Frumkvöðlar framtíðarinnar: Að breyta brestum og nýta neikvætt til nýsköpunar Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 11:30 Réttindi barna og stafrænt umhverfi Í íslenskri stjórnarskrá er ákvæði semsérstaklega fjallar um börn. Þannig segir í ákvæði 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar að börnum skuli í lögum tryggð sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Þetta ákvæði er merkilegt fyrir þær sakir að það er eina ákvæðið í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar sem verndar einnsamfélagshóp umfram annan og er eina ákvæðið sem veitir efnislegan grundvöll til að takmarka mannréttindi annarra í þágu barna. Börn sem tilheyra viðkvæmum samfélagshópum eru ólíklegri til að beita réttindum sínum með markvissum hætti í stafrænu umhverfi. Með viðkvæmum samfélagshópum er hér skírskotað til barna, sem eru berskjaldaðri fyrir neikvæðum áhrifum stafræns umhverfis og eru tiltekin persónueinkenni ráðandi fyrir þennan hóp barna, svo sem, hvatvísi, slök félagsfærni, árásargirni, tilfinningavandi, þunglyndi, kvíði og vímefnavandi, sem gerir það að verkum, að þau eru líklegri en önnur börn, til að verða þolendur eða gerendur ofbeldis í stafrænu umhverfi. Nýsköpun, takmarkanir og tækifæri Nýsköpun og hugvit eru grundvallarþættir í því að skapa betri framtíð fyrir börn og ungmenni, sérstaklega þau sem standa höllum fæti. Persónueinkenni eins og sköpunargleði, forvitni, þrautseigja, frumkvæði, gagnrýnin hugsun, félagsfærni, sveigjanleiki, áhættusækni og framsýni eru mikilvægir eiginleikar í nýsköpunarferlinu, enda geri þess einkenni einstaklingum kleift að þróa nýjar hugmyndir og framkvæma þær. Neikvæðir persónueiginleikar, eins og hvatvísi, slök félagsfærni, árásargirni, tilfinningavandi, þunglyndi, kvíði og vímefnavandi, geta hins vegar hindrað nýsköpun. Á hinn bóginn er með réttri leiðsögn og þjálfun hægt að umbreyta þessum neikvæðu eiginleikum í jákvæða eiginleika. Að umbreyta brestum í styrkleika Þegar hvatvísi er stjórnað getur hún breyst í sköpunargleði og hraða ákvarðanatöku. Slök félagsfærni getur umbreyst í djúpa einbeitingu á ákveðnum sviðum og getaeinstaklingar með réttri þjálfun í félagsfærni orðið framúrskarandi sérfræðingar. Þegar árásargirni er stjórnað, getur hún umbreyst í drifkraft og ákveðni, sem er nauðsynleg í samkeppnisumhverfi. Þá getur tilfinningavandi, þunglyndi og kvíði umbreyst í tilfinningagreind og samkennd, sem getur nýtist í nýsköpun og þróun. Loks sýna einstaklingar sem sigrast á vímefnavanda oft mikla þrautseigju og geta orðið sterkar fyrirmyndir fyrir aðra. Græðgi getur verið metnaður og eins og mont getir talist neikvætt viðhorf til sjálfstrausts, getur afskiptasemi verið neikvæð skilgreining á forvitni. Á sama hátt væri hægt að tala um hroka í stað sjàlfsálits, yfirlæti í stað ástríðu eða krafts og áráttu í stað ákefðar. Jafnframt gæti ákveðin eða staðföst manneskja verið skilin ósvífin og svo kann sjàlfsörugg manneskja að vera talin sjálfhverf. Þá hafa leiðtogahæfileikar stundum verið skilgreindir neikvætt, sem stjórnsemi og aðdáun sem öfund ásamt því sem frumkvæði getur verið rangnefnt óþolinmæði eða bjartsýni. Það er hægt að halda áfram og gengisfella sjálfsvirðingu í stolt, arðsemi í gróða og tala um eigingirni í stað sjálfsþekkingar. Það er meira segja hægt að túlka öruggan einstakling með framkomu sem ber þess merki að hvíla í trausti, sem hrokafullan og jafnvel siðblindan einstakling. Loks getur greiningarhæfni verið álitin gagnrýni, frásögn þolanda verið merkt hatursorðræða og þögn þótt vera dyggð. Uppbygging stafrænnar æsku Til þess að byggja upp stafræna hæfni hjá börnum og ungmennum, þarf að veita þeim þjálfun, fræðslu og stuðning, með að markmiði að umbreyta neikvæðum eiginleikum í jákvæða eiginleika. Meðhæfniþjálfun í stafrænu umhverfi er þannig hægt að beina orku og hvatvísi ungmenna í uppbyggilegar áttir. Til marks um þetta væri að fræða börn og ungmenni í því skyni að efla samskiptahæfni þeirra á stafrænum vettvangi og bæta félagsfærni þeirra. Samfara auknu sjálfstrausti og ríkari sköpunargleði í stafrænu umhverfi hjálpum við börnum og ungmennum að tjá tilfinningar sínar og byggja upp sjálfsþekkingu, sjàlfsmynd og sjàlfsímynd. Með snemmtækri fræðslu um netöryggi, áhættustjórn og einstaklingsábyrgð hlúum við jafnhliða að verndarandlaginu, sem er að efla áhættumeðvitundina og auka líkur á skynsamlegum ákvarðanatökum, sem svo aftur stuðlar að vaxandi líkum á markvissri nýsköpun og þróun nýrra tækja og forrita sem gagnast öðrum. Á sama hátt getir aðgangur barna að stafrænu umhverfi verið til þess fallinn að styrkja félagsleg tengsl, efla hugvit og skerpa á samstarfshæfni. Frumkvöðlastarf: Grunnstoð nútímans Það er staðreynd að eiginleikar sem stuðla að nýsköpun og hugviti eru oft tengdir jákvæðri hegðun og tilfinningum, enda stuðlar það fremur að virkri þátttöku, samvinnu, úthaldi og getu til að nýta tækifæri í síbreytilegum heimi. Á barnsaldri eru brestir samt ómótaðir og geta í fortíðinni falist verðmæti, sem hægt er að nýta með tilstyrk stafrænnar tækni og fræðslu. Stafræn hæfni, félagsfærni, sköpunargleði og ábyrgð eru mikilvægir persónueiginleikar í sífellt stafrænna samfélagi. Í ákvörðun um að efla stafræna hæfni ungmenna felst ákvörðun um að umbreyta neikvæðum þáttum í jákvæða þætti. Með því að breyta brestum og nýta neikvætt í nýsköpun getum við skapað sterkan grunn fyrir uppsprettu nýsköpunar - sem er ómissandi auðlind í nútímasamfélagi. Verkefni okkar er að stuðla að þróun jákvæðra persónueiginleika ungmenna ogþað samofið því verkefni sem felst í að stuðla að kraftmeiri nýsköpun, örari framþróun og skýrari samkeppnisforskoti. Þess vegna ætti megináhersla okkar að vera á því að efla hæfni barna og ungmenna til að nýta stafrænt umhverfi á uppbyggilegan hátt, þannig að þau geti þróað hæfileika sína og orðið frumkvöðlar framtíðarinnar. Með því að gera þetta sköpum við ekki aðeins betri framtíð fyrir börn og ungmenni heldur fyrir samfélagið í heild. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafræn þróun Mannréttindi Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Réttindi barna og stafrænt umhverfi Í íslenskri stjórnarskrá er ákvæði semsérstaklega fjallar um börn. Þannig segir í ákvæði 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar að börnum skuli í lögum tryggð sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Þetta ákvæði er merkilegt fyrir þær sakir að það er eina ákvæðið í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar sem verndar einnsamfélagshóp umfram annan og er eina ákvæðið sem veitir efnislegan grundvöll til að takmarka mannréttindi annarra í þágu barna. Börn sem tilheyra viðkvæmum samfélagshópum eru ólíklegri til að beita réttindum sínum með markvissum hætti í stafrænu umhverfi. Með viðkvæmum samfélagshópum er hér skírskotað til barna, sem eru berskjaldaðri fyrir neikvæðum áhrifum stafræns umhverfis og eru tiltekin persónueinkenni ráðandi fyrir þennan hóp barna, svo sem, hvatvísi, slök félagsfærni, árásargirni, tilfinningavandi, þunglyndi, kvíði og vímefnavandi, sem gerir það að verkum, að þau eru líklegri en önnur börn, til að verða þolendur eða gerendur ofbeldis í stafrænu umhverfi. Nýsköpun, takmarkanir og tækifæri Nýsköpun og hugvit eru grundvallarþættir í því að skapa betri framtíð fyrir börn og ungmenni, sérstaklega þau sem standa höllum fæti. Persónueinkenni eins og sköpunargleði, forvitni, þrautseigja, frumkvæði, gagnrýnin hugsun, félagsfærni, sveigjanleiki, áhættusækni og framsýni eru mikilvægir eiginleikar í nýsköpunarferlinu, enda geri þess einkenni einstaklingum kleift að þróa nýjar hugmyndir og framkvæma þær. Neikvæðir persónueiginleikar, eins og hvatvísi, slök félagsfærni, árásargirni, tilfinningavandi, þunglyndi, kvíði og vímefnavandi, geta hins vegar hindrað nýsköpun. Á hinn bóginn er með réttri leiðsögn og þjálfun hægt að umbreyta þessum neikvæðu eiginleikum í jákvæða eiginleika. Að umbreyta brestum í styrkleika Þegar hvatvísi er stjórnað getur hún breyst í sköpunargleði og hraða ákvarðanatöku. Slök félagsfærni getur umbreyst í djúpa einbeitingu á ákveðnum sviðum og getaeinstaklingar með réttri þjálfun í félagsfærni orðið framúrskarandi sérfræðingar. Þegar árásargirni er stjórnað, getur hún umbreyst í drifkraft og ákveðni, sem er nauðsynleg í samkeppnisumhverfi. Þá getur tilfinningavandi, þunglyndi og kvíði umbreyst í tilfinningagreind og samkennd, sem getur nýtist í nýsköpun og þróun. Loks sýna einstaklingar sem sigrast á vímefnavanda oft mikla þrautseigju og geta orðið sterkar fyrirmyndir fyrir aðra. Græðgi getur verið metnaður og eins og mont getir talist neikvætt viðhorf til sjálfstrausts, getur afskiptasemi verið neikvæð skilgreining á forvitni. Á sama hátt væri hægt að tala um hroka í stað sjàlfsálits, yfirlæti í stað ástríðu eða krafts og áráttu í stað ákefðar. Jafnframt gæti ákveðin eða staðföst manneskja verið skilin ósvífin og svo kann sjàlfsörugg manneskja að vera talin sjálfhverf. Þá hafa leiðtogahæfileikar stundum verið skilgreindir neikvætt, sem stjórnsemi og aðdáun sem öfund ásamt því sem frumkvæði getur verið rangnefnt óþolinmæði eða bjartsýni. Það er hægt að halda áfram og gengisfella sjálfsvirðingu í stolt, arðsemi í gróða og tala um eigingirni í stað sjálfsþekkingar. Það er meira segja hægt að túlka öruggan einstakling með framkomu sem ber þess merki að hvíla í trausti, sem hrokafullan og jafnvel siðblindan einstakling. Loks getur greiningarhæfni verið álitin gagnrýni, frásögn þolanda verið merkt hatursorðræða og þögn þótt vera dyggð. Uppbygging stafrænnar æsku Til þess að byggja upp stafræna hæfni hjá börnum og ungmennum, þarf að veita þeim þjálfun, fræðslu og stuðning, með að markmiði að umbreyta neikvæðum eiginleikum í jákvæða eiginleika. Meðhæfniþjálfun í stafrænu umhverfi er þannig hægt að beina orku og hvatvísi ungmenna í uppbyggilegar áttir. Til marks um þetta væri að fræða börn og ungmenni í því skyni að efla samskiptahæfni þeirra á stafrænum vettvangi og bæta félagsfærni þeirra. Samfara auknu sjálfstrausti og ríkari sköpunargleði í stafrænu umhverfi hjálpum við börnum og ungmennum að tjá tilfinningar sínar og byggja upp sjálfsþekkingu, sjàlfsmynd og sjàlfsímynd. Með snemmtækri fræðslu um netöryggi, áhættustjórn og einstaklingsábyrgð hlúum við jafnhliða að verndarandlaginu, sem er að efla áhættumeðvitundina og auka líkur á skynsamlegum ákvarðanatökum, sem svo aftur stuðlar að vaxandi líkum á markvissri nýsköpun og þróun nýrra tækja og forrita sem gagnast öðrum. Á sama hátt getir aðgangur barna að stafrænu umhverfi verið til þess fallinn að styrkja félagsleg tengsl, efla hugvit og skerpa á samstarfshæfni. Frumkvöðlastarf: Grunnstoð nútímans Það er staðreynd að eiginleikar sem stuðla að nýsköpun og hugviti eru oft tengdir jákvæðri hegðun og tilfinningum, enda stuðlar það fremur að virkri þátttöku, samvinnu, úthaldi og getu til að nýta tækifæri í síbreytilegum heimi. Á barnsaldri eru brestir samt ómótaðir og geta í fortíðinni falist verðmæti, sem hægt er að nýta með tilstyrk stafrænnar tækni og fræðslu. Stafræn hæfni, félagsfærni, sköpunargleði og ábyrgð eru mikilvægir persónueiginleikar í sífellt stafrænna samfélagi. Í ákvörðun um að efla stafræna hæfni ungmenna felst ákvörðun um að umbreyta neikvæðum þáttum í jákvæða þætti. Með því að breyta brestum og nýta neikvætt í nýsköpun getum við skapað sterkan grunn fyrir uppsprettu nýsköpunar - sem er ómissandi auðlind í nútímasamfélagi. Verkefni okkar er að stuðla að þróun jákvæðra persónueiginleika ungmenna ogþað samofið því verkefni sem felst í að stuðla að kraftmeiri nýsköpun, örari framþróun og skýrari samkeppnisforskoti. Þess vegna ætti megináhersla okkar að vera á því að efla hæfni barna og ungmenna til að nýta stafrænt umhverfi á uppbyggilegan hátt, þannig að þau geti þróað hæfileika sína og orðið frumkvöðlar framtíðarinnar. Með því að gera þetta sköpum við ekki aðeins betri framtíð fyrir börn og ungmenni heldur fyrir samfélagið í heild. Höfundur er lögfræðingur.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun