Leikurinn var jafn frá upphafi og ekkert dugði til að skilja liðin að. Þýskaland aðeins betri aðili fyrri hálfleiks og Spánn byrjaði seinni hálfleik vel, þannig skiptust liðin á forystunni en aldrei munað meira en tveimur mörkum.
Þegar komið var fram á lokamínútur leið tíminn hægt og hver mistök kostuðu mikið.
Julian Köster kom Þjóðverjum yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Þá fór sitt hvor sóknin hjá liðunum úrskeiðis.
Spánn með boltann þegar minna en hálf mínúta var eftir og tókst að skapa gott tækifæri í hægra horninu til að jafna leikinn en David Spath kórónaði frábæra frammistöðu sína í markinu með góðri vörslu.
Johannes Golla brunaði upp hinum megin og tryggði Þýskalandi tveggja marka sigur.
Þjóðverjar eru nú efstir í riðlinum fyrir lokaumferðina þar sem þeir mæta Slóveníu.