Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 14:07 Faðir barnanna, Mohamed, með fæðingarvottorð tvíburanna í líkhúsinu þar sem hann tók á móti fjölskyldu sinni eftir að þau voru drepin. Vísir/Getty Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. „Konan mín er farin, börnin mín tvö og tengdamóðir mín. Mér var sagt að þetta hefði verið skot úr skriðdreka sem hefði lent á íbúðinni sem þau voru í, í húsi þar sem við höfðum verið frá því við lögðum á flótta,“ segir Mohamed á vef Reuters, en hann frétti af andlátum þeirra frá nágranna sínum. „Ég fékk ekki einu sinni tíma til að fagna þeim.“ Í erlendum miðlum fylgja fréttir af Mohamed. Á þeim heldur hann á fæðingarvottorði tvíburanna í líkhúsinu þar sem hann tók á móti fjölskyldu sinni. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, hafi 115 nýburar verið drepnir frá því í október. BBC hefur óskað eftir viðbrögðum frá ísraelska hernum um árásina en hafði ekki fengið nein viðbrögð þegar fréttin var birt. Ísraelsk yfirvöld hafa ítrekað sagt að þau reyni að forðast að skaða almenna borgara og kenna yfirleitt Hamas um það þegar það gerist. Að það sé verið að skjóta á hernaðarleg takmörk sem tengist Hamas í íbúðabyggð eða nærri stöðum þar sem íbúar hafa leitað skjóls. Þar kemur einnig fram að á síðustu vikum hafi verið skotið á nokkur skýli. Sem dæmi hafi á laugardag verið skotið á skóla þar sem Palestínumenn höfðu leitað skjóls. Um 70 létust í þeirri árás. Talsmaður ísraelska hersins sagði Hamas-liða hafa haldið til í skólanum. Nærri 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn á Gasa. Það gerðu þeir eftir að Hamas-liðar réðust inn í Ísrael, drápu 1.200 og tóku 251 gísl til Gasa þann 7. október. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á skóla í nótt Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum. 10. ágúst 2024 07:54 Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50 Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. 14. ágúst 2024 06:56 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
„Konan mín er farin, börnin mín tvö og tengdamóðir mín. Mér var sagt að þetta hefði verið skot úr skriðdreka sem hefði lent á íbúðinni sem þau voru í, í húsi þar sem við höfðum verið frá því við lögðum á flótta,“ segir Mohamed á vef Reuters, en hann frétti af andlátum þeirra frá nágranna sínum. „Ég fékk ekki einu sinni tíma til að fagna þeim.“ Í erlendum miðlum fylgja fréttir af Mohamed. Á þeim heldur hann á fæðingarvottorði tvíburanna í líkhúsinu þar sem hann tók á móti fjölskyldu sinni. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, hafi 115 nýburar verið drepnir frá því í október. BBC hefur óskað eftir viðbrögðum frá ísraelska hernum um árásina en hafði ekki fengið nein viðbrögð þegar fréttin var birt. Ísraelsk yfirvöld hafa ítrekað sagt að þau reyni að forðast að skaða almenna borgara og kenna yfirleitt Hamas um það þegar það gerist. Að það sé verið að skjóta á hernaðarleg takmörk sem tengist Hamas í íbúðabyggð eða nærri stöðum þar sem íbúar hafa leitað skjóls. Þar kemur einnig fram að á síðustu vikum hafi verið skotið á nokkur skýli. Sem dæmi hafi á laugardag verið skotið á skóla þar sem Palestínumenn höfðu leitað skjóls. Um 70 létust í þeirri árás. Talsmaður ísraelska hersins sagði Hamas-liða hafa haldið til í skólanum. Nærri 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn á Gasa. Það gerðu þeir eftir að Hamas-liðar réðust inn í Ísrael, drápu 1.200 og tóku 251 gísl til Gasa þann 7. október.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á skóla í nótt Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum. 10. ágúst 2024 07:54 Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50 Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. 14. ágúst 2024 06:56 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Gerðu loftárás á skóla í nótt Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum. 10. ágúst 2024 07:54
Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50
Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. 14. ágúst 2024 06:56