Eðlilegt að setja hálfan milljarð í framkvæmdir í Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 8. ágúst 2024 20:01 Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæj, á sæti í nefndinni ásamt þeim Guðnýju Sverrisdóttur og Árna Þór Sigurðsson sem gegnir formennsku. Vísir/Bjarni Nefndarmaður í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavík segir eðlilegt að verja hundruðum milljóna til að verja innviði í bænum þrátt fyrir yfirvofandi eldgos. Það sé eðlilegt framhald af fyrri aðgerðum á borð við uppsetningu varnargarða. Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ kynnti aðgerðaráætlun vegna viðgerða á götum og lögnum, kaupum á girðingum til að girða af ótrygg svæði, jarðkönnunarverkefni og áhættumat. „Við erum að undirbúa framkvæmdir þarna í þessum töluðu orðum og förum af stað um leið og áhættumatið segir okkur að við getum farið af stað,“ segir Gunnar Einarsson sem situr í framkvæmdanefndinni. Aðgerðirnar eru sagðar mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Áætlunin miðist við að eldgos sé ekki í gangi og ekki sé unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Heildarkostnaður vegna aðgerðanna er áætlaður 470 milljónir króna þar sem 440 milljónir koma frá ríkinu og 30 milljónir frá Grindavíkurbæ. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er á allra næstu dögum á svæðinu í kringum Grindavík. Gunnar var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort hreinlega tæki því að setja þessar aðgerðir á oddinn. „Já, það er mjög mikilvægt að við höldum innviðunum við og þeir drabbist ekki niður. Þessi aðgerðaráætlun miðar að því að við aukum öryggi íbúanna og greiðum leið þeirra sem eru að fara um svæðið. Ég segi já við því,“ segir Gunnar. „Það getur vel verið að við þurfum að grípa til enn frekari aðgerðar. En að gera ekki neitt er ekki í boði. Ríkisstjórnin hefur sett verulega fjármuni í að verja Grindavík með varnargörðum og aðgerðum. Þannig að það er eðlilegt að við höldum öllum þessum innviðum við.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. 7. ágúst 2024 08:05 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ kynnti aðgerðaráætlun vegna viðgerða á götum og lögnum, kaupum á girðingum til að girða af ótrygg svæði, jarðkönnunarverkefni og áhættumat. „Við erum að undirbúa framkvæmdir þarna í þessum töluðu orðum og förum af stað um leið og áhættumatið segir okkur að við getum farið af stað,“ segir Gunnar Einarsson sem situr í framkvæmdanefndinni. Aðgerðirnar eru sagðar mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Áætlunin miðist við að eldgos sé ekki í gangi og ekki sé unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Heildarkostnaður vegna aðgerðanna er áætlaður 470 milljónir króna þar sem 440 milljónir koma frá ríkinu og 30 milljónir frá Grindavíkurbæ. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er á allra næstu dögum á svæðinu í kringum Grindavík. Gunnar var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort hreinlega tæki því að setja þessar aðgerðir á oddinn. „Já, það er mjög mikilvægt að við höldum innviðunum við og þeir drabbist ekki niður. Þessi aðgerðaráætlun miðar að því að við aukum öryggi íbúanna og greiðum leið þeirra sem eru að fara um svæðið. Ég segi já við því,“ segir Gunnar. „Það getur vel verið að við þurfum að grípa til enn frekari aðgerðar. En að gera ekki neitt er ekki í boði. Ríkisstjórnin hefur sett verulega fjármuni í að verja Grindavík með varnargörðum og aðgerðum. Þannig að það er eðlilegt að við höldum öllum þessum innviðum við.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. 7. ágúst 2024 08:05 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. 7. ágúst 2024 08:05