Láglaunakonur neiti sér um mat svo að börn þeirra fái að borða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 19:30 Berglind segir margar láglaunakonur ekki hafa efni á að kaupa nauðsynjavörur líkt og kuldaskó og úlpur fyrir börn sín. Vísir/Arnar Rúm fjörutíu prósent kvenna í láglaunastörfum hafa minna en 150 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði. Margar geta ekki keypt nauðsynjavörur, eins og kuldaskó og úlpur fyrir börn sín, og hafa neitað sér um mat svo börn þeirra fái að borða. Hópur fræðakvenna kynnti í morgun niðurstöður skýrslu um ójöfnuð meðal íslenskra kvenna. Af þeim rúmlega tólf hundruð sem tóku þátt í könnun, sem skýrslan byggir á, eru 42 prósent með minna en 500 þúsund í laun á mánuði, 38 prósent með fimm til átta hundruð þúsund og tuttugu prósent með hærri laun en það. Félagslífið sitji á hakanum Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að láglaunakonur eiga mun erfiðara en aðrar að ná endum saman. Rúm fjörutíu prósent þeirra hafa minna en 150 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði og 13 prósent minna en sextíu þúsund. Þá getur tæpur þriðjungur láglaunakvenna ekki mætt óvæntum útgjöldum. „Þær eru líklegri til að þurfa að neita sér eða börnunum sínum um ýmsar grunnþarfir,“ segir Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. „Þær geta ekki borgað kostnað vegna skólaferðalaga, þær geta ekki margar hverjar greitt fyrir nauðsynlegan fatnað eins og kuldaskó eða úlpur. Margar eiga erfitt með að greiða fyrir hluti sem tengjast félagslífi barnanna þeirra ef þau vilja fara í bekkjarafmæli þar sem þarf að koma með afmælisgjöf, fara í bíó eða eitthvað slíkt þá þurfa þær að neita börnunum sínum um það.“ Börn útsettasti hópurinn fyrir fátækt Margar þeirra segjast þá ekki geta greitt fyrir tómstundir og íþróttir barna sinna og jafnvel þurfa að neita sér um mat svo börn þeirra fái að borða. Eins kemur fram í skýrslunni að láglaunakonur séu líkamlega og andlega heilsuveilli en konur með hærri laun. „Þetta er auðvitað samfélagslegur kostnaður. Þetta hefur bæði áhrif á atvinnuþátttöku og fjölskylduna en líka bara heilbrigðiskostnað og samfélagið allt. Það borgar sig ekkert að skera naumt í þessu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Sonja Ýr kallar eftir því að stjórnvöld endurskoði reglulegar aðstoð við fjölskyldur.Vísir/Arnar Könnunin sé skýrt merki um hvað stuðningsaðgerðir stjórnvalda geta skipt miklu máli. „Við höfum það að meðaltali gott hér á landi en það eru hópar innan hópanna sem þarf að styðja sérstaklega við. Við höfum auðvitað verið að berjast fyrir því við kjarasamningsborðið en við vitum líka að stuðningur stjórnvalda ræður úrslitum um það hvort fólk nái endum saman og geti séð börnum sínum farborða. Það er enn þannig að það eru helst börn í þessu samfélagi sem eru útsett fyrir fátækt,“ segir Sonja. „Það er auðvitað þannig að það eiga ekki að vera breytingar á stuðningi við barnafjölskyldur þegar verið er að gera kjarasamninga hverju sinni heldur á að vera að meta stöðuna stöðugt og bregðast við. Því miður hefur það ekki verið að gerast og það er pólitík sem okkur líkar ekki við.“ Ömurlegt að fólk sé svangt í allsnægtarsamfélagi Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma á óvart. „Við erum alltaf að reyna að bregðast við þessu í kjarasamningum. Í síðustu kjarasamningum lögðum við sérstaka áherslu á lægstu launin og það á að koma láglaunafólki til góða. Við lögðum líka sérstaka áherslu á það, gagnvart ríki og sveitarfélögum, að þau myndu spýta í tilfærslukerfin, svo sem barnabótakerfin og húsnæðisbætur,“ segir Finnbjörn. Miklu máli skipti að við þessi loforð verði staðið. Hann segir mjög dýrt að gera það ekki þar sem afleiðingar þess myndu fyrst og síðast bitna á börnum. Hann segir ömurlegt að vita til þess að sumar mæður sleppi því að borða svo börn þeirra verði ekki svöng. „Það er ömurlegt að vita til þess, í þessu allsnægtarsamfélagi sem við búum í, að það sé þannig staða hjá fólki að þetta þurfi að koma upp. Það er ekki allt saman leyst í kjarasamningur. Ríki og sveitarfélög bera töluverða ábyrgð á velferð fólks í landinu. Þau verða að standa sína plikt í þessum efnum.“ Vinnumarkaður Kjaramál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Láglaunakonur heilsuveilli en konur með hærri laun Líkamleg heilsa kvenna, sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi, er verri en kvenna með meiri menntun. Þá eru konur með háskólamenntun í öllum tilfellum ólíklegri til að vera með klínísk einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en konur með lægra menntunarstig. 16. ágúst 2024 12:00 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Hópur fræðakvenna kynnti í morgun niðurstöður skýrslu um ójöfnuð meðal íslenskra kvenna. Af þeim rúmlega tólf hundruð sem tóku þátt í könnun, sem skýrslan byggir á, eru 42 prósent með minna en 500 þúsund í laun á mánuði, 38 prósent með fimm til átta hundruð þúsund og tuttugu prósent með hærri laun en það. Félagslífið sitji á hakanum Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að láglaunakonur eiga mun erfiðara en aðrar að ná endum saman. Rúm fjörutíu prósent þeirra hafa minna en 150 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði og 13 prósent minna en sextíu þúsund. Þá getur tæpur þriðjungur láglaunakvenna ekki mætt óvæntum útgjöldum. „Þær eru líklegri til að þurfa að neita sér eða börnunum sínum um ýmsar grunnþarfir,“ segir Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. „Þær geta ekki borgað kostnað vegna skólaferðalaga, þær geta ekki margar hverjar greitt fyrir nauðsynlegan fatnað eins og kuldaskó eða úlpur. Margar eiga erfitt með að greiða fyrir hluti sem tengjast félagslífi barnanna þeirra ef þau vilja fara í bekkjarafmæli þar sem þarf að koma með afmælisgjöf, fara í bíó eða eitthvað slíkt þá þurfa þær að neita börnunum sínum um það.“ Börn útsettasti hópurinn fyrir fátækt Margar þeirra segjast þá ekki geta greitt fyrir tómstundir og íþróttir barna sinna og jafnvel þurfa að neita sér um mat svo börn þeirra fái að borða. Eins kemur fram í skýrslunni að láglaunakonur séu líkamlega og andlega heilsuveilli en konur með hærri laun. „Þetta er auðvitað samfélagslegur kostnaður. Þetta hefur bæði áhrif á atvinnuþátttöku og fjölskylduna en líka bara heilbrigðiskostnað og samfélagið allt. Það borgar sig ekkert að skera naumt í þessu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Sonja Ýr kallar eftir því að stjórnvöld endurskoði reglulegar aðstoð við fjölskyldur.Vísir/Arnar Könnunin sé skýrt merki um hvað stuðningsaðgerðir stjórnvalda geta skipt miklu máli. „Við höfum það að meðaltali gott hér á landi en það eru hópar innan hópanna sem þarf að styðja sérstaklega við. Við höfum auðvitað verið að berjast fyrir því við kjarasamningsborðið en við vitum líka að stuðningur stjórnvalda ræður úrslitum um það hvort fólk nái endum saman og geti séð börnum sínum farborða. Það er enn þannig að það eru helst börn í þessu samfélagi sem eru útsett fyrir fátækt,“ segir Sonja. „Það er auðvitað þannig að það eiga ekki að vera breytingar á stuðningi við barnafjölskyldur þegar verið er að gera kjarasamninga hverju sinni heldur á að vera að meta stöðuna stöðugt og bregðast við. Því miður hefur það ekki verið að gerast og það er pólitík sem okkur líkar ekki við.“ Ömurlegt að fólk sé svangt í allsnægtarsamfélagi Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma á óvart. „Við erum alltaf að reyna að bregðast við þessu í kjarasamningum. Í síðustu kjarasamningum lögðum við sérstaka áherslu á lægstu launin og það á að koma láglaunafólki til góða. Við lögðum líka sérstaka áherslu á það, gagnvart ríki og sveitarfélögum, að þau myndu spýta í tilfærslukerfin, svo sem barnabótakerfin og húsnæðisbætur,“ segir Finnbjörn. Miklu máli skipti að við þessi loforð verði staðið. Hann segir mjög dýrt að gera það ekki þar sem afleiðingar þess myndu fyrst og síðast bitna á börnum. Hann segir ömurlegt að vita til þess að sumar mæður sleppi því að borða svo börn þeirra verði ekki svöng. „Það er ömurlegt að vita til þess, í þessu allsnægtarsamfélagi sem við búum í, að það sé þannig staða hjá fólki að þetta þurfi að koma upp. Það er ekki allt saman leyst í kjarasamningur. Ríki og sveitarfélög bera töluverða ábyrgð á velferð fólks í landinu. Þau verða að standa sína plikt í þessum efnum.“
Vinnumarkaður Kjaramál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Láglaunakonur heilsuveilli en konur með hærri laun Líkamleg heilsa kvenna, sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi, er verri en kvenna með meiri menntun. Þá eru konur með háskólamenntun í öllum tilfellum ólíklegri til að vera með klínísk einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en konur með lægra menntunarstig. 16. ágúst 2024 12:00 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Láglaunakonur heilsuveilli en konur með hærri laun Líkamleg heilsa kvenna, sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi, er verri en kvenna með meiri menntun. Þá eru konur með háskólamenntun í öllum tilfellum ólíklegri til að vera með klínísk einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en konur með lægra menntunarstig. 16. ágúst 2024 12:00