Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 09:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir kallar eftir því að fólk taki ábyrgð á því sem gerðist á fyrsta degi heimsleikanna. @katrintanja Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. „Ég á erfitt með að finna réttu orðin eftir þennan hryllilega atburð um síðustu helgi. Fréttirnar af andláti Lazar Dukic, á meðan hann var að keppa á heimsleikunum, er meira en reiðarslag,“ skrifaði Katrín Tanja. „Ég hef verið í vandræðum með það síðustu fjóra daga að finna réttu leiðina til að deila sorg minni og pirringi. Það eru engin orð til sem ná yfir allar þær tilfinningar mínar,“ skrifaði Katrín Tanja. Það er ljóst að hennar mati að öryggismál heimsleikanna hafi ekki verið á góðum stað. Óskiljanlegt að við höfum misst Lazar „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Það er óskiljanlegt að við höfum misst Lazar og ég trúi því ekki að við séum að glíma við þennan veruleika í dag,“ skrifaði Katrín. „Í mörg ár hefur íþróttafólkið haft áhyggjur af öryggi sínu, hvort sem það er vegna hitaslaga, of mikils álags eða öðrum áhættuþáttum sem íþróttafólkið hefur þurft að takast á við. Það hefur ekki verið hlustað á okkur,“ skrifaði Katrín. Þurfa að taka ábyrgð „Nú þurfum við að takast á við óhugsandi afleiðingar af þessari hunsun á okkar varnaðarorðum. Ég vildi óska þess að við gætum farið til baka og breytt endinum en ekkert mun færa okkur hann aftur. Það sem við getum vonast eftir núna er að fólk taki ábyrgð á því sem gerðist og breytingar verði gerðar hjá samtökunum sem brugðust honum,“ skrifaði Katrín. Katrín segist ekki hafa þekkt Lazar persónulega en það hafi verið augljóst að hann var leiðarljós og innblástur fyrir svo margra. Arfleið hans mun lifa „Hann kom með svo jákvæða orku og lyfti öllum upp í kringum sig. Ljós hans og arfleifð mun lifa innan okkar samfélag til eilífðarnóns,“ skrifaði Katrín. „Hjarta mitt og bænir eru hjá bróður hans Luka, Önju kærustu hans, fjölskyldu hans og öllum þeim sem elskuðu hann,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Sjá meira
„Ég á erfitt með að finna réttu orðin eftir þennan hryllilega atburð um síðustu helgi. Fréttirnar af andláti Lazar Dukic, á meðan hann var að keppa á heimsleikunum, er meira en reiðarslag,“ skrifaði Katrín Tanja. „Ég hef verið í vandræðum með það síðustu fjóra daga að finna réttu leiðina til að deila sorg minni og pirringi. Það eru engin orð til sem ná yfir allar þær tilfinningar mínar,“ skrifaði Katrín Tanja. Það er ljóst að hennar mati að öryggismál heimsleikanna hafi ekki verið á góðum stað. Óskiljanlegt að við höfum misst Lazar „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Það er óskiljanlegt að við höfum misst Lazar og ég trúi því ekki að við séum að glíma við þennan veruleika í dag,“ skrifaði Katrín. „Í mörg ár hefur íþróttafólkið haft áhyggjur af öryggi sínu, hvort sem það er vegna hitaslaga, of mikils álags eða öðrum áhættuþáttum sem íþróttafólkið hefur þurft að takast á við. Það hefur ekki verið hlustað á okkur,“ skrifaði Katrín. Þurfa að taka ábyrgð „Nú þurfum við að takast á við óhugsandi afleiðingar af þessari hunsun á okkar varnaðarorðum. Ég vildi óska þess að við gætum farið til baka og breytt endinum en ekkert mun færa okkur hann aftur. Það sem við getum vonast eftir núna er að fólk taki ábyrgð á því sem gerðist og breytingar verði gerðar hjá samtökunum sem brugðust honum,“ skrifaði Katrín. Katrín segist ekki hafa þekkt Lazar persónulega en það hafi verið augljóst að hann var leiðarljós og innblástur fyrir svo margra. Arfleið hans mun lifa „Hann kom með svo jákvæða orku og lyfti öllum upp í kringum sig. Ljós hans og arfleifð mun lifa innan okkar samfélag til eilífðarnóns,“ skrifaði Katrín. „Hjarta mitt og bænir eru hjá bróður hans Luka, Önju kærustu hans, fjölskyldu hans og öllum þeim sem elskuðu hann,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Sjá meira