Hvernig komum við böndum á kapitalismann? Reynir Böðvarsson skrifar 11. ágúst 2024 13:00 Í síðasta pistli varpaði ég fram spurningu sem mér láðist þó að svara en hafði kannski lofað, „Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er.” Loforðið fólst nánast í spurningunni sem kom fram í byrjun textans. Ég ætla að reyna hér að gera grein fyrir skoðunum mínum hvað varðar þær breytingar á þjóðfélaginu sem ég tel að séu nauðsynlegar til þess að komast úr þeirri úlfakreppu sem Nýfrjálshyggjan hefur skapað okkur. Við erum orðin að þrælum markaðarins í stað þess að nota jákvæðu eiginleika hans í okkar þágu. Við erum ekki lengur ráðandi í eigin húsi, einhver annar hefur tekið yfir húsbóndavaldið og það er ekki eiginkonan eða eiginmaðurinn heldur markaðurinn. Allt er orðið meira og minna markaðsvætt í umhverfi okkar og allt einungis metið í krónum og aurum, orðið hagræðing er sett efst á stall orða en orð eins og gleði, hamingja og gæði er bara talið flumm sem engan veginn eigi heima í þjóðfélagsumræðunni. Það er einnig nokkuð augljóst að lýðræðið er í fjötrum markaðarins, fjölmiðlar gjörsamlega bundnir vilja sérhagsmuna og tekjum frá auglýsingum, öll upplýsingagjöf til almennings er háð þeim leikreglum sem markaðurinn setur. Peningar, eða fjöldi þeirra, er orðið það sem skiptir meira máli en fjöldi atkvæða í kjördæminu. Peningar eru einfaldlega notaðir til áróðurs og jafnvel falsfrétta í þágu peningavaldsins. Allt upplýsingastreymi til almennings fer sem sagt í gegnum skoðunarmyllu fjármagnseigenda, gagnrýn þjóðfélagsumræða og frjáls skoðanamyndun í samfélaginu er því nánast óframkvæmanleg vegna skorts á fjármögnun, þeir sem eiga peninga hafa ekki áhuga á slíku. Augljósasta sönnunin fyrir því að þetta virkar svona eru þeir fjármunir sem kapítalistarnir leggja fram í bullandi taprekstur á fjölmiðlamarkaði og svo einmitt í auglýsingar. Það væri ekki verið að ausa fjármunum á þennan hátt ef það borgaði sig ekki fyrir þá sjálfa. Ég er á þeirri skoðun að það verði að byggja inn fjölmiðlun í sjálft lýðræðið. Sem þýðir að óháð upplýsingastreymi til almennings sé tryggt í lýðræðisferlinu á sama hátt og tryggt er að þú farir einn í kjörklefann. Óheftur aðgangur peningavaldsins að upplýsingamiðlun til almennings er í raun andlýðræðislegt og getur engan veginn farið saman við það sem við köllum raunverulegt lýðræði. Það þarf sem sagt að byggja inn í stofnunarkerfi lýðræðisríkja einhverskonar upplýsingastofnun sem væri varin afskiptum ríkisvaldsins á svipaðan hátt og dómstólar. Óháð stofnun sem viðurkennd er sem grundvallarstólpi lýðræðisins, eins og dómstólar eða skólar. Það gengur ekki lengur að láta auðjöfra vaða um á skítugum skónum um ganga og stofur eins mikilvægasta hluta húss lýðræðisins sem er fjölmiðlun. Kapítalisminn byggir meira og minna á lygi, hver einasta auglýsing sem birt er í sjónvarpi gætir ekki hlutleysis gagnvart svipuðum vörum frá öðrum framleiðendum, auðvitað er verið að framhefja eigin vöru eins og hægt er. Sannleikurinn er ekki málið, raunverulegu gæðin og gagnið ekki heldur, málið er að plata þig til að kaupa vöruna. Það getur vel verið að það hittist svo á að þetta sé besta sambærilega varan á markaðnum en þú sem kaupandi getur aldrei vitað það með vissu. Öll erum við í gegnum fjölmiðla meira og minna undir áreiti þeirra sem vilja okkur eitthvað, selja okkur vöru eða hugmynd, jafnvel lífsviðhorf. Kannski er aðal markaðsvaran sjálfur kapítalisminn. Eitt er alveg ljóst að við erum ekki frjáls í þessu umhverfi og þegar við förum í kjörklefann erum við ekki óháð þeim áróðri sem vald peninganna hefur gefið þeim sem það hafa. Lýðræðið í þeirri mynd sem við sjáum nú á vesturlöndum er að meira eða minna leiti blekking, hefur í raun ekkert með raunverulegt lýðræði að gera. Það sem við búum við er auðræði, veldi hinna ríku. Þegar við lítum í kringum okkur í hinum vestræna heimi þá er útlitið ekki fagurt. Hver furðufuglinn á fætur öðrum kemst til valda í svokölluðum lýðræðisríkjum. Donald Trump, Jair Bolsonaro, Boris Johnson og Viktor Orbàn eru fjögur dæmi um leiðtoga sem ættu varla að komast til valda í eðlilegu lýðræðisferli. Við gætum líka nefnt Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson hér á Íslandi í þessu samhengi. Það er augljóslega eitthvað bjagað, eitthvað alvarlegt að sjálfu kerfinu þegar svona einstaklingar veljast til æðstu embætta í lýðræðisríkjum. Við vitum hvað það er og við þurfum að taka á því. Til þess að fyrirbyggja óöld og óeirðir á vesturlöndum í framtíðinni þá verður að koma lýðræðinu í lag, koma á alvöru lýðræði þar sem upplýsingamiðlun til almennings er skilgreindur hluti lýðræðisferlisins á svipaðan hátt og leynilegar kosningar. Almenningur kemur ekki til með að sætta sig við til lengdar að þeirra raunveruleiki sé í svona hróplegu misræmi það sem speglað er í fjölmiðlum, ekki bara fjölmiðlum auðmanna heldur líka svo kölluðum óháðum fjölmiðlum þar sem þeir verða meira og minna að spila sömu melódíu og aðrir að öðrum kosti verða undir. Höfundur er jarðskjálftafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Í síðasta pistli varpaði ég fram spurningu sem mér láðist þó að svara en hafði kannski lofað, „Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er.” Loforðið fólst nánast í spurningunni sem kom fram í byrjun textans. Ég ætla að reyna hér að gera grein fyrir skoðunum mínum hvað varðar þær breytingar á þjóðfélaginu sem ég tel að séu nauðsynlegar til þess að komast úr þeirri úlfakreppu sem Nýfrjálshyggjan hefur skapað okkur. Við erum orðin að þrælum markaðarins í stað þess að nota jákvæðu eiginleika hans í okkar þágu. Við erum ekki lengur ráðandi í eigin húsi, einhver annar hefur tekið yfir húsbóndavaldið og það er ekki eiginkonan eða eiginmaðurinn heldur markaðurinn. Allt er orðið meira og minna markaðsvætt í umhverfi okkar og allt einungis metið í krónum og aurum, orðið hagræðing er sett efst á stall orða en orð eins og gleði, hamingja og gæði er bara talið flumm sem engan veginn eigi heima í þjóðfélagsumræðunni. Það er einnig nokkuð augljóst að lýðræðið er í fjötrum markaðarins, fjölmiðlar gjörsamlega bundnir vilja sérhagsmuna og tekjum frá auglýsingum, öll upplýsingagjöf til almennings er háð þeim leikreglum sem markaðurinn setur. Peningar, eða fjöldi þeirra, er orðið það sem skiptir meira máli en fjöldi atkvæða í kjördæminu. Peningar eru einfaldlega notaðir til áróðurs og jafnvel falsfrétta í þágu peningavaldsins. Allt upplýsingastreymi til almennings fer sem sagt í gegnum skoðunarmyllu fjármagnseigenda, gagnrýn þjóðfélagsumræða og frjáls skoðanamyndun í samfélaginu er því nánast óframkvæmanleg vegna skorts á fjármögnun, þeir sem eiga peninga hafa ekki áhuga á slíku. Augljósasta sönnunin fyrir því að þetta virkar svona eru þeir fjármunir sem kapítalistarnir leggja fram í bullandi taprekstur á fjölmiðlamarkaði og svo einmitt í auglýsingar. Það væri ekki verið að ausa fjármunum á þennan hátt ef það borgaði sig ekki fyrir þá sjálfa. Ég er á þeirri skoðun að það verði að byggja inn fjölmiðlun í sjálft lýðræðið. Sem þýðir að óháð upplýsingastreymi til almennings sé tryggt í lýðræðisferlinu á sama hátt og tryggt er að þú farir einn í kjörklefann. Óheftur aðgangur peningavaldsins að upplýsingamiðlun til almennings er í raun andlýðræðislegt og getur engan veginn farið saman við það sem við köllum raunverulegt lýðræði. Það þarf sem sagt að byggja inn í stofnunarkerfi lýðræðisríkja einhverskonar upplýsingastofnun sem væri varin afskiptum ríkisvaldsins á svipaðan hátt og dómstólar. Óháð stofnun sem viðurkennd er sem grundvallarstólpi lýðræðisins, eins og dómstólar eða skólar. Það gengur ekki lengur að láta auðjöfra vaða um á skítugum skónum um ganga og stofur eins mikilvægasta hluta húss lýðræðisins sem er fjölmiðlun. Kapítalisminn byggir meira og minna á lygi, hver einasta auglýsing sem birt er í sjónvarpi gætir ekki hlutleysis gagnvart svipuðum vörum frá öðrum framleiðendum, auðvitað er verið að framhefja eigin vöru eins og hægt er. Sannleikurinn er ekki málið, raunverulegu gæðin og gagnið ekki heldur, málið er að plata þig til að kaupa vöruna. Það getur vel verið að það hittist svo á að þetta sé besta sambærilega varan á markaðnum en þú sem kaupandi getur aldrei vitað það með vissu. Öll erum við í gegnum fjölmiðla meira og minna undir áreiti þeirra sem vilja okkur eitthvað, selja okkur vöru eða hugmynd, jafnvel lífsviðhorf. Kannski er aðal markaðsvaran sjálfur kapítalisminn. Eitt er alveg ljóst að við erum ekki frjáls í þessu umhverfi og þegar við förum í kjörklefann erum við ekki óháð þeim áróðri sem vald peninganna hefur gefið þeim sem það hafa. Lýðræðið í þeirri mynd sem við sjáum nú á vesturlöndum er að meira eða minna leiti blekking, hefur í raun ekkert með raunverulegt lýðræði að gera. Það sem við búum við er auðræði, veldi hinna ríku. Þegar við lítum í kringum okkur í hinum vestræna heimi þá er útlitið ekki fagurt. Hver furðufuglinn á fætur öðrum kemst til valda í svokölluðum lýðræðisríkjum. Donald Trump, Jair Bolsonaro, Boris Johnson og Viktor Orbàn eru fjögur dæmi um leiðtoga sem ættu varla að komast til valda í eðlilegu lýðræðisferli. Við gætum líka nefnt Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson hér á Íslandi í þessu samhengi. Það er augljóslega eitthvað bjagað, eitthvað alvarlegt að sjálfu kerfinu þegar svona einstaklingar veljast til æðstu embætta í lýðræðisríkjum. Við vitum hvað það er og við þurfum að taka á því. Til þess að fyrirbyggja óöld og óeirðir á vesturlöndum í framtíðinni þá verður að koma lýðræðinu í lag, koma á alvöru lýðræði þar sem upplýsingamiðlun til almennings er skilgreindur hluti lýðræðisferlisins á svipaðan hátt og leynilegar kosningar. Almenningur kemur ekki til með að sætta sig við til lengdar að þeirra raunveruleiki sé í svona hróplegu misræmi það sem speglað er í fjölmiðlum, ekki bara fjölmiðlum auðmanna heldur líka svo kölluðum óháðum fjölmiðlum þar sem þeir verða meira og minna að spila sömu melódíu og aðrir að öðrum kosti verða undir. Höfundur er jarðskjálftafræðingur
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun