Stöð 2 Sport
Viðureign Breiðabliks og Þórs/KA í Bestu deild kvenna er á dagskrá klukkan 15:50 en þar má búast við hörkuleik á milli liðanna í 2. og 3. sæti deildarinnar.
Umferðin verður svo gerð upp í Bestu mörkunum klukkan 18:00.
Vodafone Sport
Á Vodafone Sport verður leikur Leeds og Portsmouth í ensku B-deildinni í beinni klukkan 11:25 en stórleikur dagsins er viðureign Manchester United og Manchester City þegar liðin leika um Samfélagsskjöldinn. Útsending frá honum hefst klukkan 14:00.
Fótboltinn heldur svo áfram að úrslitaleiknum loknum þegar Birmingham City og Reading mætast í ensku C-deildinni klukkan 16:25.
Klukkan 19:00 er svo komið að golfi, U.S. Womens Amateur á US Open og við lokum kvöldinu svo með hafnabolta klukkan 22:30 þegar Nationals og Angels mætast í MLB deildinni.