Torfþakið varð að mýri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 30. júlí 2024 09:00 Mál Brákarborgar á Kleppsveg 150-152 er allt hið ótrúlegasta. Ljóst er að mis¬tök voru gerð í hönnun og/eða framkvæmd leikskólans en ekki liggur fyrir hver beri ábyrgð. Komið hefur í ljós að burðurinn sem heldur uppi þakinu er ekki í samræmi við núgildandi staðla sem leitt hefur m.a. til að hurðir hafa skekkst í dyrakörmum. Hér er um alvarleg mistök að ræða sem kostar gríðarlegt fjármagn og mun koma illa við borgarsjóð og borgarbúa. Fulltrúi Flokks fólksins mun vilja fá upplýsingar um hvernig þetta gat gerst í ljósi þeirra þekkingar sem liggja fyrir í byggingariðnaði. Talið er að kostnaður muni hlaupa á tugum milljóna. Flokkur fólksins mun einnig spyrja um hvað þetta verkefni kostar í heild sinni þegar upp er staðið? Hver ber á þessu ábyrgð? Er kannski sambærilegur vandi í uppsiglingu í fleiri byggingum sem skarta eiga torfþökum? Af hverju torfþök núna? Torfið hægir vissulega á rennsli vatns ofan í frárennsliskerfin sem geta sprungið. Hafa skal í huga að sú mikla þétting byggðar víða í borginni eykur álag á frárennsliskerfi sem er ekki hannað nema fyrir ákveðinn mannfjölda. Þakið orðið að mýri Fulltrúi Flokks fólksins lýsti yfir áhyggjum sínum á þeim tíma sem hönnunartillagan var kynnt, áhyggjur sem lutu að gerð torfþaks. Flokkur fólksins lagði þá fram viðvörunarbókun. Á húsið var lagt torfþak sem reyndist þyngra en reiknað var með og tilgreint var á teikningum. Reikna má með að sérfræðingar á skipulags-, hönnunar- og arkitektasviði viti að vatn er þungt. Benda má á að 10 mm úrkoma, sem er ósköp venjuleg í Reykjavík, eru 10 lítrar eða 10-kg á fermetra. Losna þarf fljótt við það vatn ef það er á þaki. Það gengur illa á flötu þaki því að vatnið má ekki renna niður í bygginguna. Vatnið þarf að færast frá miðju þaksins út í rennur sem tekur óratíma. Því má segja að með torfþakinu á Brákarborg hafi verið mynduð mýri. Torfþök fyrr á öldum voru brött. Þá skyldu menn að vatnið þyrfti að renna fljótt brott. Sú þekking kann að hafa glatast meðal hönnuða? Ótímabær opnun og verðlaun í ofanálag Það sem gerir málið sérlega vandræðalegt er að hönnun Brákarborgar fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem borgarstjóri veitti stoltur viðtöku. Leikskólinn Brákarborg var opnaður löngu áður en hann var tilbúinn til að hýsa starfsemina. Ástand húsnæðisins var með öllu ófullnægjandi. Vankantar voru m.a. á loftræstikerfi og ljósabúnaði. En það í sjálfu sér hefur ekki að gera með torfþakið og dómgreindarleysið að baki þeirri ákvörðun. Í svari skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn um af hverju lá svo mikið á að taka leikskólann í notkun áður en framkvæmdum var lokið segir að „neyðarstaða væri komin upp varðandi annan leikskóla sem þurfti að flytja úr sínu húsnæði vegna rakamála og þurfti á eldra húsnæði Brákarborgar að halda“. Nú þarf að flytja leikskólann Brákarborg í húsnæði í Ármúla, skrifstofuhúsnæði sem engan vegin er ásættanlegur staður fyrir börn. Húsnæðið sem um ræðir er í Ármúla 28-30 og hefur áður hýst grunnskólastarfsemi. Óþægindin koma illa við börnin á Brákarborg og foreldra þeirra. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Mál Brákarborgar á Kleppsveg 150-152 er allt hið ótrúlegasta. Ljóst er að mis¬tök voru gerð í hönnun og/eða framkvæmd leikskólans en ekki liggur fyrir hver beri ábyrgð. Komið hefur í ljós að burðurinn sem heldur uppi þakinu er ekki í samræmi við núgildandi staðla sem leitt hefur m.a. til að hurðir hafa skekkst í dyrakörmum. Hér er um alvarleg mistök að ræða sem kostar gríðarlegt fjármagn og mun koma illa við borgarsjóð og borgarbúa. Fulltrúi Flokks fólksins mun vilja fá upplýsingar um hvernig þetta gat gerst í ljósi þeirra þekkingar sem liggja fyrir í byggingariðnaði. Talið er að kostnaður muni hlaupa á tugum milljóna. Flokkur fólksins mun einnig spyrja um hvað þetta verkefni kostar í heild sinni þegar upp er staðið? Hver ber á þessu ábyrgð? Er kannski sambærilegur vandi í uppsiglingu í fleiri byggingum sem skarta eiga torfþökum? Af hverju torfþök núna? Torfið hægir vissulega á rennsli vatns ofan í frárennsliskerfin sem geta sprungið. Hafa skal í huga að sú mikla þétting byggðar víða í borginni eykur álag á frárennsliskerfi sem er ekki hannað nema fyrir ákveðinn mannfjölda. Þakið orðið að mýri Fulltrúi Flokks fólksins lýsti yfir áhyggjum sínum á þeim tíma sem hönnunartillagan var kynnt, áhyggjur sem lutu að gerð torfþaks. Flokkur fólksins lagði þá fram viðvörunarbókun. Á húsið var lagt torfþak sem reyndist þyngra en reiknað var með og tilgreint var á teikningum. Reikna má með að sérfræðingar á skipulags-, hönnunar- og arkitektasviði viti að vatn er þungt. Benda má á að 10 mm úrkoma, sem er ósköp venjuleg í Reykjavík, eru 10 lítrar eða 10-kg á fermetra. Losna þarf fljótt við það vatn ef það er á þaki. Það gengur illa á flötu þaki því að vatnið má ekki renna niður í bygginguna. Vatnið þarf að færast frá miðju þaksins út í rennur sem tekur óratíma. Því má segja að með torfþakinu á Brákarborg hafi verið mynduð mýri. Torfþök fyrr á öldum voru brött. Þá skyldu menn að vatnið þyrfti að renna fljótt brott. Sú þekking kann að hafa glatast meðal hönnuða? Ótímabær opnun og verðlaun í ofanálag Það sem gerir málið sérlega vandræðalegt er að hönnun Brákarborgar fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem borgarstjóri veitti stoltur viðtöku. Leikskólinn Brákarborg var opnaður löngu áður en hann var tilbúinn til að hýsa starfsemina. Ástand húsnæðisins var með öllu ófullnægjandi. Vankantar voru m.a. á loftræstikerfi og ljósabúnaði. En það í sjálfu sér hefur ekki að gera með torfþakið og dómgreindarleysið að baki þeirri ákvörðun. Í svari skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn um af hverju lá svo mikið á að taka leikskólann í notkun áður en framkvæmdum var lokið segir að „neyðarstaða væri komin upp varðandi annan leikskóla sem þurfti að flytja úr sínu húsnæði vegna rakamála og þurfti á eldra húsnæði Brákarborgar að halda“. Nú þarf að flytja leikskólann Brákarborg í húsnæði í Ármúla, skrifstofuhúsnæði sem engan vegin er ásættanlegur staður fyrir börn. Húsnæðið sem um ræðir er í Ármúla 28-30 og hefur áður hýst grunnskólastarfsemi. Óþægindin koma illa við börnin á Brákarborg og foreldra þeirra. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar