Ari Ólafs tekur stórt stökk: „Þetta er draumur að rætast“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. ágúst 2024 14:05 Ari verður brátt á sviði í einum þekktasta söngleik veraldar. Ari Ólafsson söngvari og leikari mun taka þátt í alþjóðlegri uppsetningu á söngleik Andrew Lloyd Webber um Óperudrauginn. Ari hafði farið í prufur í þrígang áður en hann fékk hlutverk í verkinu og mun því ferðast með leikhópnum um hinar ýmsu borgir Evrópu næsta árið. Ari segir draum sinn vera að rætast en stefnan sé þó tekin á að finna sér starf hér heima til að vera nær fjölskyldunni og nýfæddum syni. „Þetta er það sem ég hef verið að stefna á síðustu fimm ár eftir að ég flutti út til London, þannig þetta er draumur að rætast,“ segir Ari sem útskrifaðist á síðasta ári sem leikari í borginni stóru. Síðasta árið hefur hann mætt í hinar ýmsu prufur ytra hjá West End leikhúsinu og meðal annars komist tvisvar í lokaúrtak fyrir Óperudrauginn. View this post on Instagram A post shared by Broadway Entertainment Group (@broadway_entertainment_group) Í fótspor síns gamla kennara Óperudraugurinn eða The Phantom of the Opera á frummálinu er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Lögin úr söngleiknum eru eftir Andrew Lloyd Webber og er hann byggður á skáldsögunni Le Fantôme de l'Opéra eftir franska rithöfundinn Gaston Leroux. Ari mun bregða sér í hin ýmsu hlutverk í sýningunni og verður til taks ef hlaupa þarf í skarðið fyrir sjálfan óperudrauginn. „Ég fer núna bara á sunnudaginn út til London á æfingar og svo verður Sofia fyrsta stopp 19. ágúst.“ Þar á Ari við höfuðborg Búlgaríu en á eftir Sofiu er ferðinni heitið til Lissabon, Antwerp, Prag og Ljubljana svo einhverjar borgir séu nefndar. Hann segir aldrei hafa komið til greina að gefast upp þrátt fyrir að hafa ekki komist inn í fyrstu atrennum. „Maður gefst aldrei upp. Það var aldrei í kortunum. Þetta hefur verið draumur alveg síðan ég var krakki, frá því að ég sá myndina fyrst. Þá hugsaði ég bara að það væri geggjað að fá að leika Raúl eða drauginn. Þetta eru þessi epísku hlutverk sem allir þekkja.“ Ljóst er að líkur eru á að Ari muni því feta í fótspor síns gamla kennara, Garðars Thórs Cortes, sem hefur tekið þátt í hinum ýmsu uppsetningum á Óperudraugnum. Hann fór til að mynda með hlutverk draugsins sjálfs í sýningunni Love Never Dies bæði í Hamborg árin 2015 til 2016 og í Bandaríkjunum 2017 til 2018. Stefnan svo tekin heim Ari eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári og hefur undanfarið verið búsettur hér heima. Hann segir að stefnan sé sett á að starfa við söngleikjagerð hér heima að endingu, enda vill Ari vera sem næst fjölskyldunni. „Við söknuðum auðvitað fjölskyldunnar þegar við bjuggum úti og ákváðum bara að koma heim. Mér finnst þetta tækifæri með leikhópnum ytra æðislegt en þetta reynir á fjölskyldulífið. Á endanum langar mig að koma heim og vera hluti af leikhússenunni hérna heim,“ segir Ari. Hann segir söngleikjasenuna á Íslandi í stöðugum vexti. „Eftir að hafa sérhæft mig í söngleikjatónlist og leiklist úti er það líka draumur að geta komið heim og unnið við það sem maður menntaði sig í. Lífið breytist þegar maður eignast son og maður hugsar hlutina aðeins öðruvísi,“ segir Ari á einlægum nótum. Menning Leikhús Bretland Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fleiri fréttir Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Sjá meira
„Þetta er það sem ég hef verið að stefna á síðustu fimm ár eftir að ég flutti út til London, þannig þetta er draumur að rætast,“ segir Ari sem útskrifaðist á síðasta ári sem leikari í borginni stóru. Síðasta árið hefur hann mætt í hinar ýmsu prufur ytra hjá West End leikhúsinu og meðal annars komist tvisvar í lokaúrtak fyrir Óperudrauginn. View this post on Instagram A post shared by Broadway Entertainment Group (@broadway_entertainment_group) Í fótspor síns gamla kennara Óperudraugurinn eða The Phantom of the Opera á frummálinu er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Lögin úr söngleiknum eru eftir Andrew Lloyd Webber og er hann byggður á skáldsögunni Le Fantôme de l'Opéra eftir franska rithöfundinn Gaston Leroux. Ari mun bregða sér í hin ýmsu hlutverk í sýningunni og verður til taks ef hlaupa þarf í skarðið fyrir sjálfan óperudrauginn. „Ég fer núna bara á sunnudaginn út til London á æfingar og svo verður Sofia fyrsta stopp 19. ágúst.“ Þar á Ari við höfuðborg Búlgaríu en á eftir Sofiu er ferðinni heitið til Lissabon, Antwerp, Prag og Ljubljana svo einhverjar borgir séu nefndar. Hann segir aldrei hafa komið til greina að gefast upp þrátt fyrir að hafa ekki komist inn í fyrstu atrennum. „Maður gefst aldrei upp. Það var aldrei í kortunum. Þetta hefur verið draumur alveg síðan ég var krakki, frá því að ég sá myndina fyrst. Þá hugsaði ég bara að það væri geggjað að fá að leika Raúl eða drauginn. Þetta eru þessi epísku hlutverk sem allir þekkja.“ Ljóst er að líkur eru á að Ari muni því feta í fótspor síns gamla kennara, Garðars Thórs Cortes, sem hefur tekið þátt í hinum ýmsu uppsetningum á Óperudraugnum. Hann fór til að mynda með hlutverk draugsins sjálfs í sýningunni Love Never Dies bæði í Hamborg árin 2015 til 2016 og í Bandaríkjunum 2017 til 2018. Stefnan svo tekin heim Ari eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári og hefur undanfarið verið búsettur hér heima. Hann segir að stefnan sé sett á að starfa við söngleikjagerð hér heima að endingu, enda vill Ari vera sem næst fjölskyldunni. „Við söknuðum auðvitað fjölskyldunnar þegar við bjuggum úti og ákváðum bara að koma heim. Mér finnst þetta tækifæri með leikhópnum ytra æðislegt en þetta reynir á fjölskyldulífið. Á endanum langar mig að koma heim og vera hluti af leikhússenunni hérna heim,“ segir Ari. Hann segir söngleikjasenuna á Íslandi í stöðugum vexti. „Eftir að hafa sérhæft mig í söngleikjatónlist og leiklist úti er það líka draumur að geta komið heim og unnið við það sem maður menntaði sig í. Lífið breytist þegar maður eignast son og maður hugsar hlutina aðeins öðruvísi,“ segir Ari á einlægum nótum.
Menning Leikhús Bretland Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fleiri fréttir Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Sjá meira