Arnar fær bannið eftir rauða spjaldið og hegðun sína á hliðarlínunni í síðasta deildarleik Víkinga, gegn Vestra um helgina.
Arnar grýtti þar meðal annars möppu í grasið fyrir framan fjórða dómara leiksins og lét öllum illum látum, áður en honum var vísað af velli, en hann var reiður eftir jöfnunarmark Vestra og taldi brotið á einum leikmanna sinna í aðdragandanum.
Þetta var annað rauða spjaldið sem Arnar fær í sumar og alls sjötta rauða spjaldið sem hann fær sem aðalþjálfari Víkings, á fjögurra ára tímabili.
Næsti leikur Víkings er hinn mikilvægi seinni leikur við Flora Tallinn í Eistlandi, í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn, sem sýndur verður á Stöð 2 Sport.
Arnar stýrir Víkingum þar en verður svo í banni í leikjum við ÍA, KR og Val.