Bjartsýnt og betra samfélag Svandís Svavarsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 16:00 Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum og eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Þetta er stór dagur og mikilvægur. Framtíðarsýn um uppbyggingu samgöngumannvirkja var undirrituð 2019 en nú, fimm árum síðar, höfum við enn betri áætlanir, nákvæmari fjárfestingarplön og raunhæfari tímaramma. Eflum þjónustu á meðan við bíðum Við erum þegar byrjuð og á næstu tveimur árum munu íbúar höfuðborgarsvæðisins og landsins alls sjá stór verkefni fara af stað, stórar innviðaframkvæmdir sem koma til með að binda höfuðborgarsvæðið betur saman. Til að mynda er Fossvogsbrú á leið á framkvæmdastig og mun nýtast almenningssamgöngukerfinu á stóru svæði ásamt því að bylta samgöngum fyrir gangandi og hjólandi. Á meðan við bíðum eftir að þessi stóru verkefni verða tekin í notkun verður þjónusta strætisvagna efld og tíðni aukin. Þetta eru bæði fjárfestingar í stofnvegum og í fyrsta áfanga borgarlínu. Með því að byggja upp hágæða almenningssamgöngur, líkt og svo mörg okkar þekkja frá heimsóknum til annarra borga, austanhafs og vestan, þá munum við tengja saman kjarna allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og búa til skemmtilegra, grænna og betra samfélag fyrir okkur öll. Þjónusta mun byggjast upp í kringum borgarlínuna og öll hverfi höfuðborgarinnar munu styrkjast. Betri almenningssamgöngur auka jöfnuð - þær eru félagslegt réttlætismál. Með því að byggja upp innviði sem gera öllum kleift að ferðast um höfuðborgarsvæðið hratt og örugglega aukum við nefnilega lífsgæði og tækifæri allra íbúa, óháð efnahag eða stöðu. Sparnaður fyrir fjölskyldur Auk þess skiptir máli að með eflingu almenningssamgangna og fjölgun valkosta munu mörg heimili geta sleppt því að reka bíl númer tvö en skv. Félagi íslenskra bifreiðaeigenda er kostnaður við það að reka bíl á síðasta ári um 120-240 þúsund krónur á mánuði. Það er kostnaður sem munar um fyrir fjölskyldur og eflaust margir sem vildu geta ráðstafað þeim í annað. Framtíðarsýnin er sú að við lok næsta áratugar geti sjö af hverjum tíu íbúum gengið út og hoppað um borð í strætó eða í borgarlínuvagn sem kemur innan tíu mínútna. Það verður ekki lengur þörf á að hlaupa í strætó því ef þú missir af vagninum kemur alltaf annar á næstu tíu mínútum. Leiðakerfið verður öflugra og mun ná betur til allra hverfa borgarinnar. Undirritunin markar líka stór skref í loftslagsmálum - því ríkið mun koma að því að greiða fyrir orkuskiptum í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Strætisvagnar eru keyrðir mjög mikið og brenna mikilli olíu, en með hverjum vagni sem skipt er út fyrir hreinorkuvagn drögum við úr losun um 100 tonn. Og við ætlum að skipta þeim öllum út á næstu árum. Þetta er framtíðarsýnin sem birtist í þessum uppfærða sáttmála. Samgöngusáttmáli markar tímamót fyrir höfuðborgarsvæðið og er til marks um bjartsýnt og betra samfélag á höfuðborgarsvæðinu og fyrir landið allt. Höfundur er innviðaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Svandís Svavarsdóttir Samgöngur Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum og eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Þetta er stór dagur og mikilvægur. Framtíðarsýn um uppbyggingu samgöngumannvirkja var undirrituð 2019 en nú, fimm árum síðar, höfum við enn betri áætlanir, nákvæmari fjárfestingarplön og raunhæfari tímaramma. Eflum þjónustu á meðan við bíðum Við erum þegar byrjuð og á næstu tveimur árum munu íbúar höfuðborgarsvæðisins og landsins alls sjá stór verkefni fara af stað, stórar innviðaframkvæmdir sem koma til með að binda höfuðborgarsvæðið betur saman. Til að mynda er Fossvogsbrú á leið á framkvæmdastig og mun nýtast almenningssamgöngukerfinu á stóru svæði ásamt því að bylta samgöngum fyrir gangandi og hjólandi. Á meðan við bíðum eftir að þessi stóru verkefni verða tekin í notkun verður þjónusta strætisvagna efld og tíðni aukin. Þetta eru bæði fjárfestingar í stofnvegum og í fyrsta áfanga borgarlínu. Með því að byggja upp hágæða almenningssamgöngur, líkt og svo mörg okkar þekkja frá heimsóknum til annarra borga, austanhafs og vestan, þá munum við tengja saman kjarna allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og búa til skemmtilegra, grænna og betra samfélag fyrir okkur öll. Þjónusta mun byggjast upp í kringum borgarlínuna og öll hverfi höfuðborgarinnar munu styrkjast. Betri almenningssamgöngur auka jöfnuð - þær eru félagslegt réttlætismál. Með því að byggja upp innviði sem gera öllum kleift að ferðast um höfuðborgarsvæðið hratt og örugglega aukum við nefnilega lífsgæði og tækifæri allra íbúa, óháð efnahag eða stöðu. Sparnaður fyrir fjölskyldur Auk þess skiptir máli að með eflingu almenningssamgangna og fjölgun valkosta munu mörg heimili geta sleppt því að reka bíl númer tvö en skv. Félagi íslenskra bifreiðaeigenda er kostnaður við það að reka bíl á síðasta ári um 120-240 þúsund krónur á mánuði. Það er kostnaður sem munar um fyrir fjölskyldur og eflaust margir sem vildu geta ráðstafað þeim í annað. Framtíðarsýnin er sú að við lok næsta áratugar geti sjö af hverjum tíu íbúum gengið út og hoppað um borð í strætó eða í borgarlínuvagn sem kemur innan tíu mínútna. Það verður ekki lengur þörf á að hlaupa í strætó því ef þú missir af vagninum kemur alltaf annar á næstu tíu mínútum. Leiðakerfið verður öflugra og mun ná betur til allra hverfa borgarinnar. Undirritunin markar líka stór skref í loftslagsmálum - því ríkið mun koma að því að greiða fyrir orkuskiptum í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Strætisvagnar eru keyrðir mjög mikið og brenna mikilli olíu, en með hverjum vagni sem skipt er út fyrir hreinorkuvagn drögum við úr losun um 100 tonn. Og við ætlum að skipta þeim öllum út á næstu árum. Þetta er framtíðarsýnin sem birtist í þessum uppfærða sáttmála. Samgöngusáttmáli markar tímamót fyrir höfuðborgarsvæðið og er til marks um bjartsýnt og betra samfélag á höfuðborgarsvæðinu og fyrir landið allt. Höfundur er innviðaráðherra.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun