Lögreglan í Southport staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrr í kvöld. Þá kom fram að til viðbótar séu tveir fullorðnir einstaklingar alvarlega særðir. Þeir eru taldir hafa hlotið áverka við að reyna að hlífa börnunum við stungum árásarmannsins.
Grunaður árásarmaður, sem er sagður sautján ára gamall, var handtekinn skömmu eftir árásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hver kveikjan að árásinni var. Rannsóknin sé á algjöru frumstigi en árásin sé sem stendur ekki rannsökuð sem hryðjuverk.
Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands vottar aðstandendum hinna látnu samúð sína og segir þjóðina alla í miklu áfalli vegna atburðanna.
Horrendous and deeply shocking news emerging from Southport. My thoughts are with all those affected.
— Keir Starmer (@Keir_Starmer) July 29, 2024
I would like to thank the police and emergency services for their swift response.
I am being kept updated as the situation develops.