Eftir umfangsmikla leit kom fannst hvorki tangur né tetur af fólkinu og telja yfirvöld nú líklegast að um falsútkall hafi verið að ræða.
Þá segjum við frá fyrsta kosningafundi varaforsetaefnis Kamölu Harris í Bandaríkjunum en hún kynnti Tim Walz til leiks í Pennsylvaníu í gærkvöldi.
Einnig segjum við frá hvalreka sem varð í morgun þegar Háhyrningur strandaði í grennd við Þorlákshöfn og heyrum átakanlega sögu foreldra á Sauðárkróki sem þakka ljósmóður og viðbragðsaðilum lífgjöf barns síns sem lenti í andnauð um helgina.