Eldglæringar milli VG og Sjálfstæðisflokks Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 12:24 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði að mati prófessors í stjórnmálafræði. Gríðarleg missklíð og jafnvel eldglæringar séu milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Búast megi við algjörri biðstöðu á Alþingi í vetur ákveði ríkisstjórnin að halda samstarfinu áfram. Í síðustu viku kom fram gjörólík afstaða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins til eignarhalds á vindorkuverum. Formaður Vinstri grænna telur að tryggja þurfi að vindorka haldist í höndum þjóðarinnar. Á flokksráðsfundi Vinstri grænna um helgina kom fram ályktun um að tryggja þurfi að auðlindagjald af vindorkuvirkjunum renni til samfélagsins og að fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang við úthlutun nýtingarleyfa. Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfisráðherra sem leggur stefnumótun í málaflokknum fyrir Alþingi í haust svaraði þegar hann var inntur álits á afstöðu formanns Vinstri grænna fyrir helgi, að ef koma eigi í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfi að fara í mjög róttækar breytingar. Þá hefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar. Formaður Viðreisnar benti á í gær á að ríkisstjórnin gæti ekki lengur að hagsmunum almennings heldur einungis flokka sinna og ráðherra. Það sé hagsmunamál að ganga sem fyrst til kosninga. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir sífellt stærri gjá milli ríkisstjórnarflokkanna. „Það er augljóslega komin gríðarleg misklíð milli stjórnarflokkanna sérstaklega Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks. Það eru bara eldglæringar þarna á milli og verður væntanlega stál í stál allan næsta vetur. Flokkarnir eru að stilla sér upp í nýja kosningabaráttu,“ segir Eiríkur.Augljóst sé að stjórnarsamstarfinu sé að ljúka. „Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Hún mun ekki halda samstarfi áfram eftir næstu kosningar. Nú er bara spurning hvenær þær verða. Það er það sem við vitum ekki alveg nákvæmlega,“ segir hann. Eiríkur segir að ef ríkisstjórnarflokkarnir haldi samstarfi áfram næsta vetur muni það hafa mikil áhrif á framgang mála á Alþingi. „Þingið verður til þess að gera nokkuð stíflað ef ríkisstjórnin ákveður að halda samstarfinu áfram þangað til næsta vor. Það mun þýða biðstöðu í þjóðmálunum,“ segir Eiríkur. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Í síðustu viku kom fram gjörólík afstaða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins til eignarhalds á vindorkuverum. Formaður Vinstri grænna telur að tryggja þurfi að vindorka haldist í höndum þjóðarinnar. Á flokksráðsfundi Vinstri grænna um helgina kom fram ályktun um að tryggja þurfi að auðlindagjald af vindorkuvirkjunum renni til samfélagsins og að fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang við úthlutun nýtingarleyfa. Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfisráðherra sem leggur stefnumótun í málaflokknum fyrir Alþingi í haust svaraði þegar hann var inntur álits á afstöðu formanns Vinstri grænna fyrir helgi, að ef koma eigi í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfi að fara í mjög róttækar breytingar. Þá hefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar. Formaður Viðreisnar benti á í gær á að ríkisstjórnin gæti ekki lengur að hagsmunum almennings heldur einungis flokka sinna og ráðherra. Það sé hagsmunamál að ganga sem fyrst til kosninga. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir sífellt stærri gjá milli ríkisstjórnarflokkanna. „Það er augljóslega komin gríðarleg misklíð milli stjórnarflokkanna sérstaklega Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks. Það eru bara eldglæringar þarna á milli og verður væntanlega stál í stál allan næsta vetur. Flokkarnir eru að stilla sér upp í nýja kosningabaráttu,“ segir Eiríkur.Augljóst sé að stjórnarsamstarfinu sé að ljúka. „Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Hún mun ekki halda samstarfi áfram eftir næstu kosningar. Nú er bara spurning hvenær þær verða. Það er það sem við vitum ekki alveg nákvæmlega,“ segir hann. Eiríkur segir að ef ríkisstjórnarflokkarnir haldi samstarfi áfram næsta vetur muni það hafa mikil áhrif á framgang mála á Alþingi. „Þingið verður til þess að gera nokkuð stíflað ef ríkisstjórnin ákveður að halda samstarfinu áfram þangað til næsta vor. Það mun þýða biðstöðu í þjóðmálunum,“ segir Eiríkur.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira