sem það skipti neinu máli að þær enduðu í þeim kringumstæðum.

Kiljan sá torfhýsatímabilið ekki í rómantísku ljósi, og ég gat aldrei séð slíkt þannig heldur.

VERULEIKINN OG ORÐIÐ NIÐURFLÆÐI TRAUMA FRÁ FYRRI KYNSLÓÐUM VAR EKKI TIL Í MÁLINU- EN VAR AUÐVITAÐ AÐ GERAST

Hin þunga orku-arfleifð

Orðaforði þjóðarinnar í málinu veitti ekki opnun fyrir langtíma erfiða tilfinningalega reynslu. En frumbyggjar Ástralíu komu upp með slík orð sem fari niður kynslóðirnar frá einu taugakerfi til annars og þá auðvitað í hegðun sem enginn hafði áttað sig á að væri neikvætt. Það orð er„Intergenerational Trauma“. Thomas Hubl er eini vestræni maðurinn sem hefur líka komið upp með það sama orð.

Hugsa sér kalda viðmótið sem starfsfólk vöggustofu áttu að hafa til barnanna þar. Frostið sem starfsfólki var gert að hafa þegar þau sinntu börnunum.Viðmót sem myndi hafa skapað mikið magn mengaðra taugakerfa af afleiðingum ástleysis. Upplifun mín á heimsókn þangað fyrir næstum sextíu og átta árum er enn í mér vegna hins algera mannúðar skorts þeirra sem réðu.

Það er líka mikilvægt að hafa í huga með konurnar sem höfðu fæðst fyrir aldamótin 1900. Að þá gat viðmótið eitt í dómhörðum einstaklingum án orða, ábyggilega skapað hliðstæð áhrif í einstaklingum og slæm orð gera.

Viðmót sem á ensku er kallað „Body Language“ mál án orða, sem birtist frá líkama þeirra sem líkar ekki við þá mannveru. En segja það kannski ekki, þó að það streymi hratt frá orkuhjúpum þeirra.

Orðið tilfinninga gáfur „Emotional Intelligence“ var ekki heldur til í málinu. Þau komu að mér eftir að ég kom til Ástralíu, þegar bók hafði verið skrifuð um það.

Það var ekkert það viðhorf í prestum og þjóð þá. Að foreldrar gætu gert börnum sínum neitt rangt, eða að nein orð gætu haft langtíma erfiðar afleiðingar í þeim. Þá var engin hjálp í samfélaginu til að snúa slíku við.

Áfallastreitan sem nú hefur fengið mjög aukinn skilning á Íslandi. Frá þekkingu á að mengun taugakerfa leki niður kynslóðirnar. Hún er slungin og ofin inn í hin ýmsu kerfi líkamans, en mest þó taugakerfin.

Streitu af því tagi sem á það til að birtast á ótal vegu sem enginn skilningur var um fyrr á tímum.

Áhrif orðanna eða erfiðra tilfinninga frá foreldrum eða öðrum, koma ekki í heilabúið í nærri öllum tilfellum. Þá alls ekki í ungbörnum, unglingum, eða þeim sem hafa ekki styrk hið innra til að verja sig til að jafna reikninga slæmra orða.

Eins og til dæmis hve miklu það geti breytt, ef það sjálfstraust og styrkur sé fyrir hendi í mannverunni til að segja við gerendur að slíkur dómur með fordómum, sé bara þeirra eigið eitur og slæmska.

Staða sem í dag hefur orðið bakland en var ekki til þá

Ég veit ekki hvað eigi að vera innifalið í því orði, af því að það var ekki í málinu fyrir fjörtíu árum síðan. En verð að álíta: Að það þýði að barnið hafi fengið stuðning fyrir að vera það sem það var, og foreldri náði að sjá og virða bakka upp og styðja með ást.

Þegar ég fór á námskeið í Líföndun með meiru fyrir þrjátíu og einu ári síðan núna, sé ég að ég náði ekki að vinna með allt þá.

En skil í dag, af hverju það gat ekki gerst þá. Það var vegna eðlis tveggja sjokka sem voru ekki föl minninu. Undirvitundin hafði sett áhrif þess á sérstakan felustað, sem ég nota hugtakið rennihurð yfir.

Orka og áhrif þeirra orða, fóru ekki að ná að byrja að fljóta upp úr djúpum kerfa minna fyrr en eftir sjö að ég fékk þau orð árið 2017. Það voru orð sem virkuðu eins og lykilorð að þeim hluta í kerfum mínum, sem var meira en hálfri öld eftir að þau áföll gerðust. Og orka þeirra að smá trítla upp.

Orðið andlegt ofbeldi er rétt fyrir þau tvö atvik sem komu að mér. Atriði sem ég skildi öllum þessum árum síðar, að hafði stolið mikilvægum rétti mínum fyrir að vita hvað líf mitt ætti að verða um. En ég örugglega ekki verið sú eina sem fékk slíkt og upplifði. Það er afar sérkennilegt dæmi sem ég hef aldrei heyrt neinn tala um, né segja frá að hafi upplifað.

Tónn tilfinninga og skortur á réttum orðum vega þungt í slíkum atvikum

Hvernig undirvitundin og sálin upplifa það. Er þá það sem hefur sitt að segja með hvernig sú reynsla geymist í kerfunum.

Það leiðir mig aftur til þessara gömlu kvenna sem fæddust fyrir upphaf síðustu aldar. Konur sem greinilega báru hlöss allskonar sárra tilfinninga í orkuhjúpum sínum. Líðan sem engir í kring um þær virtust veita athygli, en þjáðust ábyggilega á sama hátt í því sem þá var stundum kallað „Sætt er sameiginlegt skipbrot“ til að eiga engin tjáskipti um.

Það var ekki í neitt skjól að venda fyrir þær þá, svo að þöggun varð útkoman.

Hreinsunarmöguleikar á mengun frá áfallastreitu

Hvort að hugtakið fyrir-gefning hafi komið í huga þeirra þá, veit ég ekki. En það orð eins og það var túlkað átti að þýða, að það væri eins og sagt var við börn:

Að „allt bágtið væri búið“ þegar það var ekki búið, en komið í safn hinnar kröfðu þöggunar.

Ég heyrði orðið „Fyrir-gefningu“ alltaf séða, sem að það ætti að sópa öllu erfiðu sem að manni kæmi, undir teppin. Og að það ætti ekki að vænta neinna framfara. En eftir að koma til Ástralíu lærði ég heilbrigðara viðhorf um það:

Að það sé um að taka mátt sinn til baka, vald sitt, ef það er fyrir hendi. En ekki að gera lítið úr slæmu reynslunni. Ég kom líka upp með mína útgáfu til að snúa því orði við í og er: „Hvað eigi að gefa fyrir það“ sem var gert eða sagt.

Mín gefning fyrir: Er að hafa unnið í mér fyrst. Svo var næsta stig til að fá samkennd og samúð með foreldrum sem höfðu verið rænd því lífi sem þau höfðu þráð. Og hafði skapað það sem varð. Sem var af því að sá hluti var í minninu. En hinn hlutinn lá enn grafinn djúpt í kerfunum.

Sú staðreynd, að Sigurður Svavarsson þá kennari í MH viðurkenndi að Íslenskan væri fátæk þegar kæmi að tilfinningalegum orðum, reyndust viss tímamót, léttir og mjög gagnleg játning fyrir mig. Enskan er þó nokkuð betri með þann orðaforða að minni upplifun hér. En ég veit að Latnesku málin eru hugsanlega á toppnum þegar kemur til þess hluta mannlegrar reynslu og tjáninga frá tilfinningum og hjartanu.

Það að tjá sig, létta byrðina: Er ekki um að „velta sér upp úr“ heldur að afhlaða slæmsku sem hafði orðið að fara inn í taugakerfin, og auðvitað ótal sellur líkamans. Sá málsháttur og orðið að „Klaga“ ætti að hverfa úr orðabókum.

Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu til langs tíma.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×