Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2024 18:19 Palestínumenn á flótta eftir að fyrirskipun um brottflutning var gefin út um Al Maghazi flóttamannabúðirnar. Vísir/EPA Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. Í sameiginlegri yfirlýsingu embættismannanna sem reyna að semja um vopnahléið kom fram að í tillögunni sem unnið sé að sé reynt að byggja brýr á milli Ísrael og Hamas. Þá kom einnig fram að þeir vonist til þess að hægt verði að vinna úr því hvernig verði hægt að innleiða planið í næstu viku í Kaíró. Í umfjöllun AP um málið segir að tilgangurinn með viðræðunum sé bæði að tryggja vopnahlé en einnig lausn gísla sem hafa verið í haldi Hamas frá því í október. Þá vonast þeir einnig til þess að með því að semja um vopnahlé verði hægt að draga úr spennu í Íran og Líbanon og til að koma í veg fyrir að stríðið breiðist út til fleiri landa. Í frétt BBC um samningaviðræðurnar segir að Hamas hafi lýst viðræðunum sem blekkingu. Haft er eftir hátt settum manni innan samtakanna að samningaviðræðurnar hafi ekki skilað neinum árangri og að sáttasemjararnir séu að „selja blekkingar“. Joint Statement from the United States, Egypt, and Qatar#MOFAQatar pic.twitter.com/A7myXPKsh3— Ministry of Foreign Affairs - Qatar (@MofaQatar_EN) August 16, 2024 Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði í gær að hann væri afar bjartsýnn á samkomulag. Á vef AP segir að sprengjurnar sem hafi lent á Gasa í dag hafi lent á bæði húsi og vöruskemmu þar sem fólk hafi leitað skjóls. Meðal látinna hafi verið heildsali, tvær eiginkonur hans og ellefu börn þeirra á aldrinum tveggja til 22 ára. Þá lést einnig amma barnanna og þrír ættingjar þeirra. Ísraelski herinn sagði árásinni hafa verið beint að innviðum sem tengdust hryðjuverkum og að sprengjum hefði verið skotið þaðan á Ísrael á síðustu vikum. Fyrirskipun um brottflutning Þá kemur einnig fram í frétt AP að önnur fyrirskipun um brottflutning hafi verið gefin út og að fólk sem haldi til í Maghazi flóttamannabúðunum ættu að fara eitthvað annað. Meirihluti palestínsku þjóðarinnar á Gasa hefur verið á vergangi frá því í október. Stór hluti hefur margsinnis þurft að flytja sig um set vegna ítrekaðrar fyrirskipana frá Ísraelum um brottflutning. Um 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn í landið eftir að Hamas réðst inn í Ísrael og drap 1.200 og tók um 250 gísla. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu embættismannanna sem reyna að semja um vopnahléið kom fram að í tillögunni sem unnið sé að sé reynt að byggja brýr á milli Ísrael og Hamas. Þá kom einnig fram að þeir vonist til þess að hægt verði að vinna úr því hvernig verði hægt að innleiða planið í næstu viku í Kaíró. Í umfjöllun AP um málið segir að tilgangurinn með viðræðunum sé bæði að tryggja vopnahlé en einnig lausn gísla sem hafa verið í haldi Hamas frá því í október. Þá vonast þeir einnig til þess að með því að semja um vopnahlé verði hægt að draga úr spennu í Íran og Líbanon og til að koma í veg fyrir að stríðið breiðist út til fleiri landa. Í frétt BBC um samningaviðræðurnar segir að Hamas hafi lýst viðræðunum sem blekkingu. Haft er eftir hátt settum manni innan samtakanna að samningaviðræðurnar hafi ekki skilað neinum árangri og að sáttasemjararnir séu að „selja blekkingar“. Joint Statement from the United States, Egypt, and Qatar#MOFAQatar pic.twitter.com/A7myXPKsh3— Ministry of Foreign Affairs - Qatar (@MofaQatar_EN) August 16, 2024 Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði í gær að hann væri afar bjartsýnn á samkomulag. Á vef AP segir að sprengjurnar sem hafi lent á Gasa í dag hafi lent á bæði húsi og vöruskemmu þar sem fólk hafi leitað skjóls. Meðal látinna hafi verið heildsali, tvær eiginkonur hans og ellefu börn þeirra á aldrinum tveggja til 22 ára. Þá lést einnig amma barnanna og þrír ættingjar þeirra. Ísraelski herinn sagði árásinni hafa verið beint að innviðum sem tengdust hryðjuverkum og að sprengjum hefði verið skotið þaðan á Ísrael á síðustu vikum. Fyrirskipun um brottflutning Þá kemur einnig fram í frétt AP að önnur fyrirskipun um brottflutning hafi verið gefin út og að fólk sem haldi til í Maghazi flóttamannabúðunum ættu að fara eitthvað annað. Meirihluti palestínsku þjóðarinnar á Gasa hefur verið á vergangi frá því í október. Stór hluti hefur margsinnis þurft að flytja sig um set vegna ítrekaðrar fyrirskipana frá Ísraelum um brottflutning. Um 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn í landið eftir að Hamas réðst inn í Ísrael og drap 1.200 og tók um 250 gísla.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira