Forsætisráðherrannn, Gabriel Attal, birti myndband á TikTok þar sem hann heilsar söngkonunni og unnustanum þar sem þau fylgdust með keppendum í sundi. Kynnir Gaga Polansky sem unnusta sinn og er það í fyrsta sinn sem það fæst staðfest að þau hafi trúlofað sig. Polansky er titlaður sem frumkvöðull og hefur undanfarin ár fjárfest í tæknibransanum í Bandaríkjunum.
Hér að neðan ber að líta flutning söngkonunnar á setningarathöfn Ólympíuleikanna í París 2024.
Í umfjöllun People um málið kemur fram að þau hafi fyrst farið að stinga saman nefjum árið 2020. Þau hafi sést saman í Las Vegas og smellt kossi á hvort annað. Þau hafi síðan eytt miklum tíma saman í heimsfaraldrinum og þá hafi Polansky fylgt söngkonunni eftir þar sem hún kom fram á innsetningarathöfn Joe Biden Bandaríkjaforseta í janúar 2021.
Mikla athygli vakti þegar hundum Lady Gaga var rænt af óprúttnum aðilum í upphafi árs 2021. Þeim var svo skilað aftur af einum ræningjanna eftir að söngkonan hafði heitið fundarlaunum. Sagði hún við tilefnið að allt líf hennar snerist einfaldlega um hundana hennar og manninn sem hún elskar.
Watch on TikTok