Segist ekki geta ábyrgst öryggi þeirra sem dvelja næturlangt í Grindavík Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 08:40 Uppfært hættumatskort. Veðurstofa Íslands Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sent tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann ítrekar meðal annars að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. „Lögreglustjóri mælir alls ekki með því að íbúar dvelji í bænum. Svæði með óásættanlegri áhættu er sýnt á meðfylgjandi korti. Svæði austan Víkurbrautar og norðan Austurvegar. Þar dvelji enginn að næturlagi,“ segir í undirstrikuðum og sérstaklega merktum skilaboðum í tilkynningunni. „Fáir Grindvíkingar kjósa að dvelja í bænum næturlangt en dvalið var í 34 húsum síðastliðna nótt. Lögreglustjóri mælir alls ekki með því og getur ekki ábyrgst öryggi þeirra við núverandi aðstæður.“ Þá er einnig undirstrikað að í Grindavík sé talin mjög mikil hætta á jarðfalli ofan í sprungur, sprunguhreyfingum, hraunflæði og gasmengun. Gosopnun innan Grindavíkur sé ekki útilokuð. Póstinum fylgir uppfært hættumatskort frá því í gær, sem gildir til 6. ágúst. Hættumatið er óbreytt frá því í síðustu viku. „Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir undir Svartsengi eru auknar líkur á eldgosi. Aðstæður innan og utan hættusvæða geta breyst með litlum fyrirvara. Jarðskjálftum fer hægt fjölgandi á Sundhnúksgígaröðinni. Samkvæmt líkanareikningum er talinn vera nægur þrýstingur til að koma af stað nýjum atburði á næstu dögum. GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisi. Samhliða jarðskjálftavirkni geta þær upplýsingar bent til þess að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos,“ segir í tilkynningunni. „Tilefni er til þess að hafa áhyggjur af því að hraun geti náð inn fyrir varnargarða við Grindavík. Þannig er möguleiki á að hraun sem kæmi upp úr gosopi norðan varnargarða ofan bæjarins geti leitað ofan í sprungukerfi sunnan Hagafells og leitt hraunstraum inn fyrir bæjarmörkin. Þá er ekki hægt að útiloka að gossprunga geti opnast inn í Grindavík. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Veðurstofunnar.“ Starfsemi er í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn en á starfssvæði Bláa lónsins er nú þéttriðið net gasmæla. Fulltrúar umræddra fyrirtækja sitja fundi aðgerðarstjórnar og vettvangsstjórnar en hætta á svæðinu er nú talin töluverð og mikil hætta á hraunflæði og gasmengun. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Lögreglustjóri mælir alls ekki með því að íbúar dvelji í bænum. Svæði með óásættanlegri áhættu er sýnt á meðfylgjandi korti. Svæði austan Víkurbrautar og norðan Austurvegar. Þar dvelji enginn að næturlagi,“ segir í undirstrikuðum og sérstaklega merktum skilaboðum í tilkynningunni. „Fáir Grindvíkingar kjósa að dvelja í bænum næturlangt en dvalið var í 34 húsum síðastliðna nótt. Lögreglustjóri mælir alls ekki með því og getur ekki ábyrgst öryggi þeirra við núverandi aðstæður.“ Þá er einnig undirstrikað að í Grindavík sé talin mjög mikil hætta á jarðfalli ofan í sprungur, sprunguhreyfingum, hraunflæði og gasmengun. Gosopnun innan Grindavíkur sé ekki útilokuð. Póstinum fylgir uppfært hættumatskort frá því í gær, sem gildir til 6. ágúst. Hættumatið er óbreytt frá því í síðustu viku. „Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir undir Svartsengi eru auknar líkur á eldgosi. Aðstæður innan og utan hættusvæða geta breyst með litlum fyrirvara. Jarðskjálftum fer hægt fjölgandi á Sundhnúksgígaröðinni. Samkvæmt líkanareikningum er talinn vera nægur þrýstingur til að koma af stað nýjum atburði á næstu dögum. GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisi. Samhliða jarðskjálftavirkni geta þær upplýsingar bent til þess að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos,“ segir í tilkynningunni. „Tilefni er til þess að hafa áhyggjur af því að hraun geti náð inn fyrir varnargarða við Grindavík. Þannig er möguleiki á að hraun sem kæmi upp úr gosopi norðan varnargarða ofan bæjarins geti leitað ofan í sprungukerfi sunnan Hagafells og leitt hraunstraum inn fyrir bæjarmörkin. Þá er ekki hægt að útiloka að gossprunga geti opnast inn í Grindavík. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Veðurstofunnar.“ Starfsemi er í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn en á starfssvæði Bláa lónsins er nú þéttriðið net gasmæla. Fulltrúar umræddra fyrirtækja sitja fundi aðgerðarstjórnar og vettvangsstjórnar en hætta á svæðinu er nú talin töluverð og mikil hætta á hraunflæði og gasmengun.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira