Borgaði tvöfalt meira fyrir miklu minna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2024 14:01 Kristín Ólafs keypti sambærilegar vörur með glúteini á meðan Diljá keypti sínar venjulegu glúteinlausu. Diljá borgaði bæði meira og fékk minna magn. Diljá Jóhannsdóttir er hætt að njóta þess að fara út að borða og þarf auk þess að borga miklu meira fyrir matvöru en aðrir. Hún er með sjálfsofnæmissjúkdóminn Selíak en eina meðferðin er algjörlega glúteinlaust fæði. Kristín Ólafsdóttir fór í sérstaka verslunarferð með Diljá í Íslandi í dag. „Það þarf að passa mikið líka upp á krossmit og slíkt, má helst ekki fá mylsnu. Viðmiðin eru tuttugu parts per milljón, sem er þá bara mylsna eða tvær held ég. Það hafa náttúrulega orðið slys og það verða slys,“ segir Diljá. Þannig getur minnsta glúteinarða valdið miklum usla sé hún innbyrt. Einkennin geta verið næringarskortur, þyngdartap, kviðverkir, niðurgangur, þunglyndi og hármissir svo fátt eitt sé nefnt. Erfiðast í félagslegum aðstæðum Diljá segir í Íslandi dag það erfiðasta sem fylgi sé að vera í félagslegum aðstæðum þar sem matur komi við sögu. Að fara út að borða og í matarboð geti reynst þrautin þyngri. Diljá segir að sér finnist ekkert sérstaklega gaman að fara út að borða vegna þessa. „Þegar maður fer út að borða þá þarf maður náttúrulega að spyrja tuttugu spurninga kannski og það er mjög mismunandi hversu auðvelt er að fá svör. Og að fara í boð þá þarf maður alltaf að hringja á undan sér og athuga hvort það sé eitthvað eða hvort ég megi taka nesti, eða hvort það sé skrítið þá að taka nesti og allt svoleiðis.“ Miklu dýrara líf Diljá bjó um skeið í Noregi og sér mikinn mun á kunnáttu heilbrigðisstarfsfólks og veitingastaða vegna sjúkdómsins og hér. Þar er auk þess greiddur styrkur til þeirra sem eru með Selíak mánaðarlega. Þá er glúteinlaust fæði niðurgreitt með sambærilegum hætti víðar í Evrópu. „Þegar ég þarf að versla í matinn þarf ég iðulega að fara í tvær, þrjár búðir til að finna það sem ég þarf. Krónan selur kannski pasta sem ég þarf, Bónus selur mjölið sem ég þarf, Nettó kannski með meiri pulsubrauð, meira spes vörur. Þannig maður þarf oft að fara í nokkrar búðir til að versla.“ Þær Kristín og Diljá kíkja í litla verslunarferð í Íslandi í dag, Kristín með hefðbundnar vörur en Diljá með glúteinlausar. Gríðarlegur munur er á bæði magni af mat og verðinu sem þær greiða en Kristín greiðir 1839 krónur fyrir 4555 grömm af mat en Diljá 3.471 krónur fyrir 1830 grömm. Diljá segir þetta lýsandi fyrir sína reynslu. „Þetta er eina lyfið sem er við mínum sjúkdómi, það er ekki hægt að kaupa neitt úti í apóteki, ég þarf að vera á þessu mataræði ævilangt, ég læknast ekki. Þetta spilar inn í og þetta er ágæt upphæð sem maður borgar aukalega fyrir þetta mataræði. Það myndi hjálpa mikið að fá smá styrk.“ Ísland í dag Heilsa Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Sjá meira
„Það þarf að passa mikið líka upp á krossmit og slíkt, má helst ekki fá mylsnu. Viðmiðin eru tuttugu parts per milljón, sem er þá bara mylsna eða tvær held ég. Það hafa náttúrulega orðið slys og það verða slys,“ segir Diljá. Þannig getur minnsta glúteinarða valdið miklum usla sé hún innbyrt. Einkennin geta verið næringarskortur, þyngdartap, kviðverkir, niðurgangur, þunglyndi og hármissir svo fátt eitt sé nefnt. Erfiðast í félagslegum aðstæðum Diljá segir í Íslandi dag það erfiðasta sem fylgi sé að vera í félagslegum aðstæðum þar sem matur komi við sögu. Að fara út að borða og í matarboð geti reynst þrautin þyngri. Diljá segir að sér finnist ekkert sérstaklega gaman að fara út að borða vegna þessa. „Þegar maður fer út að borða þá þarf maður náttúrulega að spyrja tuttugu spurninga kannski og það er mjög mismunandi hversu auðvelt er að fá svör. Og að fara í boð þá þarf maður alltaf að hringja á undan sér og athuga hvort það sé eitthvað eða hvort ég megi taka nesti, eða hvort það sé skrítið þá að taka nesti og allt svoleiðis.“ Miklu dýrara líf Diljá bjó um skeið í Noregi og sér mikinn mun á kunnáttu heilbrigðisstarfsfólks og veitingastaða vegna sjúkdómsins og hér. Þar er auk þess greiddur styrkur til þeirra sem eru með Selíak mánaðarlega. Þá er glúteinlaust fæði niðurgreitt með sambærilegum hætti víðar í Evrópu. „Þegar ég þarf að versla í matinn þarf ég iðulega að fara í tvær, þrjár búðir til að finna það sem ég þarf. Krónan selur kannski pasta sem ég þarf, Bónus selur mjölið sem ég þarf, Nettó kannski með meiri pulsubrauð, meira spes vörur. Þannig maður þarf oft að fara í nokkrar búðir til að versla.“ Þær Kristín og Diljá kíkja í litla verslunarferð í Íslandi í dag, Kristín með hefðbundnar vörur en Diljá með glúteinlausar. Gríðarlegur munur er á bæði magni af mat og verðinu sem þær greiða en Kristín greiðir 1839 krónur fyrir 4555 grömm af mat en Diljá 3.471 krónur fyrir 1830 grömm. Diljá segir þetta lýsandi fyrir sína reynslu. „Þetta er eina lyfið sem er við mínum sjúkdómi, það er ekki hægt að kaupa neitt úti í apóteki, ég þarf að vera á þessu mataræði ævilangt, ég læknast ekki. Þetta spilar inn í og þetta er ágæt upphæð sem maður borgar aukalega fyrir þetta mataræði. Það myndi hjálpa mikið að fá smá styrk.“
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Sjá meira