Gúrkan hækkað um þúsund krónur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 15:49 Hrefna Sætran finnur fyrir vinsældum gúrkunnar hjá áhrifavöldum eins og Sunnevu Einars í innkaupaverðinu á gúrku. Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég var að fara yfir reikninga og er að panta frá þessum helstu græmetisbyrgjum og er mikið að pæla í verðinu og rak augun í þetta,“ segir Hrefna sem rekur veitingahúsin Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, í samtali við Vísi. Uppskrift að gúrkusalati hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarnar vikur og mánuði. Kassinn af gúrku hefur að sögn Hrefnu hækkað mest af öllum vörum, eða um þúsund krónur frá því í lok júni. „Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið. Markaðsverðið á grænmetinu er eftir framboði og eftirspurn og er því aldrei það sama. Ég á barn sem er að horfa á TikTok og hef séð þetta salat, í þessari rosalegu gúrkutíð,“ segir Hrefna og hlær. Aðspurð segist Hrefna hafa útbúið nokkrar útfærslur af gúrkusalatinu vinsæla og kveðst mikill aðdándi. „Ég borða mikið af gúrku og hef prófað nokkrar útgáfur af því.“ Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er ein þeirra sem hefur tekið þátt í gúrkutíðinni. @sunnevaeinars eru fleirri á cucumber tok? 🥒 @Logan ♬ original sound - Sunneva Einars Gúrkusalatið sem er að gera allt vitlaust Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, deildi uppskrift af hinu geysivinsæla gúrkusalati með fylgjendum sínum á Instagram. Salatið hefur náð flugi á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið undir myllumerkinu cucumber salad eða gúrkusalat. Svo virðist vera sem netverjinn Logan Moffit hafi verið einna fyrstur til að birta myndband af salatgerðinni á TikTok ef marka má erlenda miðla. Logan er 23 ára og frá Kanada. @logagm Best way to eat an entire cucumber ♬ original sound - Logan Uppskrift Helgu Margrétar: 1 stk agúrka 1 msk sesamolía 2 msk soya sósa 1 msk chilli crunch 1 msk hnetusmjör Sesamfræ Smá hunang 1 stk hvílausrif Smá niðurskorinn vorlaukur Öllu blandað saman. Uppskriftir Salat Veitingastaðir Samfélagsmiðlar Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
„Ég var að fara yfir reikninga og er að panta frá þessum helstu græmetisbyrgjum og er mikið að pæla í verðinu og rak augun í þetta,“ segir Hrefna sem rekur veitingahúsin Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, í samtali við Vísi. Uppskrift að gúrkusalati hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarnar vikur og mánuði. Kassinn af gúrku hefur að sögn Hrefnu hækkað mest af öllum vörum, eða um þúsund krónur frá því í lok júni. „Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið. Markaðsverðið á grænmetinu er eftir framboði og eftirspurn og er því aldrei það sama. Ég á barn sem er að horfa á TikTok og hef séð þetta salat, í þessari rosalegu gúrkutíð,“ segir Hrefna og hlær. Aðspurð segist Hrefna hafa útbúið nokkrar útfærslur af gúrkusalatinu vinsæla og kveðst mikill aðdándi. „Ég borða mikið af gúrku og hef prófað nokkrar útgáfur af því.“ Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er ein þeirra sem hefur tekið þátt í gúrkutíðinni. @sunnevaeinars eru fleirri á cucumber tok? 🥒 @Logan ♬ original sound - Sunneva Einars Gúrkusalatið sem er að gera allt vitlaust Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, deildi uppskrift af hinu geysivinsæla gúrkusalati með fylgjendum sínum á Instagram. Salatið hefur náð flugi á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið undir myllumerkinu cucumber salad eða gúrkusalat. Svo virðist vera sem netverjinn Logan Moffit hafi verið einna fyrstur til að birta myndband af salatgerðinni á TikTok ef marka má erlenda miðla. Logan er 23 ára og frá Kanada. @logagm Best way to eat an entire cucumber ♬ original sound - Logan Uppskrift Helgu Margrétar: 1 stk agúrka 1 msk sesamolía 2 msk soya sósa 1 msk chilli crunch 1 msk hnetusmjör Sesamfræ Smá hunang 1 stk hvílausrif Smá niðurskorinn vorlaukur Öllu blandað saman.
Uppskriftir Salat Veitingastaðir Samfélagsmiðlar Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira