Ein og hálf milljón í sekt vegna leyfislausrar Airbnb útleigu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 16:13 Nokkrar íbúðir voru leigðar út í gegnum Airbnb árin 2019 til 2021 án tilskilinna leyfa. Getty Maður þarf að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 1.471.500 króna, eftir að hafa leigt út fjórar íbúðir í gegnum Airbnb án tilskilins rekstrarleyfis á árunum 2019-2021. Við ákvörðun sektar var tillit tekið til þess að hann hefði ekki gerst brotlegur gegn reglunum áður, og hefði endurnýjað leyfið eftir ábendingar sýslumanns. Sektin var lækkuð í málsmeðferð ráðuneytisins, en hún var upphaflega 4.960.000 krónur. Úrskurðurinn var kveðinn upp í menningar- og viðskiptaráðuneytinu 31. júlí. Ráðuneytið tók til meðferðar kæru mannsins sem sektin var lögð á. Maðurinn krafðist þess að ákvörðun sýslumannsins, sem kvað á um sekt að fjárhæð 4.960.000 króna, yrði felld úr gildi. Rekstrarleyfið útrunnið Upphaf málsins má rekja til þess að í eftirliti sýslumanns komu fram vísbendingar um að starfrækt væri óskráð heimagisting eða rekstrarleyfisskyld gististarfsemi án tilskilins leyfis að fjórum stöðum í Reykjavík. Sumarið 2015 gaf sýslumaður út rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II í einu húsnæðinu. Leyfið rann út fjórum árum síðar sumarið 2019, og var ekki endurnýjað fyrr en vorið 2021. Eignin var svo áfram skráð á síðu Airbnb. Eftir rannsókn sýslumanns var það mat hans að eignin hefði verið leigð út í að minnsta kosti 74 gistinætur án tilskilins rekstrarleyfis, og var það miðað m.a. út frá umsögnum á síðunni frá þeim sem höfðu bókað eignina. Báru fyrir sig leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu Þá var jafnframt hægt að sjá að húsnæðið hefði verið skráð sem gististaður sem gæti tekið á móti gestum sem þyrftu að fara í sóttkví, þrátt fyrir að rekstrarleyfið lægi ekki fyrir. Sýslumaður sendi erindi til eigenda hússins þann 11. september þar sem athygli var vakin á því að áðurnefnt rekstrarleyfi væri útrunnið. Athygli var vakin á því að embættið gæti lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem rekur leyfisskylda gististarfsemi án rekstrarleyfis. Íbúðirnar voru allar í Reykjavík.Vísir/Arnar Þann sama dag barst sýslumanni svar, þar sem sjá mátti starfsleyfi heilbrigðiseftirlits vegna gististaðar í húsnæðinu. Sýslumaður benti á að umrætt leyfi væri frá heilbrigðiseftirliti og áréttaði að rekstrarleyfið sjálft væri útrunnið. Þá var sótt um endurnýjun rekstrarleyfis 25. nóvember 2020, og var umrætt leyfi gefið út þann 25. mars 2021. Höfðu aldrei leyfi á hinum stöðunum Í erindi frá þeim sem leigðu fasteignirnar út þann 7. desember 2020, sögðu þau að allar eignir félaganna hefðu verið skráðar á bókunarsíðum til 31 dags í einu eða lengur, að undanskildu einu húsnæðinu, sem hefði haft rekstrarleyfi. Eignirnar væru því í langtímaleigu og yrðu það til framtíðar. Vettvangsrannsóknir sýslumanns sýndu fram á annað. Þann 15. febrúar 2019 fóru starfsmenn sýslumanns í vettvangseftirlit að einni fasteigninni og knúðu dyra. Þar hittu þeir ferðamann sem kvaðst hafa leigt rými í fasteigninni í 2-3 nætur í gegnum bókunarvefinn Airbnb. Ferðamaðurinn undirritaði upplýsingaskýrslu þessum upplýsingum til staðfestu. Sektin lækkuð Í niðurstöðu ráðuneytisins var það metið kæranda til málsbóta að hafa ekki áður gerst brotlegur gegn umræddum ákvæðum laga, og því hafi ekki verið um ítrekunaráhrif að ræða. Auk þess var það metið honum til málsbóta að hafa endurnýjað rekstrarleyfið fyrir eitt húsnæðið, sem og að hafa hætt skammtímaleigu að hinum þremur fasteignunum. Þá var það einnig talið sannað að kærandi hafi greitt 11 prósenta virðisaukaskatt af leyfislausu starfseminni, og tók sektarfjárhæðin mið af því. Stjórnvaldssekt var hæfilega ákvörðuð 1.471.500 krónur. Úrskurðinn má finna hér. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Úrskurðurinn var kveðinn upp í menningar- og viðskiptaráðuneytinu 31. júlí. Ráðuneytið tók til meðferðar kæru mannsins sem sektin var lögð á. Maðurinn krafðist þess að ákvörðun sýslumannsins, sem kvað á um sekt að fjárhæð 4.960.000 króna, yrði felld úr gildi. Rekstrarleyfið útrunnið Upphaf málsins má rekja til þess að í eftirliti sýslumanns komu fram vísbendingar um að starfrækt væri óskráð heimagisting eða rekstrarleyfisskyld gististarfsemi án tilskilins leyfis að fjórum stöðum í Reykjavík. Sumarið 2015 gaf sýslumaður út rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II í einu húsnæðinu. Leyfið rann út fjórum árum síðar sumarið 2019, og var ekki endurnýjað fyrr en vorið 2021. Eignin var svo áfram skráð á síðu Airbnb. Eftir rannsókn sýslumanns var það mat hans að eignin hefði verið leigð út í að minnsta kosti 74 gistinætur án tilskilins rekstrarleyfis, og var það miðað m.a. út frá umsögnum á síðunni frá þeim sem höfðu bókað eignina. Báru fyrir sig leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu Þá var jafnframt hægt að sjá að húsnæðið hefði verið skráð sem gististaður sem gæti tekið á móti gestum sem þyrftu að fara í sóttkví, þrátt fyrir að rekstrarleyfið lægi ekki fyrir. Sýslumaður sendi erindi til eigenda hússins þann 11. september þar sem athygli var vakin á því að áðurnefnt rekstrarleyfi væri útrunnið. Athygli var vakin á því að embættið gæti lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem rekur leyfisskylda gististarfsemi án rekstrarleyfis. Íbúðirnar voru allar í Reykjavík.Vísir/Arnar Þann sama dag barst sýslumanni svar, þar sem sjá mátti starfsleyfi heilbrigðiseftirlits vegna gististaðar í húsnæðinu. Sýslumaður benti á að umrætt leyfi væri frá heilbrigðiseftirliti og áréttaði að rekstrarleyfið sjálft væri útrunnið. Þá var sótt um endurnýjun rekstrarleyfis 25. nóvember 2020, og var umrætt leyfi gefið út þann 25. mars 2021. Höfðu aldrei leyfi á hinum stöðunum Í erindi frá þeim sem leigðu fasteignirnar út þann 7. desember 2020, sögðu þau að allar eignir félaganna hefðu verið skráðar á bókunarsíðum til 31 dags í einu eða lengur, að undanskildu einu húsnæðinu, sem hefði haft rekstrarleyfi. Eignirnar væru því í langtímaleigu og yrðu það til framtíðar. Vettvangsrannsóknir sýslumanns sýndu fram á annað. Þann 15. febrúar 2019 fóru starfsmenn sýslumanns í vettvangseftirlit að einni fasteigninni og knúðu dyra. Þar hittu þeir ferðamann sem kvaðst hafa leigt rými í fasteigninni í 2-3 nætur í gegnum bókunarvefinn Airbnb. Ferðamaðurinn undirritaði upplýsingaskýrslu þessum upplýsingum til staðfestu. Sektin lækkuð Í niðurstöðu ráðuneytisins var það metið kæranda til málsbóta að hafa ekki áður gerst brotlegur gegn umræddum ákvæðum laga, og því hafi ekki verið um ítrekunaráhrif að ræða. Auk þess var það metið honum til málsbóta að hafa endurnýjað rekstrarleyfið fyrir eitt húsnæðið, sem og að hafa hætt skammtímaleigu að hinum þremur fasteignunum. Þá var það einnig talið sannað að kærandi hafi greitt 11 prósenta virðisaukaskatt af leyfislausu starfseminni, og tók sektarfjárhæðin mið af því. Stjórnvaldssekt var hæfilega ákvörðuð 1.471.500 krónur. Úrskurðinn má finna hér.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira