Bikarúrslitaleikur KA og Víkings fer ekki fram föstudaginn 23. ágúst eins og áætlað var.
Góður árangur Víkinga í Sambandsdeildinni þýðir að liðið er að spila fyrri leik sinn í umspili Sambandsdeildar UEFA daginn áður.
Víkingar mæta UE Santa Coloma frá Andorra í Víkinni fimmtudaginn 22. ágúst næstkomandi. Það lið sem hefur betur í tveimur leikjum liðanna kemst í riðlakeppnina. Seinni leikurinn er út í Andorra viku síðar.
Knattspyrnusamband Íslands hefur því ákveðið að fresta bikarúrslitaleiknum um næstum því mánuð.
Hann er nú settur á laugardaginn 21. september kl. 16.00 á Laugardalsvelli.
- Mjólkurbikar karla - Úrslitaleikur:
- KA – Víkingur R
- Var: Föstudaginn 23. ágúst kl. 19.15 á Laugardalsvelli
- Verður: Laugardaginn 21. september kl. 16.00 á Laugardalsvelli