Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. ágúst 2024 11:51 Ri segir stjórnvöld í Norður-Kóreu vongóð um að hægt sé að semja um kjarnorkuáætlun landsins við Trump. Getty/Dong-A Ilbo Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. Ri Il Kyuer sagður einn háttsettasti embættismaður Norður-Kóreu til að flýja undan þarlendum stjórnvöldum og hefur hitt Kim Jong-un sjö sinnum. Í viðtali við BBC játar hann að hafa skolfið á beinunum þegar hann hitti leiðtogann fyrst. Hann reyndist hins vegar „brosandi og í góðu skapi“. „Hann hrósaði fólki oft og hló. Hann virðist bara vera eins og venuleg manneskja,“ segir Ri. Ri segist hins vegar sannfærður um að Kim myndi gera allt til að tryggja eigin framtíð, jafnvel þótt það þýddi hörmungar fyrir þjóðina. „Hann hefði getað verið dásamleg manneskja og faðir en að gera hann að guði hefur gert hann að skrýmsli.“ Sjálfur ákvað Ri að flýja með fjölskyldu sína þegar hann var við störf á Kúbu en var neitað um að ferðast til Mexíkó til að fara í aðgerð á hálsi. Hann segir ákvörðunina hafa verið upp á líf og dauða en háttsettir embættismenn séu ýmist dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar eða til dauða ef þeir reyna að komast undan. Kim Jong Un wants Trump back, elite defector tells BBC https://t.co/hA5yItBuAU— BBC News (World) (@BBCWorld) August 2, 2024 Telja stuðning Rússa tímabundinn og horfa til Bandaríkjanna Að sögn Ri eru stjórnvöld meðvituð um að bandalag þeirra og Rússa sé tímabundið. Norðurkóreumenn eru sagðir hafa fengið mat, eldsneyti og mögulega hernaðarlega tækni frá Rússum í staðinn fyrir skotfæri eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Eftir stríðið muni Rússar hins vegar líklega fjarlægjast Norður-Kóreu á ný og þarlend stjórnvöld séu sannfærð um að samkomulag við Bandaríkin sé eina leiðin til að tryggja öryggi sitt til framtíðar og forðast innrás. Þau myndu hins vegar aldrei standa við samkomulag sem fæli í sér að kjarnorkuáætlun landsins yrði lögð niður. Ri segir þjóð sína búa við afar þröngan kost en þegar sendifulltrúar Norður-Kóreu undirbjuggu sig undir að snúa heim að loknum kórónuveirufaraldrinum voru þeir beðnir um að taka allt með sér sem þeir gátu, jafnvel notaða tannbursta. Ekkert væri til heima. Þá segir Ri hollustu Norðurkóreumanna við Kim byggja á ótta, ekki sannfæringu. Mörg erfið ár hefðu grafið undan trú fólks á leiðtoga þeirra. „Það er enginn alvöru hollusta við stjórnvöld eða Kim Jong-un lengur; þetta er þvinguð hollusta, þar sem maður verður að vera trúr eða deyja.“ Norður-Kórea Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Ri Il Kyuer sagður einn háttsettasti embættismaður Norður-Kóreu til að flýja undan þarlendum stjórnvöldum og hefur hitt Kim Jong-un sjö sinnum. Í viðtali við BBC játar hann að hafa skolfið á beinunum þegar hann hitti leiðtogann fyrst. Hann reyndist hins vegar „brosandi og í góðu skapi“. „Hann hrósaði fólki oft og hló. Hann virðist bara vera eins og venuleg manneskja,“ segir Ri. Ri segist hins vegar sannfærður um að Kim myndi gera allt til að tryggja eigin framtíð, jafnvel þótt það þýddi hörmungar fyrir þjóðina. „Hann hefði getað verið dásamleg manneskja og faðir en að gera hann að guði hefur gert hann að skrýmsli.“ Sjálfur ákvað Ri að flýja með fjölskyldu sína þegar hann var við störf á Kúbu en var neitað um að ferðast til Mexíkó til að fara í aðgerð á hálsi. Hann segir ákvörðunina hafa verið upp á líf og dauða en háttsettir embættismenn séu ýmist dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar eða til dauða ef þeir reyna að komast undan. Kim Jong Un wants Trump back, elite defector tells BBC https://t.co/hA5yItBuAU— BBC News (World) (@BBCWorld) August 2, 2024 Telja stuðning Rússa tímabundinn og horfa til Bandaríkjanna Að sögn Ri eru stjórnvöld meðvituð um að bandalag þeirra og Rússa sé tímabundið. Norðurkóreumenn eru sagðir hafa fengið mat, eldsneyti og mögulega hernaðarlega tækni frá Rússum í staðinn fyrir skotfæri eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Eftir stríðið muni Rússar hins vegar líklega fjarlægjast Norður-Kóreu á ný og þarlend stjórnvöld séu sannfærð um að samkomulag við Bandaríkin sé eina leiðin til að tryggja öryggi sitt til framtíðar og forðast innrás. Þau myndu hins vegar aldrei standa við samkomulag sem fæli í sér að kjarnorkuáætlun landsins yrði lögð niður. Ri segir þjóð sína búa við afar þröngan kost en þegar sendifulltrúar Norður-Kóreu undirbjuggu sig undir að snúa heim að loknum kórónuveirufaraldrinum voru þeir beðnir um að taka allt með sér sem þeir gátu, jafnvel notaða tannbursta. Ekkert væri til heima. Þá segir Ri hollustu Norðurkóreumanna við Kim byggja á ótta, ekki sannfæringu. Mörg erfið ár hefðu grafið undan trú fólks á leiðtoga þeirra. „Það er enginn alvöru hollusta við stjórnvöld eða Kim Jong-un lengur; þetta er þvinguð hollusta, þar sem maður verður að vera trúr eða deyja.“
Norður-Kórea Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira