Ljósbrot í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 10:39 Myndin hefur unnið til fernra alþjóðlegra verðlauna í sumar. Aðsend Á blaðamannafundi í morgun tilkynnti franska leikkonan Juliette Binoche, forseti Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, að Ljósbrot undir leikstjórn Rúnars Rúnarssonar hafi verið valin til forvals Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Í vor var Ljósbrot opnunarmynd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin standandi lófaklapp áhorfanda og góða dóma gagnrýnenda. Hollywood Reporter og Screendaily hafa sett myndina á sína lista yfir bestu myndir hátíðarinnar. Þá vann myndin einnig til fernra alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna í sumar. Fréttirnar koma á góðum tíma þar sem Ljósbrot verður frumsýnd á Íslandi þann 28. ágúst og sjá Sambíóin um dreifingu. Leikhópurinn ásamt Rúnari Rúnarssyni leikstjóra.Aðsend „Þegar saman koma, ótrúlega góður leikarahópur, frábært fagfólk og listafólk, þá geta stórkostlegir hlutir gerst. Við erum ótrúlega stolt af öllu þessu fólki og erum þeim þakklát fyrir að hafa skapað þetta fallega verk með okkur. Jarðvegur sem einkaaðilar og stjórnvöld hafa ræktað undanfarin ár hefur einnig verið ómetanlegur í öllu þessu ferli,“ segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri myndarinnar. Með aðalhlutverk í Ljósbroti fara Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu er sett á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanareið tilfinninga. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Í vor var Ljósbrot opnunarmynd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin standandi lófaklapp áhorfanda og góða dóma gagnrýnenda. Hollywood Reporter og Screendaily hafa sett myndina á sína lista yfir bestu myndir hátíðarinnar. Þá vann myndin einnig til fernra alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna í sumar. Fréttirnar koma á góðum tíma þar sem Ljósbrot verður frumsýnd á Íslandi þann 28. ágúst og sjá Sambíóin um dreifingu. Leikhópurinn ásamt Rúnari Rúnarssyni leikstjóra.Aðsend „Þegar saman koma, ótrúlega góður leikarahópur, frábært fagfólk og listafólk, þá geta stórkostlegir hlutir gerst. Við erum ótrúlega stolt af öllu þessu fólki og erum þeim þakklát fyrir að hafa skapað þetta fallega verk með okkur. Jarðvegur sem einkaaðilar og stjórnvöld hafa ræktað undanfarin ár hefur einnig verið ómetanlegur í öllu þessu ferli,“ segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri myndarinnar. Með aðalhlutverk í Ljósbroti fara Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu er sett á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanareið tilfinninga.
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein