Söfnun hafin fyrir fjölskyldu Dukic Smári Jökull Jónsson skrifar 8. ágúst 2024 22:42 Söfnun er hafin fyrir fjölskyldu Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum í CrossFit. Instagramsíða Lazar Dukic Söfnun er hafin fyrir fjölskyldu Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum í CrossFit í dag. Dukic drukknaði þegar fyrsta keppnisgrein dagsins fór fram. Slysið á heimsleikum CrossFit í dag vakti mikla athygli og hafa skipuleggjendur leikanna fengið töluverða gagnrýni í kjölfarið en Dukic drukknaði þegar sundhluti fyrstu greinar leikanna fór fram. Í yfirlýsingu forráðamanna mótsins kom fram að þeir muni aðstoða yfirvöld við rannsókn málsins en keppni á leikunum var frestað í dag og óvíst er hvort hún hefjist á nýjan leik. Dukic var nafngreindur í færslu á X-síðu heimsleikanna í dag þar sem fram kemur að forráðamenn mótsins muni tjái sig frekar þegar möguleiki er á. We are devastated by the passing of Lazar Đukić. Our hearts are with Lazar’s entire family, friends, and fellow athletes.Out of respect for the family and in cooperation with the Fort Worth Police Department, we will share updates when possible. pic.twitter.com/KkjY5zuGRT— The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 8, 2024 Nú hefur verið komið af stað söfnun fyrir fjölskyldu Dukic í gegnum fjáröflunarsíðuna GoFundMe. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 190.000 dollarar safnast og ljóst að CrossFit heimurinn ætlar að gera sitt til að auðvelda fjölskyldu Dukic lífið í kjölfar andláts hans. „Þekktur fyrir góðmennsku sína, húmor og hjálpsemi fylgdu Lazar ferskir vindar hvert sem hann fór. Fyrir utan afrek hans í íþróttum var Lazar annt um þá sem stóðu næst honum og studdu hann af krafti. Hlýja hans og gleði hafði áhrif á alla sem hann kynntist,“ segir í texta á fjáröflunarsíðunni. Ljóst er að forráðamenn heimsleikanna munu þurfa að svara fyrir slysið sem varð í dag en gagnrýni í þeirra garð hefur meðal annars snúið að skorti á öryggisgæslu þegar sundhluti áðurnefndrar fyrstu greinar fór fram í dag. CrossFit Tengdar fréttir Keppandi á heimsleikunum í CrossFit drukknaði í keppni Forsvarsmenn heimsleikana í CrossFit hafa staðfest að keppandi hafi fundist látinn eftir að hafa drukknað í einni af greinum dagsins. Leit hafði staðið yfir eftir að keppandinn skilaði sér ekki yfir endalínuna í sundhluta greinarinnar. 8. ágúst 2024 15:59 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Sjá meira
Slysið á heimsleikum CrossFit í dag vakti mikla athygli og hafa skipuleggjendur leikanna fengið töluverða gagnrýni í kjölfarið en Dukic drukknaði þegar sundhluti fyrstu greinar leikanna fór fram. Í yfirlýsingu forráðamanna mótsins kom fram að þeir muni aðstoða yfirvöld við rannsókn málsins en keppni á leikunum var frestað í dag og óvíst er hvort hún hefjist á nýjan leik. Dukic var nafngreindur í færslu á X-síðu heimsleikanna í dag þar sem fram kemur að forráðamenn mótsins muni tjái sig frekar þegar möguleiki er á. We are devastated by the passing of Lazar Đukić. Our hearts are with Lazar’s entire family, friends, and fellow athletes.Out of respect for the family and in cooperation with the Fort Worth Police Department, we will share updates when possible. pic.twitter.com/KkjY5zuGRT— The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 8, 2024 Nú hefur verið komið af stað söfnun fyrir fjölskyldu Dukic í gegnum fjáröflunarsíðuna GoFundMe. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 190.000 dollarar safnast og ljóst að CrossFit heimurinn ætlar að gera sitt til að auðvelda fjölskyldu Dukic lífið í kjölfar andláts hans. „Þekktur fyrir góðmennsku sína, húmor og hjálpsemi fylgdu Lazar ferskir vindar hvert sem hann fór. Fyrir utan afrek hans í íþróttum var Lazar annt um þá sem stóðu næst honum og studdu hann af krafti. Hlýja hans og gleði hafði áhrif á alla sem hann kynntist,“ segir í texta á fjáröflunarsíðunni. Ljóst er að forráðamenn heimsleikanna munu þurfa að svara fyrir slysið sem varð í dag en gagnrýni í þeirra garð hefur meðal annars snúið að skorti á öryggisgæslu þegar sundhluti áðurnefndrar fyrstu greinar fór fram í dag.
CrossFit Tengdar fréttir Keppandi á heimsleikunum í CrossFit drukknaði í keppni Forsvarsmenn heimsleikana í CrossFit hafa staðfest að keppandi hafi fundist látinn eftir að hafa drukknað í einni af greinum dagsins. Leit hafði staðið yfir eftir að keppandinn skilaði sér ekki yfir endalínuna í sundhluta greinarinnar. 8. ágúst 2024 15:59 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Sjá meira
Keppandi á heimsleikunum í CrossFit drukknaði í keppni Forsvarsmenn heimsleikana í CrossFit hafa staðfest að keppandi hafi fundist látinn eftir að hafa drukknað í einni af greinum dagsins. Leit hafði staðið yfir eftir að keppandinn skilaði sér ekki yfir endalínuna í sundhluta greinarinnar. 8. ágúst 2024 15:59