Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2024 12:02 Ásgeir er upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning til lögreglu á mánudag, um að tveir ferðamenn hafi setið fastir í helli, hafi verið gabb. Leit var frestað vegna þess, þar til frekari vísbendingar kæmu fram. Samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga geta viðurlög við því að gabba lögreglu, slökkvilið, björgunarsveitir eða aðra viðbragðsaðila verið sektir og fangelsi upp að þremur mánuðum. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir grafalvarlegt þegar þyrlusveit gæslunnar er kölluð út að ósekju, en sveitin var kölluð út við leitina að mönnunum. „Og það hefur auðvitað mest áhrif á viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar. Þegar áhöfnin er kölluð út í verkefni sem þetta, þá hefur það áhrif á hvíldartíma þeirrar áhafnar sem sinnir þessu verkefni. Þetta getur þá leitt til þess að við erum, hluta af degi, eftir svona verkefni með skerta þjónustu úti á sjó. Það er mjög alvarlegt,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Tökum bara dæmi um að ef við hefðum lent í því síðdegis í gær að þurfa að sinna alvarlegu atviki úti á sjó, þar sem við hefðum þurft að ferðast langa vegalengd, þá vorum við bara með eina þyrlu en ekki tvær eins og við vorum með fyrr um daginn. Það er vegna þess að hin áhöfnin var í hvíld eftir að hafa unnið lengi í þessu verkefni,“ segir Ásgeir. Við slíkar aðstæður þurfi að treysta á að kalla fólk inn úr fríi. „Og það er ekki vitað mál á hverjum tíma hvort það tekst eða ekki. Það hefði verið mjög snúið og mjög alvarleg staða, ef við hefðum lent í því að þurfa að bregðast við slíku útkalli.“ Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning til lögreglu á mánudag, um að tveir ferðamenn hafi setið fastir í helli, hafi verið gabb. Leit var frestað vegna þess, þar til frekari vísbendingar kæmu fram. Samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga geta viðurlög við því að gabba lögreglu, slökkvilið, björgunarsveitir eða aðra viðbragðsaðila verið sektir og fangelsi upp að þremur mánuðum. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir grafalvarlegt þegar þyrlusveit gæslunnar er kölluð út að ósekju, en sveitin var kölluð út við leitina að mönnunum. „Og það hefur auðvitað mest áhrif á viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar. Þegar áhöfnin er kölluð út í verkefni sem þetta, þá hefur það áhrif á hvíldartíma þeirrar áhafnar sem sinnir þessu verkefni. Þetta getur þá leitt til þess að við erum, hluta af degi, eftir svona verkefni með skerta þjónustu úti á sjó. Það er mjög alvarlegt,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Tökum bara dæmi um að ef við hefðum lent í því síðdegis í gær að þurfa að sinna alvarlegu atviki úti á sjó, þar sem við hefðum þurft að ferðast langa vegalengd, þá vorum við bara með eina þyrlu en ekki tvær eins og við vorum með fyrr um daginn. Það er vegna þess að hin áhöfnin var í hvíld eftir að hafa unnið lengi í þessu verkefni,“ segir Ásgeir. Við slíkar aðstæður þurfi að treysta á að kalla fólk inn úr fríi. „Og það er ekki vitað mál á hverjum tíma hvort það tekst eða ekki. Það hefði verið mjög snúið og mjög alvarleg staða, ef við hefðum lent í því að þurfa að bregðast við slíku útkalli.“
Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira