Susan Wojcicki er látin Jón Þór Stefánsson skrifar 10. ágúst 2024 09:17 Susan Wojcicki var lykilkona á bak við bæði Google og YouTube. Getty Hin bandaríska Susan Wojcicki lést í gær, föstudag, 56 ára að aldri eftir tveggja ára baráttu við lungnakrabbamein. Eiginmaður hennar Dennis Troper greinir frá andlátinu á samfélagsmiðlum. Wojcicki hjálpaði Google að breytast úr sprotafyrirtæki sem var starfrækt úr bílskúrnum hennar yfir í risann sem það er í dag. „Hún á þátt í að leggja grunninn að sögu Google, og það er erfitt að ímynda sér heiminn án hennar,“ hefur New York Times eftir Sundar Pichai framkvæmdastjóra Google. Tveggja áratuga ferill hennar hjá Google hófst árið 1998 á heimili hennar í Kaliforníu en hún leigði stofnendum Google, Larry Page og Sergey Brin, bílskúrinn sinn á meðan þeir byggðu leitarvélina sem lagði grunninn að Google-veldinu. Hún var jafnframt einn af fyrstu starfsmönnum Google. Hún byrjaði á að sjá um markaðssetningu fyrirtækisins og kleif upp metorðastigann hjá fyrirtækinu og varð hæstráðandi kvenkyns starfsmaður Google. Árið 2014 varð Wojcicki forstjóri YouTube, sem Google hafði keypt árið 2006. Hún er sögð hafa umbylt auglýsingakerfi YouTube, en einnig komið að því að berjast gegn hatursorðræðu og upplýsingaóreiðu á miðlinum Hún hætti í því starfi í fyrra en var áfram í hlutverki ráðgjafa hjá Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Andlát Samfélagsmiðlar Google Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Wojcicki hjálpaði Google að breytast úr sprotafyrirtæki sem var starfrækt úr bílskúrnum hennar yfir í risann sem það er í dag. „Hún á þátt í að leggja grunninn að sögu Google, og það er erfitt að ímynda sér heiminn án hennar,“ hefur New York Times eftir Sundar Pichai framkvæmdastjóra Google. Tveggja áratuga ferill hennar hjá Google hófst árið 1998 á heimili hennar í Kaliforníu en hún leigði stofnendum Google, Larry Page og Sergey Brin, bílskúrinn sinn á meðan þeir byggðu leitarvélina sem lagði grunninn að Google-veldinu. Hún var jafnframt einn af fyrstu starfsmönnum Google. Hún byrjaði á að sjá um markaðssetningu fyrirtækisins og kleif upp metorðastigann hjá fyrirtækinu og varð hæstráðandi kvenkyns starfsmaður Google. Árið 2014 varð Wojcicki forstjóri YouTube, sem Google hafði keypt árið 2006. Hún er sögð hafa umbylt auglýsingakerfi YouTube, en einnig komið að því að berjast gegn hatursorðræðu og upplýsingaóreiðu á miðlinum Hún hætti í því starfi í fyrra en var áfram í hlutverki ráðgjafa hjá Alphabet, móðurfyrirtæki Google.
Andlát Samfélagsmiðlar Google Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira