„Við gáfum þeim þetta mark“ Sverrir Mar Smárason skrifar 12. ágúst 2024 21:10 Rúnar Kristinsson (til hægri), þjálfari Fram. vísir / anton brink Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur í leikslok þegar lið hans mætti ÍA á Akranesi í 18. umferð Bestu Deildar karla í kvöld. Ekki nema von enda lauk leiknum með 1-0 sigri ÍA. „Ég er bara vonsvikinn. Við gáfum þeim þetta mark. DJ, nýji leikmaðurinn okkar hangir á boltanum í upphafi síðari hálfleiks og lætur éta sig. Við erum búnir að ræða þetta margoft, þú gerir þetta ekki. Ein mistök hjá okkur og þeir skora. Það er svona það eina sem ég er ósáttur við. Annars fannst mér strákarnir gera allt rétt. Við erum ekki vanir því að spila á grasi, það er mjög þurrt og smá vindur. Mér fannst við leysa þetta allt ágætlega. Það var ekki mikið af færum á báða bóga, bara 0-0 leikur en við gefum þeim þetta eina mark. Ég er bara fúll og vonsvikinn,“ sagði Rúnar. Eins og Rúnar kom inná þá var leikurinn töluvert lokaðari en margir aðrir leikir eiga það til að vera. Hvorugt liðið vildi tapa og þar af leiðandi ekki tilbúið að taka áhættur. „Þetta kom mér alls ekki á óvart. Þetta var það sem maður bjóst við. Völlurinn skraufaþurr og það er erfitt að senda boltann á milli manna, hann skoppar á leiðinni og það eru fleiri mistök. Við vorum varkárir og vorum mikið í því að setja langa bolta fram. Það er bara eins og Skaginn, þeir negla honum fram og reyna að finna leiðir í gegnum varnirnar með stóra og sterka framherja. Þetta var ekkert fallegasti fótboltaleikurinn en hann var taktískur,“ sagði þjálfari Fram. Fram setti eins mikla pressu og þeir gátu á ÍA markið undir lok leiksins og fengu 8 mínútur í uppbótartíma. Þeim tókst ekki að nýta sér það svo tap varð að lokum niðurstaðan. Rúnar hefði viljað sjá sína leikmenn fara aðrar leiðir. „Já, já, það eru alltaf einhver augnablik þar sem menn hefðu getað valið aðrar sendingaleið og gert ýmislegt öðruvísi. Menn eru samt að reyna og menn lögðu sig fram. Ég var ánægður með liðið mitt. Hefðum getað gert margt betur en engu að síður setjum við pressu á þá. Eigum aukaspyrnu í stöngina, Haraldur Einar er einn á móti markmanni en skotið rétt framhjá og gerum nóg til að jafna. Það vantar lítið uppá og það var sárt að byrja síðari hálfleikinn á því að gefa þeim mark eftir eina mínútu þegar okkar maður hafði nægan tíma til þess að losa sig við boltann,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Sjá meira
„Ég er bara vonsvikinn. Við gáfum þeim þetta mark. DJ, nýji leikmaðurinn okkar hangir á boltanum í upphafi síðari hálfleiks og lætur éta sig. Við erum búnir að ræða þetta margoft, þú gerir þetta ekki. Ein mistök hjá okkur og þeir skora. Það er svona það eina sem ég er ósáttur við. Annars fannst mér strákarnir gera allt rétt. Við erum ekki vanir því að spila á grasi, það er mjög þurrt og smá vindur. Mér fannst við leysa þetta allt ágætlega. Það var ekki mikið af færum á báða bóga, bara 0-0 leikur en við gefum þeim þetta eina mark. Ég er bara fúll og vonsvikinn,“ sagði Rúnar. Eins og Rúnar kom inná þá var leikurinn töluvert lokaðari en margir aðrir leikir eiga það til að vera. Hvorugt liðið vildi tapa og þar af leiðandi ekki tilbúið að taka áhættur. „Þetta kom mér alls ekki á óvart. Þetta var það sem maður bjóst við. Völlurinn skraufaþurr og það er erfitt að senda boltann á milli manna, hann skoppar á leiðinni og það eru fleiri mistök. Við vorum varkárir og vorum mikið í því að setja langa bolta fram. Það er bara eins og Skaginn, þeir negla honum fram og reyna að finna leiðir í gegnum varnirnar með stóra og sterka framherja. Þetta var ekkert fallegasti fótboltaleikurinn en hann var taktískur,“ sagði þjálfari Fram. Fram setti eins mikla pressu og þeir gátu á ÍA markið undir lok leiksins og fengu 8 mínútur í uppbótartíma. Þeim tókst ekki að nýta sér það svo tap varð að lokum niðurstaðan. Rúnar hefði viljað sjá sína leikmenn fara aðrar leiðir. „Já, já, það eru alltaf einhver augnablik þar sem menn hefðu getað valið aðrar sendingaleið og gert ýmislegt öðruvísi. Menn eru samt að reyna og menn lögðu sig fram. Ég var ánægður með liðið mitt. Hefðum getað gert margt betur en engu að síður setjum við pressu á þá. Eigum aukaspyrnu í stöngina, Haraldur Einar er einn á móti markmanni en skotið rétt framhjá og gerum nóg til að jafna. Það vantar lítið uppá og það var sárt að byrja síðari hálfleikinn á því að gefa þeim mark eftir eina mínútu þegar okkar maður hafði nægan tíma til þess að losa sig við boltann,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05